Gísli Einars fer um sveitir á sínum uppgerða forna Land Rover Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2019 13:30 Gísli er vinsæll sjónvarpsmaður og skemmtikraftur. „Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár.Land Rover-inn tekinn í gegn Í byrjun mars á síðasta ári var loks ráðist í endurreisn Land Roversins og fór það þannig að tengdasonurinn, Ingi Björn Ragnarsson, sá um vinnuna að mestu leyti og þar var ekki kastað til höndum, allt tekið í sundur og skipt um eða lagað með vandvirkni. Sjálfur pússaði hann bílinn og gerði það sem krafðist ekki mikilla hæfileika. Öll málningarvinna var unnin af Hjálmi Árnasyni hjá Búhagur ehf á Skarði í Lundarreykjadal. Aðrir sem komu að verkinu voru Kári Gíslason, Friðrik Pálmi Pálmason, Jón Ingi Þórðarson, Rakel Bryndís Gísladóttir, Pálmi Rögnvaldsson og Haukur Þórðarson. Nokkrir vinir Gísla gáfu Gísla bifreiðina í afmælisgjöf fyrir tólf árum. Er sveitamaður fyrst og síðast „Þetta tók vissulega tíma en þetta var tekið alveg í tætlur. Ég er mikill Land Rover maður en ég er aðallega sveitamaður. Það er partur af því að vera sveitamaður að eiga Land Rover og algjört stöðutákn og hentar mér miklu betur heldur en Buick eða Benz. Það er síðan bara unaðsleg tilfinning að horfa á þessar fallegu línu og einstaka sköpunarverk. Það er enginn bíll hannaður eins fullkomlega og fjölbreyttur eins og Land Roverinn. Þetta var notað í hernaði, sem faratæki á vegum og vegleysum og svo var þetta landbúnaðartæki,“ segir Gísli og bætir við að það krefjist þolinmæði að keyra um á bílnum.„Þetta er svona núvitundarbíll því maður fer ekkert hratt á þessu. Þú verður að horfa inn á við og það er nægur tími til þess,“ segir Gísli sem ætlar að nota bílinn sparlega. Hér neðar má sjá myndbandið sem Gísli sendi Vísi og sýnir hvernig Land Roverinn góði var gerður upp. Bílar Tímamót Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
„Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár.Land Rover-inn tekinn í gegn Í byrjun mars á síðasta ári var loks ráðist í endurreisn Land Roversins og fór það þannig að tengdasonurinn, Ingi Björn Ragnarsson, sá um vinnuna að mestu leyti og þar var ekki kastað til höndum, allt tekið í sundur og skipt um eða lagað með vandvirkni. Sjálfur pússaði hann bílinn og gerði það sem krafðist ekki mikilla hæfileika. Öll málningarvinna var unnin af Hjálmi Árnasyni hjá Búhagur ehf á Skarði í Lundarreykjadal. Aðrir sem komu að verkinu voru Kári Gíslason, Friðrik Pálmi Pálmason, Jón Ingi Þórðarson, Rakel Bryndís Gísladóttir, Pálmi Rögnvaldsson og Haukur Þórðarson. Nokkrir vinir Gísla gáfu Gísla bifreiðina í afmælisgjöf fyrir tólf árum. Er sveitamaður fyrst og síðast „Þetta tók vissulega tíma en þetta var tekið alveg í tætlur. Ég er mikill Land Rover maður en ég er aðallega sveitamaður. Það er partur af því að vera sveitamaður að eiga Land Rover og algjört stöðutákn og hentar mér miklu betur heldur en Buick eða Benz. Það er síðan bara unaðsleg tilfinning að horfa á þessar fallegu línu og einstaka sköpunarverk. Það er enginn bíll hannaður eins fullkomlega og fjölbreyttur eins og Land Roverinn. Þetta var notað í hernaði, sem faratæki á vegum og vegleysum og svo var þetta landbúnaðartæki,“ segir Gísli og bætir við að það krefjist þolinmæði að keyra um á bílnum.„Þetta er svona núvitundarbíll því maður fer ekkert hratt á þessu. Þú verður að horfa inn á við og það er nægur tími til þess,“ segir Gísli sem ætlar að nota bílinn sparlega. Hér neðar má sjá myndbandið sem Gísli sendi Vísi og sýnir hvernig Land Roverinn góði var gerður upp.
Bílar Tímamót Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira