Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. mars 2019 10:21 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, á fundinum í morgun. vísir/vilhelm Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan slíkt er gert frá árinu 2009. Í viðtali við Vísi daginn eftir tók aðalvarðstjóri lögreglu ekki undir það að lögreglan hafi beitt harðræði og sagði hann þjóðerni mótmælenda engu skipta. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur mánuð til að greina erindið og senda það áfram til meðferðar hjá réttu embætti. Það embætti sem fær málið til meðferðar hefur síðan þrjá mánuði til að bregðast við. Þegar embættið hefur síðan brugðist við kvörtuninni eða eftir atvikum kæru, þá ef mál fer til saksóknara, ber að upplýsa nefndina um niðurstöðuna. Nefndin fær þá málið aftur til sín og fer yfir það. Hún getur þá, ef tilefni er til, komið að óbindandi tilmælum eða ábendingum um það sem betur má fara. Þannig er minnsti málsmeðferðartími fjórir mánuðir. Á fundinum kom fram að nefndin myndi geta staðið við að greina málið og senda það áfram innan mánaðar.Uppfært klukkan 11:38: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefði fjóra mánuði til að greina málið. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24 Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan slíkt er gert frá árinu 2009. Í viðtali við Vísi daginn eftir tók aðalvarðstjóri lögreglu ekki undir það að lögreglan hafi beitt harðræði og sagði hann þjóðerni mótmælenda engu skipta. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur mánuð til að greina erindið og senda það áfram til meðferðar hjá réttu embætti. Það embætti sem fær málið til meðferðar hefur síðan þrjá mánuði til að bregðast við. Þegar embættið hefur síðan brugðist við kvörtuninni eða eftir atvikum kæru, þá ef mál fer til saksóknara, ber að upplýsa nefndina um niðurstöðuna. Nefndin fær þá málið aftur til sín og fer yfir það. Hún getur þá, ef tilefni er til, komið að óbindandi tilmælum eða ábendingum um það sem betur má fara. Þannig er minnsti málsmeðferðartími fjórir mánuðir. Á fundinum kom fram að nefndin myndi geta staðið við að greina málið og senda það áfram innan mánaðar.Uppfært klukkan 11:38: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefði fjóra mánuði til að greina málið. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt.
Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24 Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24
Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45
Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15
Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15