Gistinóttum Airbnb fækkað eftir að reglur voru hertar Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 14:41 Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Vísir/Vilhelm Eftir að hafa komið sem stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað á síðustu árum virðist heldur hafa dregið úr áhuga fólks á að leigja fasteignir út í Airbnb. Greint er frá þessu á vef Hagsjár Landsbankans. Þar segir að gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hafi fjölgað um 5,1 prósent á síðasta ári. Það er talsvert önnur þróun en varðandi gistinætur í Airbnb þar sem gistinóttum fækkaði um 3,3 prósent á milli ára. Fækkun gistinátta í Airbnb má einungis rekja til fækkunar gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Fækkunin nam 9,4% á höfuðborgarsvæðinu og 11,4% á Suðurnesjum en gistinóttum fjölgaði á öðrum svæðum landsins. Mesta hlutfallslega fjölgunin var á Vesturlandi, 18,6% en einnig var mikil fjölgun á Norðurlandi vestra (15,6%) og Austurlandi (12,3%). Airbnb kom eins og stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað eins og víða annars staðar í heiminum en eftirlit með starfseminni hefur verið eflt á síðustu misserum og tekið fastar á því að sköttum sé skilað af tekjum sem innheimtast af slíkri starfsemi.Eins hafa líka verið sett þrengri skilyrði fyrir slíkri starfsemi og felast þau meðal annars í því að ekki megi leigja út fasteignir til meira en 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum króna á ári. Sé annað skilyrði brotið er litið svo á að þar sé um atvinnustarfsemi að ræða og gilda aðrar reglur um slíkt. Eins þarf að skrá slík heimili sérstaklega sem heimagististað. Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Á síðasta ári dróst fjöldi heimagististaða á höfuðborgarsvæðinu saman um 11,3% borið saman við 31,5% fjölgun árið Svipaða sögu má segja af Suðurnesjum en þar dróst fjöldinn saman um 9,8% á síðasta ári eftir 24,7% aukningu árið áður. Fjöldi heimagististaða á nokkrum öðrum landsvæðum dróst einnig saman en í heild sinni dróst fjöldi heimagististaða, yfir landið í heild, saman um 4,7% milli ára. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Eftir að hafa komið sem stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað á síðustu árum virðist heldur hafa dregið úr áhuga fólks á að leigja fasteignir út í Airbnb. Greint er frá þessu á vef Hagsjár Landsbankans. Þar segir að gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hafi fjölgað um 5,1 prósent á síðasta ári. Það er talsvert önnur þróun en varðandi gistinætur í Airbnb þar sem gistinóttum fækkaði um 3,3 prósent á milli ára. Fækkun gistinátta í Airbnb má einungis rekja til fækkunar gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Fækkunin nam 9,4% á höfuðborgarsvæðinu og 11,4% á Suðurnesjum en gistinóttum fjölgaði á öðrum svæðum landsins. Mesta hlutfallslega fjölgunin var á Vesturlandi, 18,6% en einnig var mikil fjölgun á Norðurlandi vestra (15,6%) og Austurlandi (12,3%). Airbnb kom eins og stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað eins og víða annars staðar í heiminum en eftirlit með starfseminni hefur verið eflt á síðustu misserum og tekið fastar á því að sköttum sé skilað af tekjum sem innheimtast af slíkri starfsemi.Eins hafa líka verið sett þrengri skilyrði fyrir slíkri starfsemi og felast þau meðal annars í því að ekki megi leigja út fasteignir til meira en 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum króna á ári. Sé annað skilyrði brotið er litið svo á að þar sé um atvinnustarfsemi að ræða og gilda aðrar reglur um slíkt. Eins þarf að skrá slík heimili sérstaklega sem heimagististað. Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Á síðasta ári dróst fjöldi heimagististaða á höfuðborgarsvæðinu saman um 11,3% borið saman við 31,5% fjölgun árið Svipaða sögu má segja af Suðurnesjum en þar dróst fjöldinn saman um 9,8% á síðasta ári eftir 24,7% aukningu árið áður. Fjöldi heimagististaða á nokkrum öðrum landsvæðum dróst einnig saman en í heild sinni dróst fjöldi heimagististaða, yfir landið í heild, saman um 4,7% milli ára.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira