Brennivín úr matarleifum meðal sigurvegara hönnunarverðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2019 15:00 Björn Steinar Blumenstein vinnur til verðlauna hjá Grapevine. Mynd/Art Bicnick Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine voru tilkynnt í dag, en á meðal sigurvegara er fatahönnuðurinn Anita Hirlekar og verslunin Fischer. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum en það eru besta fatahönnunin, besta vara ársins, vörulína ársins og svo verkefni ársins, sem kallast „Catch of the day“. Þar fer hugvitsmaðurinn Björn Steinar Blumenstein á milli ruslagáma og týnir til matvæli sem verslanir hafa fleygt í ruslið. Matinn notar hann til þess að eima sterk brennivín. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að nýta það sem fellur til í verksmiðjuframleiðslu nútímans. Þá sigruðu svokallaðir Mínútustjakar í flokknum vara ársins, en það eru þær Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir sem starfrækja Stúdíó Flétta, sem framleiða vöruna. Hugmyndin er að fjöldaframleiða einfalda kertastjaka úr leir á eins skömmum tíma og mögulegt er sem og á náttúruvænan hátt. Stjakarnir bera þess kannski merki að hafa verið gerðir á skömmum tíma, en gagnrýnin er hnífskörp, og afhjúpar iðnað sem mætti líta sér nær þegar kemur að hráefnum og vinnu. Verslunin Fischer, Lilja, Inga og Sigurrós Birgisdætur er viðurkenndar fyrir Vörulínu ársins. Þá er Aníta Hirlekar viðurkennd fyrir fatahönnun. Verðlaunin verða afhent í Ásmundarsal í dag klukkan 17 og eru allir velkomnir.Verðlaunahafar Hönnunarverðlauna Grapevine.Mynd/Art Bicnick Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine voru tilkynnt í dag, en á meðal sigurvegara er fatahönnuðurinn Anita Hirlekar og verslunin Fischer. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum en það eru besta fatahönnunin, besta vara ársins, vörulína ársins og svo verkefni ársins, sem kallast „Catch of the day“. Þar fer hugvitsmaðurinn Björn Steinar Blumenstein á milli ruslagáma og týnir til matvæli sem verslanir hafa fleygt í ruslið. Matinn notar hann til þess að eima sterk brennivín. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að nýta það sem fellur til í verksmiðjuframleiðslu nútímans. Þá sigruðu svokallaðir Mínútustjakar í flokknum vara ársins, en það eru þær Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir sem starfrækja Stúdíó Flétta, sem framleiða vöruna. Hugmyndin er að fjöldaframleiða einfalda kertastjaka úr leir á eins skömmum tíma og mögulegt er sem og á náttúruvænan hátt. Stjakarnir bera þess kannski merki að hafa verið gerðir á skömmum tíma, en gagnrýnin er hnífskörp, og afhjúpar iðnað sem mætti líta sér nær þegar kemur að hráefnum og vinnu. Verslunin Fischer, Lilja, Inga og Sigurrós Birgisdætur er viðurkenndar fyrir Vörulínu ársins. Þá er Aníta Hirlekar viðurkennd fyrir fatahönnun. Verðlaunin verða afhent í Ásmundarsal í dag klukkan 17 og eru allir velkomnir.Verðlaunahafar Hönnunarverðlauna Grapevine.Mynd/Art Bicnick
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira