Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. mars 2019 06:15 Það gæti stefnt í átök um túlkun á verkfallsboðun. Fréttablaðið/Ernir Næsta lota verkfalla Eflingar og VR hefst á miðnætti að óbreyttu. Félögin munu þó eiga fund með Samtökum atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem það mun ráðast hvort sólarhringsverkfall muni hefjast á miðnætti. „Við mætum alltaf tilbúin til að hlusta. Þótt við séum í verkfallsaðgerðum komum við af fullri alvöru á slíka fundi. Mér finnst mjög mikilvægt að undirstrika það að verkfallsaðgerðir eru til þess að þrýsta á um að viðræður hefjist en ekki til að skemma fyrir þeim,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Efling og SA hafa ólíka skoðun á því til hvaða starfsmanna boðaðar aðgerðir myndu nákvæmlega ná til. SA leggur áherslu á að verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna þess félags sem boðar verkfallið. Þannig geti starfsmenn í öðrum stéttarfélögum sinnt sínum störfum. Efling telur hins vegar að verkfallsboðunin nái yfir alla hópbifreiðarstjóra á félagssvæði sínu þar sem félagið sé það eina sem hafi gildan kjarasamning fyrir þessa starfsstétt á því svæði. „Það getur vel verið að það sé fólk að vinna í þessum störfum sem er ranglega skráð í önnur félög. Við lítum svo á að þessi verkfallsboðun taki ekkert síður til þeirra. Þú ert ekki undanþeginn bara af því að þú ert rútubílstjóri sem er ranglega skráður í iðnaðarmannafélag til dæmis,“ segir Viðar. Í tilkynningu frá SA er bent á að rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyri það undir félagsdóm. Viðar segir viðbúið að aðilar muni láta reyna á þessa túlkun. „Við höfum okkar túlkun og munum vinna samkvæmt henni og beinum tilmælum til fólks eftir því.“ Björn Ragnarsson, forstjóri Reykjavík Excursions, segir að komi til verkfalls bílstjóra muni það hafa töluverð áhrif á þjónustu fyrirtækisins. „Við gerum ráð fyrir að þetta muni hafa töluverð áhrif á okkar dagsferðir og vorum búin að loka fyrir hluta af okkar dagsferðum. Það munu verða einhverjar raskanir og við náum ekki að sinna allri okkar þjónustu,“ segir Björn enn fremur. Hann segir að áhersla verði lögð á akstur til og frá Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert mikið meira en það sem við náum að sinna.“ Af um 200 bílstjórum fyrirtækisins eru um 30 sem eru í öðrum stéttarfélögum en VR eða Eflingu. Björn segir stjórnendur fyrirtækisins túlka þetta með sama hætti og SA, að þessir 30 séu ekki á leið í verkfall. Ætli Efling sér að sinna verkfallsvörslu miðað við sína túlkun þýði það auðvitað að starfsemin stöðvist en með því gæti Efling orðið skaðabótaskyld gagnvart farþegum sem misstu af flugi. Reykjavíkurborg hefur sent erindi til undanþágunefndar vegna aksturs skólabíla sem myndi að óbreyttu stöðvast á morgun. Niðurstaða málsins lá ekki fyrir í gær. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Næsta lota verkfalla Eflingar og VR hefst á miðnætti að óbreyttu. Félögin munu þó eiga fund með Samtökum atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem það mun ráðast hvort sólarhringsverkfall muni hefjast á miðnætti. „Við mætum alltaf tilbúin til að hlusta. Þótt við séum í verkfallsaðgerðum komum við af fullri alvöru á slíka fundi. Mér finnst mjög mikilvægt að undirstrika það að verkfallsaðgerðir eru til þess að þrýsta á um að viðræður hefjist en ekki til að skemma fyrir þeim,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Efling og SA hafa ólíka skoðun á því til hvaða starfsmanna boðaðar aðgerðir myndu nákvæmlega ná til. SA leggur áherslu á að verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna þess félags sem boðar verkfallið. Þannig geti starfsmenn í öðrum stéttarfélögum sinnt sínum störfum. Efling telur hins vegar að verkfallsboðunin nái yfir alla hópbifreiðarstjóra á félagssvæði sínu þar sem félagið sé það eina sem hafi gildan kjarasamning fyrir þessa starfsstétt á því svæði. „Það getur vel verið að það sé fólk að vinna í þessum störfum sem er ranglega skráð í önnur félög. Við lítum svo á að þessi verkfallsboðun taki ekkert síður til þeirra. Þú ert ekki undanþeginn bara af því að þú ert rútubílstjóri sem er ranglega skráður í iðnaðarmannafélag til dæmis,“ segir Viðar. Í tilkynningu frá SA er bent á að rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyri það undir félagsdóm. Viðar segir viðbúið að aðilar muni láta reyna á þessa túlkun. „Við höfum okkar túlkun og munum vinna samkvæmt henni og beinum tilmælum til fólks eftir því.“ Björn Ragnarsson, forstjóri Reykjavík Excursions, segir að komi til verkfalls bílstjóra muni það hafa töluverð áhrif á þjónustu fyrirtækisins. „Við gerum ráð fyrir að þetta muni hafa töluverð áhrif á okkar dagsferðir og vorum búin að loka fyrir hluta af okkar dagsferðum. Það munu verða einhverjar raskanir og við náum ekki að sinna allri okkar þjónustu,“ segir Björn enn fremur. Hann segir að áhersla verði lögð á akstur til og frá Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert mikið meira en það sem við náum að sinna.“ Af um 200 bílstjórum fyrirtækisins eru um 30 sem eru í öðrum stéttarfélögum en VR eða Eflingu. Björn segir stjórnendur fyrirtækisins túlka þetta með sama hætti og SA, að þessir 30 séu ekki á leið í verkfall. Ætli Efling sér að sinna verkfallsvörslu miðað við sína túlkun þýði það auðvitað að starfsemin stöðvist en með því gæti Efling orðið skaðabótaskyld gagnvart farþegum sem misstu af flugi. Reykjavíkurborg hefur sent erindi til undanþágunefndar vegna aksturs skólabíla sem myndi að óbreyttu stöðvast á morgun. Niðurstaða málsins lá ekki fyrir í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent