Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 10:24 Biden var varaforseti Baracks Obama og er talinn líklegur til afreka bjóði hann sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið sakaður um að hafa snert ríkisþingkonu flokksins á óviðeigandi hátt og kysst hana gegn vilja hennar fyrir fimm árum. Biden hefur mælst með einn mesta stuðninginn um mögulega forsetaframbjóðendur flokks síns þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona demókrata í Nevada, birti grein þar sem hún lýsti hegðun Biden í sinn garð á vefsíðunni The Cut í gær. Hún fullyrðir að Biden hafi snert sig og kysst á kosningafundi fyrir framboð hennar til vararíkisstjóra árið 2014. Biden segir hún hafa nálgast hana aftan frá, lagt hendur sínar á herðar hennar og kysst hana aftan á höfuðið þegar hún var að búa sig undir að ávarpa stuðningsmenn. „Hann smellti á mig löngum og miklum kossi aftan á höfuðið. Heilinn minn gat ekki unnið úr því sem var að gerast. Ég var vandræðaleg. Ég var í áfalli. Ég var ringluð,“ skrifar Flores. Hún hafi helst viljað að jörðin gleypti hana en að hún hafi sig hvergi getað hrært. „Ég vildi ekkert heitar en að koma Biden frá mér. Nafnið mitt var kallað upp og ég hef aldrei verið fegnari að fara upp á svið fyrir framan áhorfendur,“ segir hún. Segist ekki muna eftir atvikinu sem Flores lýsir Talsmaður Biden segir að hvorki hann né starfsmenn hans hafi haft nokkurn grun um að Flores hafi liðið illa nokkurn tímann þegar varaforsetinn studdi framboð hennar í Nevada og þeir muni ekki eftir atvikinu sem hún lýsi. „En Biden varaforseti trúir því að frú Flores hafi fullan rétt á að deila minningum sínum og hugsunum og að það sé breyting til þess betra í samfélagi okkar að hún hafi tækifæri til þess. Hann virðir frú Flores sem sterka og sjálfstæða rödd í stjórnmálunum og óskar henni aðeins þess besta,“ segir í yfirlýsingunni sem Washington Post segir frá. Biden lýsti sjálfum sér sem „stjórnmálamanni snertinga“ í ræðu um miðjan þennan mánuð. „Ég hef alltaf verið það og það kemur mér líka í klandur vegna þess að ég held að ég geti skynjað og bragðað það sem er í gangi,“ sagði varaforseti Baracks Obama. Washington Post rifjar upp að fjöldi mynda og myndbanda sé til að Biden á opinberum samkomum þar sem hann faðmar, kyssir og stendur þétt upp við konur. Þau atvik hafi jafnan verið afskrifuð sem sakleysisleg. Í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári hefur Biden mælst með einn mest fylgi, allt að 25 prósent. Hann hefur þó ekki lýst yfir framboði en talið hefur verið líklegt að hann geri það á næstunni. Bandaríkin MeToo Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið sakaður um að hafa snert ríkisþingkonu flokksins á óviðeigandi hátt og kysst hana gegn vilja hennar fyrir fimm árum. Biden hefur mælst með einn mesta stuðninginn um mögulega forsetaframbjóðendur flokks síns þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona demókrata í Nevada, birti grein þar sem hún lýsti hegðun Biden í sinn garð á vefsíðunni The Cut í gær. Hún fullyrðir að Biden hafi snert sig og kysst á kosningafundi fyrir framboð hennar til vararíkisstjóra árið 2014. Biden segir hún hafa nálgast hana aftan frá, lagt hendur sínar á herðar hennar og kysst hana aftan á höfuðið þegar hún var að búa sig undir að ávarpa stuðningsmenn. „Hann smellti á mig löngum og miklum kossi aftan á höfuðið. Heilinn minn gat ekki unnið úr því sem var að gerast. Ég var vandræðaleg. Ég var í áfalli. Ég var ringluð,“ skrifar Flores. Hún hafi helst viljað að jörðin gleypti hana en að hún hafi sig hvergi getað hrært. „Ég vildi ekkert heitar en að koma Biden frá mér. Nafnið mitt var kallað upp og ég hef aldrei verið fegnari að fara upp á svið fyrir framan áhorfendur,“ segir hún. Segist ekki muna eftir atvikinu sem Flores lýsir Talsmaður Biden segir að hvorki hann né starfsmenn hans hafi haft nokkurn grun um að Flores hafi liðið illa nokkurn tímann þegar varaforsetinn studdi framboð hennar í Nevada og þeir muni ekki eftir atvikinu sem hún lýsi. „En Biden varaforseti trúir því að frú Flores hafi fullan rétt á að deila minningum sínum og hugsunum og að það sé breyting til þess betra í samfélagi okkar að hún hafi tækifæri til þess. Hann virðir frú Flores sem sterka og sjálfstæða rödd í stjórnmálunum og óskar henni aðeins þess besta,“ segir í yfirlýsingunni sem Washington Post segir frá. Biden lýsti sjálfum sér sem „stjórnmálamanni snertinga“ í ræðu um miðjan þennan mánuð. „Ég hef alltaf verið það og það kemur mér líka í klandur vegna þess að ég held að ég geti skynjað og bragðað það sem er í gangi,“ sagði varaforseti Baracks Obama. Washington Post rifjar upp að fjöldi mynda og myndbanda sé til að Biden á opinberum samkomum þar sem hann faðmar, kyssir og stendur þétt upp við konur. Þau atvik hafi jafnan verið afskrifuð sem sakleysisleg. Í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári hefur Biden mælst með einn mest fylgi, allt að 25 prósent. Hann hefur þó ekki lýst yfir framboði en talið hefur verið líklegt að hann geri það á næstunni.
Bandaríkin MeToo Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira