Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:35 Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, á málþinginu í dag. vísir/vilhelm Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. Þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefði kveðið upp dóma sem væru erfiðir í framkvæmd hjá aðildarríkjum hans af pólitískum ástæðum. Davíð Þór vakti máls á þessu í erindi sínu á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í síðustu viku. Færri komust að en vildu á málþing Lagastofnunar Íslands og ljóst að almenningur hefur mikinn áhuga á að kynna sér nánar greiningar sérfræðinga í málaflokknum á þeirri stöðu sem nú er komin upp. Davíð Þór sagði að það sem væri mest um vert væri að Landsréttur fengi að starfa af fullum þunga. Það væri vandamálið sem blasti við okkur í dag. Hann vakti athygli á því að málið væri ekki flókið út frá þjóðréttarlegu sjónarmiði heldur væri flækjan fyrst og fremst á hinum pólitíska vettvangi á Íslandi. Davíð sagði í upphafi framsögu sinnar að dómurinn hefði komið sér verulega á óvart og eftir að hafa gaumgæft niðurstöðu meirihlutans sýndist honum að dómarar hefðu beitt mikilli lögfimi. Hann bendir á að Landsréttur hafi verið í ákveðnu slökkvistarfi síðan málið kom upp. Fari það svo að þeir fjórir dómarar, sem voru skipaðir ólöglega, þyrftu að víkja væri það ósanngjarnt gagnvart þeim sjálfum sem hefðu ekkert til sakar unnið annað en að sækja um starf sem þeir fengu. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. 19. mars 2019 14:25 Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. Þetta væri ekki í fyrsta skiptið sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefði kveðið upp dóma sem væru erfiðir í framkvæmd hjá aðildarríkjum hans af pólitískum ástæðum. Davíð Þór vakti máls á þessu í erindi sínu á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll í síðustu viku. Færri komust að en vildu á málþing Lagastofnunar Íslands og ljóst að almenningur hefur mikinn áhuga á að kynna sér nánar greiningar sérfræðinga í málaflokknum á þeirri stöðu sem nú er komin upp. Davíð Þór sagði að það sem væri mest um vert væri að Landsréttur fengi að starfa af fullum þunga. Það væri vandamálið sem blasti við okkur í dag. Hann vakti athygli á því að málið væri ekki flókið út frá þjóðréttarlegu sjónarmiði heldur væri flækjan fyrst og fremst á hinum pólitíska vettvangi á Íslandi. Davíð sagði í upphafi framsögu sinnar að dómurinn hefði komið sér verulega á óvart og eftir að hafa gaumgæft niðurstöðu meirihlutans sýndist honum að dómarar hefðu beitt mikilli lögfimi. Hann bendir á að Landsréttur hafi verið í ákveðnu slökkvistarfi síðan málið kom upp. Fari það svo að þeir fjórir dómarar, sem voru skipaðir ólöglega, þyrftu að víkja væri það ósanngjarnt gagnvart þeim sjálfum sem hefðu ekkert til sakar unnið annað en að sækja um starf sem þeir fengu.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. 19. mars 2019 14:25 Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. 19. mars 2019 06:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. 19. mars 2019 14:25
Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15
Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær. 19. mars 2019 06:15