Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. mars 2019 07:00 Hundruð misstu vinnuna þegar WOW air flaug í þrot og munu leita í Ábyrgðasjóðinn. Fréttablaðið/Ernir Staða Ábyrgðasjóðs launa er góð eftir góðæri síðustu ára að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en gjaldþrot WOW air gæti fljótt snúið þeirri góðu stöðu við. Línur Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær eftir tíðindi fimmtudagsins af WOW air. Í gær var stofnunin einnig með opið hús fyrir þá sem misstu vinnuna í vikunni. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur aldrei í sögunni eins fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Strax í gær tilkynntu þessu til viðbótar mörg fyrirtæki að þau hefðu þurft að grípa til hópuppsagna þar sem tugir einstaklinga hafa misst vinnuna til viðbótar. Ábyrgðasjóður launa ábyrgist hins vegar greiðslu vinnulaunakröfu launþega og kröfu lífeyrissjóðs vegna lífeyrisiðgjalda á hendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskipti. Árið 2016 námu heildarlaunagreiðslur úr sjóðnum 482 milljónum, 605 milljónum 2017 en tölur síðasta árs liggja ekki fyrir. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sem fer með Ábyrgðasjóð launa, segir ákveðna útreikninga hafa verið gerða vegna stöðunnar sem upp kom á fimmtudaginn en þeir séu með öllum fyrirvörum, enda sé mjög erfitt að segja til um hversu mikið þurfi til að dekka höggið nú. Ef í ljós kemur að bitinn reynist of stór þá verði leitað eftir viðbótarframlagi frá ríkissjóði. „Stærsti óvissuþátturinn er lífeyrisiðgjöldin því það er ekkert hámark á þeim og þau miðast við raunlaun einstaklinga. Það er mesti óvissuþátturinn og stærsti útgjaldaliðurinn í þessum sjóði.“ Unnur segir aðspurð að staða sjóðsins sé þó góð. „Staðan á Ábyrgðasjóðnum er ljómandi góð því það hefur auðvitað verið góðæri og safnast í hann undanfarin ár. En það gæti verið fljótt að fara núna, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það.“ Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, tilkynnti í gær að Vinnumálastofnun yrði veitt 80 milljóna viðbótarframlag til að mæta auknum verkefnum vegna falls WOW. Verja á 65 milljónum króna til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofuna í Reykjanesbæ. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira
Staða Ábyrgðasjóðs launa er góð eftir góðæri síðustu ára að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en gjaldþrot WOW air gæti fljótt snúið þeirri góðu stöðu við. Línur Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær eftir tíðindi fimmtudagsins af WOW air. Í gær var stofnunin einnig með opið hús fyrir þá sem misstu vinnuna í vikunni. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur aldrei í sögunni eins fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Strax í gær tilkynntu þessu til viðbótar mörg fyrirtæki að þau hefðu þurft að grípa til hópuppsagna þar sem tugir einstaklinga hafa misst vinnuna til viðbótar. Ábyrgðasjóður launa ábyrgist hins vegar greiðslu vinnulaunakröfu launþega og kröfu lífeyrissjóðs vegna lífeyrisiðgjalda á hendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskipti. Árið 2016 námu heildarlaunagreiðslur úr sjóðnum 482 milljónum, 605 milljónum 2017 en tölur síðasta árs liggja ekki fyrir. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sem fer með Ábyrgðasjóð launa, segir ákveðna útreikninga hafa verið gerða vegna stöðunnar sem upp kom á fimmtudaginn en þeir séu með öllum fyrirvörum, enda sé mjög erfitt að segja til um hversu mikið þurfi til að dekka höggið nú. Ef í ljós kemur að bitinn reynist of stór þá verði leitað eftir viðbótarframlagi frá ríkissjóði. „Stærsti óvissuþátturinn er lífeyrisiðgjöldin því það er ekkert hámark á þeim og þau miðast við raunlaun einstaklinga. Það er mesti óvissuþátturinn og stærsti útgjaldaliðurinn í þessum sjóði.“ Unnur segir aðspurð að staða sjóðsins sé þó góð. „Staðan á Ábyrgðasjóðnum er ljómandi góð því það hefur auðvitað verið góðæri og safnast í hann undanfarin ár. En það gæti verið fljótt að fara núna, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það.“ Félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, tilkynnti í gær að Vinnumálastofnun yrði veitt 80 milljóna viðbótarframlag til að mæta auknum verkefnum vegna falls WOW. Verja á 65 milljónum króna til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofuna í Reykjanesbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira