Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 20:17 Þúsundir mótmælenda safnast saman við landamæri Gasa og Ísrael. Getty/Lior Mizrahi Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael, en mótmælin mörkuðu árs afmæli mótmælanna, en þau hófust þann 30. mars 2018. Mótmælendur brenndu dekk og köstuðu steinum, sem ísraelska varnarliðið, IDF, svaraði með kúlnaregni og táragasi. Tveir mótmælendur létu lífið samkvæmt palestínskum yfirvöldum, sem báðir voru 17 ára gamlir piltar, og sá þriðji lést í nótt, en tugir særðust. Mótmælendur krefjast þess að palestínskir flóttamenn geti snúið aftur til heimalands síns, sem nú er á valdi Ísraelsríkis. Að minnsta kosti 189 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa látið lífið í tengslum við mótmælin frá því í mars og þar til í desember 2018, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur komist að því að af þeim 189 sem látist hafa hafi 35 verið börn, þrír merktir sjúkraliðar og tveir merktir fréttamenn. Ísraelska varnarliðið sagði að minnsta kosti 40.000 mótmælendur hafa safnast saman, en nokkur þúsund ísraelskra hermanna voru sendir að landamærunum. Mótmælin hafa verið studd af Hamas samtökunum sem nú fara með stjórn Gasa en þau hafa lýst því yfir að þau myndu reyna að halda mótmælendum í öruggri fjarlægð frá landamæramúrnum. Sáttasemjarar frá Sameinuðu þjóðunum og Egyptalandi hafa reynt að koma í veg fyrir að mótmælin stigmagnist en mótmælin voru eldheit vegna árása Ísraels á Gasa svæðið í liðinni viku, eftir að Palestínskar hersveitir skutu flaugum inn á landsvæði Ísrael. Fregnir hafa borist frá Palestínu um að Egypskir sáttasemjarar séu á góðri leið með að ná fram samkomulagi um vopnahlé á milli Palestínu og Ísrael. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með 6. október 2018 19:30 Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg. 16. október 2018 10:54 Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. 15. júlí 2018 08:06 Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael, en mótmælin mörkuðu árs afmæli mótmælanna, en þau hófust þann 30. mars 2018. Mótmælendur brenndu dekk og köstuðu steinum, sem ísraelska varnarliðið, IDF, svaraði með kúlnaregni og táragasi. Tveir mótmælendur létu lífið samkvæmt palestínskum yfirvöldum, sem báðir voru 17 ára gamlir piltar, og sá þriðji lést í nótt, en tugir særðust. Mótmælendur krefjast þess að palestínskir flóttamenn geti snúið aftur til heimalands síns, sem nú er á valdi Ísraelsríkis. Að minnsta kosti 189 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa látið lífið í tengslum við mótmælin frá því í mars og þar til í desember 2018, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur komist að því að af þeim 189 sem látist hafa hafi 35 verið börn, þrír merktir sjúkraliðar og tveir merktir fréttamenn. Ísraelska varnarliðið sagði að minnsta kosti 40.000 mótmælendur hafa safnast saman, en nokkur þúsund ísraelskra hermanna voru sendir að landamærunum. Mótmælin hafa verið studd af Hamas samtökunum sem nú fara með stjórn Gasa en þau hafa lýst því yfir að þau myndu reyna að halda mótmælendum í öruggri fjarlægð frá landamæramúrnum. Sáttasemjarar frá Sameinuðu þjóðunum og Egyptalandi hafa reynt að koma í veg fyrir að mótmælin stigmagnist en mótmælin voru eldheit vegna árása Ísraels á Gasa svæðið í liðinni viku, eftir að Palestínskar hersveitir skutu flaugum inn á landsvæði Ísrael. Fregnir hafa borist frá Palestínu um að Egypskir sáttasemjarar séu á góðri leið með að ná fram samkomulagi um vopnahlé á milli Palestínu og Ísrael.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með 6. október 2018 19:30 Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg. 16. október 2018 10:54 Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. 15. júlí 2018 08:06 Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10
Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með 6. október 2018 19:30
Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg. 16. október 2018 10:54
Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32
Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. 15. júlí 2018 08:06
Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15