Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 06:41 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) ásamt fulltrúum SAF á BSÍ í morgunsárið. Vísir/Jóhann K. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar, sem fréttastofa hefur rætt við í morgun, hafa ekki orðið varir við verkfallsverði frá stéttarfélögunum VR og Eflingu það sem af er morgni. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir verkfallið ekki ná til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR.Starfsmenn tuga hótela og rútubílstjórar sem eru félagsmenn í Eflingu og VR lögðu niður störf á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólahring og er sagt ná til rúmlega tvö þúsund félagsmanna. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri kynnisferða var staddur á Umferðarmiðstöðinni BSÍ klukkan fjögur í morgun. Á þeim tímapunkti var akstur Kynnisferða upp á Keflavíkurflugvöll hafinn. Aðspurður sagðist Björn ekki líta svo á að fyrirtækið væri að brjóta verkfallslög en nokkur ágreiningur hefur verið á milli stéttarfélaganna og atvinnurekenda um það hverjir eigi að fara í verkfall. „Nei, við lítum svo á að verkfallið nái til félaga í VR og Eflingu og hjá okkur eru bílstjórar sem eru ekki í þessum stéttarfélögum og þeir mega vinna sína vinnu að mati okkar lögmanna. Og þeir hafa fengið þær upplýsingar frá sínum stéttarfélögum, þannig að þeir vinna.“Rútur lögðu af stað frá BSÍ í morgun. Ljóst er þó að þjónusta verður skert í dag.Vísir/Jói K.Inntur eftir því hvort verkfallsverðir hafi reynt að stöðva störf starfsmanna segir Björn svo ekki vera. „Nei, ekki eins og er. Við höfum verið óáreitt hérna í morgun og það hefur allt gengið vel.“ Hið sama var uppi á teningnum á þeim stöðum sem fréttastofa hefur heimsótt í morgun. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki orðið varir við verkfallsverði á vegum stéttarfélaganna og hafa starfsmenn og stjórnendur unnið óáreittir. Björn vonaðist til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig og að áætlun sem lagt var upp með haldist. Töluverð röskun verður á starfsemi Kynnisferða vegna verkfallsins en fimmtán bílstjórar eru á vaktinni í dag. „Það lögðu niður störf um 50 manns sem hefðu verið á vaktinni í dag. Þannig að við lögðum töluvert mikið, erum að draga saman flugrútuaksturinn, erum ekki að sinna „pikköppum“ á hótelum og svo erum við ekki að sinna dagsferðum af neinu viti.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar, sem fréttastofa hefur rætt við í morgun, hafa ekki orðið varir við verkfallsverði frá stéttarfélögunum VR og Eflingu það sem af er morgni. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir verkfallið ekki ná til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR.Starfsmenn tuga hótela og rútubílstjórar sem eru félagsmenn í Eflingu og VR lögðu niður störf á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólahring og er sagt ná til rúmlega tvö þúsund félagsmanna. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri kynnisferða var staddur á Umferðarmiðstöðinni BSÍ klukkan fjögur í morgun. Á þeim tímapunkti var akstur Kynnisferða upp á Keflavíkurflugvöll hafinn. Aðspurður sagðist Björn ekki líta svo á að fyrirtækið væri að brjóta verkfallslög en nokkur ágreiningur hefur verið á milli stéttarfélaganna og atvinnurekenda um það hverjir eigi að fara í verkfall. „Nei, við lítum svo á að verkfallið nái til félaga í VR og Eflingu og hjá okkur eru bílstjórar sem eru ekki í þessum stéttarfélögum og þeir mega vinna sína vinnu að mati okkar lögmanna. Og þeir hafa fengið þær upplýsingar frá sínum stéttarfélögum, þannig að þeir vinna.“Rútur lögðu af stað frá BSÍ í morgun. Ljóst er þó að þjónusta verður skert í dag.Vísir/Jói K.Inntur eftir því hvort verkfallsverðir hafi reynt að stöðva störf starfsmanna segir Björn svo ekki vera. „Nei, ekki eins og er. Við höfum verið óáreitt hérna í morgun og það hefur allt gengið vel.“ Hið sama var uppi á teningnum á þeim stöðum sem fréttastofa hefur heimsótt í morgun. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki orðið varir við verkfallsverði á vegum stéttarfélaganna og hafa starfsmenn og stjórnendur unnið óáreittir. Björn vonaðist til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig og að áætlun sem lagt var upp með haldist. Töluverð röskun verður á starfsemi Kynnisferða vegna verkfallsins en fimmtán bílstjórar eru á vaktinni í dag. „Það lögðu niður störf um 50 manns sem hefðu verið á vaktinni í dag. Þannig að við lögðum töluvert mikið, erum að draga saman flugrútuaksturinn, erum ekki að sinna „pikköppum“ á hótelum og svo erum við ekki að sinna dagsferðum af neinu viti.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11