Hvað ef Georg Bjarnfreðarson sækir um? Baldvin Björgvinsson skrifar 21. mars 2019 07:57 Eins og alþjóð veit er Georg Bjarnfreðarson með fimm háskólagráður. Hann er meðal annars með gráðu í félagsfræði og sálfræði sem og uppeldis- og kennslufræði og hefur þar með leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Nú eru til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hugmyndir um eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum. Forysta grunnskólakennara hefur stutt breytingar á útgáfu leyfisbréfa þótt öllum megi vera ljóst að það eru einmitt þeir kennarar sem ættu að hafa hvað mestar áhyggjur af stöðu sinni. Eitt leyfisbréf þýðir einmitt að Georg Bjarnfreðarson gætið setið fyrir um allar kennarastöður í grunnskóla ef tekið er mið af þeim frumvarpsdrögum sem nú hafa verið kynnt almenningi. Grunnskólakennari, hvort sem hann væri með gamla B.Ed prófið eða M.Ed gráðu, ætti ekki möguleika í Georg. Þó svo skólastjórar virðist halda að nýtt leyfisbréf færi þeim meira vald yfir ráðningum í grunnskóla, gilda hér eftir sem hingað til stjórnsýslulög og lög um opinbera starfsmenn. Þar verða málefnaleg rök að liggja til grundvallar öllum ráðningum og almennt sitja þeir fyrir sem mesta hafa menntunina. Georg okkar Bjarnfreðarson hefur meiri menntun en flestir í félagsgreinum og ættu fáir grunnskólakennarar séns á móti honum. Eitt leyfisbréf mun væntanlega gera það að verkum að framhaldsskólakennarar hafa forgang fram yfir grunnskólakennara við ráðningar vegna langrar menntunar sinnar. Grunnskólakennarar eiga aftur á móti minni möguleika á starfi í framhaldsskóla þar sem þar eru áfram gerðar talsvert miklar kröfur um sérhæfingu. Grunnskólakennarar eiga litla möguleika á starfi í leikskóla nema búa yfir sérhæfingu í leikskólakennarafræðum á meðan leikskólakennarar geta auðveldlega gengið í stöður yngri barna kennslu í grunnskóla. Það er eins og það hafi skort rækilega rýni á nýjum frumvarpsdrögum af hálfu grunnskólakennara eins og sjá má af örstuttri umsögn þeirra í samráðsgátt stjórnvalda. Hefði sú rýni farið fram, má vera að forystunni hefði orðið ljóst hversu afdrifarík ný lög um eitt leyfisbréf geta orðið fyrir stétt grunnskólakennara.Höfundur er í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og alþjóð veit er Georg Bjarnfreðarson með fimm háskólagráður. Hann er meðal annars með gráðu í félagsfræði og sálfræði sem og uppeldis- og kennslufræði og hefur þar með leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Nú eru til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hugmyndir um eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum. Forysta grunnskólakennara hefur stutt breytingar á útgáfu leyfisbréfa þótt öllum megi vera ljóst að það eru einmitt þeir kennarar sem ættu að hafa hvað mestar áhyggjur af stöðu sinni. Eitt leyfisbréf þýðir einmitt að Georg Bjarnfreðarson gætið setið fyrir um allar kennarastöður í grunnskóla ef tekið er mið af þeim frumvarpsdrögum sem nú hafa verið kynnt almenningi. Grunnskólakennari, hvort sem hann væri með gamla B.Ed prófið eða M.Ed gráðu, ætti ekki möguleika í Georg. Þó svo skólastjórar virðist halda að nýtt leyfisbréf færi þeim meira vald yfir ráðningum í grunnskóla, gilda hér eftir sem hingað til stjórnsýslulög og lög um opinbera starfsmenn. Þar verða málefnaleg rök að liggja til grundvallar öllum ráðningum og almennt sitja þeir fyrir sem mesta hafa menntunina. Georg okkar Bjarnfreðarson hefur meiri menntun en flestir í félagsgreinum og ættu fáir grunnskólakennarar séns á móti honum. Eitt leyfisbréf mun væntanlega gera það að verkum að framhaldsskólakennarar hafa forgang fram yfir grunnskólakennara við ráðningar vegna langrar menntunar sinnar. Grunnskólakennarar eiga aftur á móti minni möguleika á starfi í framhaldsskóla þar sem þar eru áfram gerðar talsvert miklar kröfur um sérhæfingu. Grunnskólakennarar eiga litla möguleika á starfi í leikskóla nema búa yfir sérhæfingu í leikskólakennarafræðum á meðan leikskólakennarar geta auðveldlega gengið í stöður yngri barna kennslu í grunnskóla. Það er eins og það hafi skort rækilega rýni á nýjum frumvarpsdrögum af hálfu grunnskólakennara eins og sjá má af örstuttri umsögn þeirra í samráðsgátt stjórnvalda. Hefði sú rýni farið fram, má vera að forystunni hefði orðið ljóst hversu afdrifarík ný lög um eitt leyfisbréf geta orðið fyrir stétt grunnskólakennara.Höfundur er í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar