Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. mars 2019 07:30 Garðar ásamt Norman Fowler, formælanda lávarðadeildarinnar, eftir að hann tók við viðurkenningunni fyrir snilli sína í brauðgerð. Matreiðslumeistarinn Garðar Agnarsson Hall hefur starfað við góðan orðstír sem kokkur í mötuneyti lávarðadeildar breska þingsins í rúm tvö ár. Svo góðan reyndar að í fyrradag var hann heiðraður fyrir brauðgerð sína sem hefur heldur betur slegið í gegn í Westminster. Viðurkenningin sem Garðar fékk er tilkomumikil, House of Lords priority awards fyrir framúrskarandi árangur í þróun og daglegri framreiðslu á fersku brauði. Þannig að segja má að hann sé eiginlega orðinn konunglegur brauðgerðarmaður. „Ég hef verið að reyna að poppa þetta aðeins upp með yfirkokknum og hluti af því var að knýja fram breytingar á brauðframboðinu,“ segir Garðar í samtali við Fréttablaðið eftir langan vinnudag. Merkilegt nokk er metnaðurinn í matseldinni í lávarðadeildinni ekki slíkur að herramannsmatur hafi verið daglegt brauð áður en Garðar tók til sinna ráða. „Við vorum kannski að selja þrjú eða fjögur brauð yfir daginn áður en seljum nú tólf til fimmtán þannig að þetta hefur slegið rækilega í gegn.“ Garðar segir brauðbyltinguna vera lið í því að uppfæra mötuneyti lávarðanna frá því „að vera svona miðlungs yfir í mjög gott“, og hann segist bjóða upp á allar tegundir brauðs; súrdeigs, ítölsk og hvað eina. „Raunverulega bara allan pakkann.“ Garðar gerir brauðin sjálfur frá grunni og þótt hann sé ekki bakari þá hafi brauðgerðin fylgt honum allar götur frá því hann byrjaði að kokka. Og þótt hann sé hógvær mjög að eðlisfari neitar Garðar því ekki að hann njóti nokkurra vinsælda og virðingar í Westminster. „Ég hef allavega fengið mikið klapp á bakið og það er ekki auðvelt að gera breytingar á svona stað. Það er langur vegur frá því. Þetta er mjög íhaldssamt umhverfi og maður hefur þurft að sýna smá þrautseigju.“ Vinsældir mötuneytisins hafa aukist jafnt og þétt eftir að Garðar bretti upp ermar að íslenskum hætti og gæðastöðlum. „Það eru allmargir lordar og barónessur sem nýta sér mötuneytið og traffíkin hefur aukist sennilega um 60-70% á einu ári eftir að við fórum að gera hlutina meira sjálf á staðnum. Það er smekkfullt alla daga frá morgni til kvölds en áður var það aðeins á miðvikudögum sem eru steikardagar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Matur Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fleiri fréttir Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Sjá meira
Matreiðslumeistarinn Garðar Agnarsson Hall hefur starfað við góðan orðstír sem kokkur í mötuneyti lávarðadeildar breska þingsins í rúm tvö ár. Svo góðan reyndar að í fyrradag var hann heiðraður fyrir brauðgerð sína sem hefur heldur betur slegið í gegn í Westminster. Viðurkenningin sem Garðar fékk er tilkomumikil, House of Lords priority awards fyrir framúrskarandi árangur í þróun og daglegri framreiðslu á fersku brauði. Þannig að segja má að hann sé eiginlega orðinn konunglegur brauðgerðarmaður. „Ég hef verið að reyna að poppa þetta aðeins upp með yfirkokknum og hluti af því var að knýja fram breytingar á brauðframboðinu,“ segir Garðar í samtali við Fréttablaðið eftir langan vinnudag. Merkilegt nokk er metnaðurinn í matseldinni í lávarðadeildinni ekki slíkur að herramannsmatur hafi verið daglegt brauð áður en Garðar tók til sinna ráða. „Við vorum kannski að selja þrjú eða fjögur brauð yfir daginn áður en seljum nú tólf til fimmtán þannig að þetta hefur slegið rækilega í gegn.“ Garðar segir brauðbyltinguna vera lið í því að uppfæra mötuneyti lávarðanna frá því „að vera svona miðlungs yfir í mjög gott“, og hann segist bjóða upp á allar tegundir brauðs; súrdeigs, ítölsk og hvað eina. „Raunverulega bara allan pakkann.“ Garðar gerir brauðin sjálfur frá grunni og þótt hann sé ekki bakari þá hafi brauðgerðin fylgt honum allar götur frá því hann byrjaði að kokka. Og þótt hann sé hógvær mjög að eðlisfari neitar Garðar því ekki að hann njóti nokkurra vinsælda og virðingar í Westminster. „Ég hef allavega fengið mikið klapp á bakið og það er ekki auðvelt að gera breytingar á svona stað. Það er langur vegur frá því. Þetta er mjög íhaldssamt umhverfi og maður hefur þurft að sýna smá þrautseigju.“ Vinsældir mötuneytisins hafa aukist jafnt og þétt eftir að Garðar bretti upp ermar að íslenskum hætti og gæðastöðlum. „Það eru allmargir lordar og barónessur sem nýta sér mötuneytið og traffíkin hefur aukist sennilega um 60-70% á einu ári eftir að við fórum að gera hlutina meira sjálf á staðnum. Það er smekkfullt alla daga frá morgni til kvölds en áður var það aðeins á miðvikudögum sem eru steikardagar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Matur Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fleiri fréttir Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Sjá meira