Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 09:05 Bolsonaro hefur margoft lýst aðdáun sinni á herforingjastjórninni sem réði ríkjum í Brasilíu í 21 ár. Vísir/EPA Áfrýjunardómstóll í Brasilíu hefur snúið við banni sem lagt var við hátíðarhöldum sem Jair Bolsonaro, forseti, hafði skipað fyrir um til að minnast þess að 55 ár verða liðin frá valdaráni hersins á þessu ári. Fyrirhuguðu hátíðarhöldin hafa verið afar umdeild en hundruð manna voru drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar. Hátíðarhöldin eiga að fara fram í dag en hægriöfgamaðurinn Bolsonaro hefur ítrekað lýst aðdáun sinni á herforingjastjórninni sem fangelsaði og pyntaði fjölda Brasilíumanna auk þeirra sem hún lét myrða eða hverfa. Dómari á lægra dómstigi lagði bann við hátíðarhöldunum með þeim rökum að þau samræmdust ekki endurreisn lýðræðis í Brasilíu á föstudag. Áfrýjunardómstóllinn sneri þeim úrskurði við og sagði að brasilískt lýðræði væri nógu sterkt til að þola „fjölhyggju hugmynda“. Sagana væri ekki endurskrifuð og sannleikurinn ekki falinn með hátíðarhöldunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mótmæli hafa verið skipulögð gegn hátíðarhöldunum í nokkrum borgum en nokkrar deildir hersins hafa þegar haldið viðburði til að minnast valdaránsins. Bolsonaro var liðsforingi í hernum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Hann hefur lýst valdaráni hersins 31. mars árið 1964 sem sigurhöggi gegn kommúnisma. Forsetinn er umdeildur í Brasilíu og hefur vakið reiði margra með rasískum ummælum og andúð á samkynhneigðum og konum. Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Brasilíu hefur snúið við banni sem lagt var við hátíðarhöldum sem Jair Bolsonaro, forseti, hafði skipað fyrir um til að minnast þess að 55 ár verða liðin frá valdaráni hersins á þessu ári. Fyrirhuguðu hátíðarhöldin hafa verið afar umdeild en hundruð manna voru drepnir í tíð herforingjastjórnarinnar. Hátíðarhöldin eiga að fara fram í dag en hægriöfgamaðurinn Bolsonaro hefur ítrekað lýst aðdáun sinni á herforingjastjórninni sem fangelsaði og pyntaði fjölda Brasilíumanna auk þeirra sem hún lét myrða eða hverfa. Dómari á lægra dómstigi lagði bann við hátíðarhöldunum með þeim rökum að þau samræmdust ekki endurreisn lýðræðis í Brasilíu á föstudag. Áfrýjunardómstóllinn sneri þeim úrskurði við og sagði að brasilískt lýðræði væri nógu sterkt til að þola „fjölhyggju hugmynda“. Sagana væri ekki endurskrifuð og sannleikurinn ekki falinn með hátíðarhöldunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mótmæli hafa verið skipulögð gegn hátíðarhöldunum í nokkrum borgum en nokkrar deildir hersins hafa þegar haldið viðburði til að minnast valdaránsins. Bolsonaro var liðsforingi í hernum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Hann hefur lýst valdaráni hersins 31. mars árið 1964 sem sigurhöggi gegn kommúnisma. Forsetinn er umdeildur í Brasilíu og hefur vakið reiði margra með rasískum ummælum og andúð á samkynhneigðum og konum.
Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35