KR-liðið vann titilinn sem KR má ekki vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 10:00 Óskar Örn Hauksson og Atli Sigurjónsson. Vísir/Bára KR hefur aldrei orðið Íslandsmeistari á sama sumri og liðið vann deildarbikarinn um vorið. Sigurinn á Skagamönnum á sunnudagskvöldið boðar því ekki gott. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins í Laugardalnum. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikar karla en sigur á þessu undirbúningsmóti hefur hingað til þýtt að liðið hefur ekki orðið Íslandsmeistari. KR-ingar urðu í öðru sæti á fyrsta árinu sem þeir unnu deildabikarinn en það var sumarið 1998 þegar liðið átti magnaða seinni umferð. Frá þeim tíma hefur besti árangur liðsins á deildarbikarmeistaraári verið 3. sætið sumarið 2016. Hin deildarbikarmeistaraárin hafa KR-ingar ekki endað í verðlaunasæti sem þýðir fjórða sætið eða neðar. Á fjórum af sjö tímabilum þar sem KR hefur unnið deildarmeistaratitilinn um vorið hafa orðið þjálfaraskipti á tímabilinu. Pétur Pétursson (2001), Magnús Gylfason (2005), Logi Ólafsson (2010) og Bjarni Guðjónsson (2006) unnu allir deildabikarinn um vorið en voru ekki þjálfarar liðsins þegar Íslandsmótið kláraðist um haustið. KR hefur unnið ellefu titla frá því að fyrsti deildarbikartitilinn kom í hús vorið 1998 en aðeins einn þeirra hefur komið á ári sem deildarbikarmeistaratitilinn vannst. Það var sumarið 2012 þegar KR varð bikarmeistari annað árið í röð en hafði unnið deildabikarinn um vorið. Fjórir af fimm bikarmeistaratitlinum og sex af sex Íslandsmeistaratitlinum hafa því komið í hús á sumri þar sem liðið vann ekki deildabikarinn á undirbúningstímabilinu. Hver er ástæðan? Ein líkleg kenning snýst um pressuna sem KR-ingar eru nú duglegir að setja á liðið sitt. Sigur í stærsta undirbúningsmótinu á í þeirra huga að þýða sigur á Íslandsmótinu. Með meiri væntingum hefur það reynst KR-ingum erfiðara að skila titlum í hús. Árin 1990 til 1998 var KR með frábær lið flest árin en enginn Íslandsmeistaratitill kom í hús. KR-ingar geta víst ekki skilað deildarmeistarabikarnum sem þeir unnu á sunnudagskvöldið og því er það eina í stöðunni er að storka örlögunum, yfirbuga hefðina og brjóta blað í sögu KR og deildarbikarmeistaratitla í sumar.Deildarmeistaratitlar KR-ingar og gengið í deildinni um sumarið 1998 - 2. sætiÍslandsmeistarar 1999 og 2000Bikarmeistari 1999 2001 - 7. sæti*Íslandsmeistarar 2002 og 2003 2005 - 6. sæti*Bikarmeistari 2008 2010 - 4. sæti*Íslandsmeistarar 2011Bikarmeistari 2011 2012 - 4. sæti og bikarmeistariÍslandsmeistarar 2013Bikarmeistari 2014 2016 - 3. sæti* 2017 - 4. sæti 2019 - ???* Þjálfaraskipti hjá KR á miðju tímabili Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
KR hefur aldrei orðið Íslandsmeistari á sama sumri og liðið vann deildarbikarinn um vorið. Sigurinn á Skagamönnum á sunnudagskvöldið boðar því ekki gott. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins í Laugardalnum. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikar karla en sigur á þessu undirbúningsmóti hefur hingað til þýtt að liðið hefur ekki orðið Íslandsmeistari. KR-ingar urðu í öðru sæti á fyrsta árinu sem þeir unnu deildabikarinn en það var sumarið 1998 þegar liðið átti magnaða seinni umferð. Frá þeim tíma hefur besti árangur liðsins á deildarbikarmeistaraári verið 3. sætið sumarið 2016. Hin deildarbikarmeistaraárin hafa KR-ingar ekki endað í verðlaunasæti sem þýðir fjórða sætið eða neðar. Á fjórum af sjö tímabilum þar sem KR hefur unnið deildarmeistaratitilinn um vorið hafa orðið þjálfaraskipti á tímabilinu. Pétur Pétursson (2001), Magnús Gylfason (2005), Logi Ólafsson (2010) og Bjarni Guðjónsson (2006) unnu allir deildabikarinn um vorið en voru ekki þjálfarar liðsins þegar Íslandsmótið kláraðist um haustið. KR hefur unnið ellefu titla frá því að fyrsti deildarbikartitilinn kom í hús vorið 1998 en aðeins einn þeirra hefur komið á ári sem deildarbikarmeistaratitilinn vannst. Það var sumarið 2012 þegar KR varð bikarmeistari annað árið í röð en hafði unnið deildabikarinn um vorið. Fjórir af fimm bikarmeistaratitlinum og sex af sex Íslandsmeistaratitlinum hafa því komið í hús á sumri þar sem liðið vann ekki deildabikarinn á undirbúningstímabilinu. Hver er ástæðan? Ein líkleg kenning snýst um pressuna sem KR-ingar eru nú duglegir að setja á liðið sitt. Sigur í stærsta undirbúningsmótinu á í þeirra huga að þýða sigur á Íslandsmótinu. Með meiri væntingum hefur það reynst KR-ingum erfiðara að skila titlum í hús. Árin 1990 til 1998 var KR með frábær lið flest árin en enginn Íslandsmeistaratitill kom í hús. KR-ingar geta víst ekki skilað deildarmeistarabikarnum sem þeir unnu á sunnudagskvöldið og því er það eina í stöðunni er að storka örlögunum, yfirbuga hefðina og brjóta blað í sögu KR og deildarbikarmeistaratitla í sumar.Deildarmeistaratitlar KR-ingar og gengið í deildinni um sumarið 1998 - 2. sætiÍslandsmeistarar 1999 og 2000Bikarmeistari 1999 2001 - 7. sæti*Íslandsmeistarar 2002 og 2003 2005 - 6. sæti*Bikarmeistari 2008 2010 - 4. sæti*Íslandsmeistarar 2011Bikarmeistari 2011 2012 - 4. sæti og bikarmeistariÍslandsmeistarar 2013Bikarmeistari 2014 2016 - 3. sæti* 2017 - 4. sæti 2019 - ???* Þjálfaraskipti hjá KR á miðju tímabili
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti