Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2019 21:04 Skýrslu Roberts Mueller virðist hafa verið skilað í dag. Vísir/EPA Robert Mueller, sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur skilað William Barr, dómsmálaráðherra, lokaskýrslu um rannsókn sína á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump forseta við Rússa og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Ráðherrann segist jafnvel ætla að upplýsa þingmenn um helstu niðurstöður Mueller þegar um helgina. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur fengið tilkynningu um að hún megi eiga von á staðfestingu á því að Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi skilað dómsmálaráðherra skýrslu sinni um rannsóknina í dag. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.Washington Post segir að talsmaður dómsmálaráðuneytisins hafi staðfest að Mueller hafi skilað lokaskýrslu sinni. Búist sé við því að William Barr, dómsmálaráðherra, gefi þingmönnum skýrslu um niðurstöður Mueller á næstu dögum. „Ég gæti verið í aðstöðu til að upplýsa ykkur um aðalniðurstöður sérstaka rannsakandans svo fljótt sem um helgina,“ hefur New York Times upp úr bréfi sem Barr sendi formönnum dómsmálanefnda beggja deilda Bandaríkjaþings. Þar segir hann jafnframt að yfiboðarar Mueller hjá ráðuneytinu hafi aldrei bannað honum að grípa til neinna aðgerða í rannsókn sinni. Einnig er haft eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að Mueller sé ekki með fleiri ákærur í farvatninu. Það þýðir að líkindum að Trump forseti verður ekki ákærður fyrir möguleg brot. Trump gaf saksóknurum Mueller aldrei skýrslu heldur sendu lögmenn hans aðeins skrifleg svör við spurningum. Mueller, sem er fyrrum forstjóri FBI, hefur stýrt rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 frá því í maí árið 2017. Rannsóknin beinist einnig að því hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar. Talsmaður embættisins segir að Mueller láti af störfum á næstu dögum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir næstu skref séu í höndum Barr. Hvíta húsið hafi ekki fengið að vita um niðurstöður Mueller-skýrslunnar. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir að krafa þeirra sé að lögmenn forsetans fái að sjá skýrsluna áður en hún verður birt opinberlega. Þeir hafi þó ekki fengið neinar tryggingar fyrir því, að sögn AP-fréttastofunnar.The next steps are up to Attorney General Barr, and we look forward to the process taking its course. The White House has not received or been briefed on the Special Counsel's report.— Sarah Sanders (@PressSec) March 22, 2019 34 verið ákærðir, þar á meðal sex ráðgjafar og bandamenn Trump Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa áður lýst því yfir að þeir ætli að krefjast þess að skýrsla Mueller verði birt í heild sinni. Þeir muni nota valdheimildir sínar til að gefa út stefnur til að fylgja þeirri kröfu eftir. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sögðu nauðsynlegt að Barr birti skýrslun alla opinberlega í sameiginlegri yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í kvöld. Þrátt fyrir að skýrslunni hafi verið skilað er enn ekki ljóst hvort efni hennar verður gert opinbert og þá að hversu miklu leyti. Það er í höndum ráðherrans. Trump skipaði Barr í embætti dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári. Í skýrslunni á Mueller að gera grein fyrir ákvörðunum sínum um hverjir voru ákærðir, hverjir voru rannsakaðir en ekki ákærðir og hvers vegna. Rannsóknin á tilraunum rússneskra stjórnvalda til afskipta af forsetakosningnum vestanhafs og mögulegu samráði við framboð Trump hófst hjá alríkislögreglunni FBI árið 2016. Eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í maí árið 2017 var Mueller skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins og falin stjórn á rannsókninni. Alls hefur rannsókn Mueller leitt til þess að 34 einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal sex fyrrverandi bandamenn og ráðgjafar Trump. Þeirra á meðal eru kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri, þjóðaröryggisráðgjafi, persónulegur lögmaður og utanríkisráðgjafi framboðs hans. Trump hefur gagnrýnt rannsóknina linnulaust frá því að hún hófst og hefur sakað alríkislögregluna og dómsmálaráðuneytið um nornaveiðar gegn sér. Ítrekað hefur hann fullyrt að ekkert samráð hafi átt sér stað við útsendara Rússa. Engu að síður sagði forsetinn á dögunum að það væri honum ekki á móti skapi ef efni skýrslu Mueller yrði gert opinbert. Ólíklegt hefur verið talið að Trump verði ákærður fyrir glæp, óháð því hverjar niðurstöðu Mueller eru. Lögfræðiálit dómsmálaráðuneytisins hefur verið það að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Barr dómsmálaráðherra er sagður aðhyllast þá skoðun. Bandaríkjaþing gæti engu að síður kært Trump fyrir embættisbrot. Einfaldan meirihluta þarf til að kæra forseta í fulltrúadeildinni þar sem demókratar hafa meirihluta. Aukinn meirihluta þarf hins vegar í öldungadeildinni sem tekur afstöðu til sektar eða sýknu. Bill Clinton var síðastur Bandaríkjaforseta til að vera kærður fyrir embættisbrot í þinginu, þá fyrir meinsæri og hindrun á framgangi réttvísinnar. Hann var sýknaður árið 1999. Líklegt er þannig talið að demókratar muni nota upplýsingar úr Mueller-skýrslunni til að hefja eigin rannsóknir á Trump og ríkisstjórn hans í krafti rannsóknarheimilda þingnefnda sem þeir stýra í fulltrúadeildinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Robert Mueller, sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur skilað William Barr, dómsmálaráðherra, lokaskýrslu um rannsókn sína á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump forseta við Rússa og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Ráðherrann segist jafnvel ætla að upplýsa þingmenn um helstu niðurstöður Mueller þegar um helgina. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur fengið tilkynningu um að hún megi eiga von á staðfestingu á því að Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi skilað dómsmálaráðherra skýrslu sinni um rannsóknina í dag. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.Washington Post segir að talsmaður dómsmálaráðuneytisins hafi staðfest að Mueller hafi skilað lokaskýrslu sinni. Búist sé við því að William Barr, dómsmálaráðherra, gefi þingmönnum skýrslu um niðurstöður Mueller á næstu dögum. „Ég gæti verið í aðstöðu til að upplýsa ykkur um aðalniðurstöður sérstaka rannsakandans svo fljótt sem um helgina,“ hefur New York Times upp úr bréfi sem Barr sendi formönnum dómsmálanefnda beggja deilda Bandaríkjaþings. Þar segir hann jafnframt að yfiboðarar Mueller hjá ráðuneytinu hafi aldrei bannað honum að grípa til neinna aðgerða í rannsókn sinni. Einnig er haft eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að Mueller sé ekki með fleiri ákærur í farvatninu. Það þýðir að líkindum að Trump forseti verður ekki ákærður fyrir möguleg brot. Trump gaf saksóknurum Mueller aldrei skýrslu heldur sendu lögmenn hans aðeins skrifleg svör við spurningum. Mueller, sem er fyrrum forstjóri FBI, hefur stýrt rannsókn á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 frá því í maí árið 2017. Rannsóknin beinist einnig að því hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar. Talsmaður embættisins segir að Mueller láti af störfum á næstu dögum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir næstu skref séu í höndum Barr. Hvíta húsið hafi ekki fengið að vita um niðurstöður Mueller-skýrslunnar. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segir að krafa þeirra sé að lögmenn forsetans fái að sjá skýrsluna áður en hún verður birt opinberlega. Þeir hafi þó ekki fengið neinar tryggingar fyrir því, að sögn AP-fréttastofunnar.The next steps are up to Attorney General Barr, and we look forward to the process taking its course. The White House has not received or been briefed on the Special Counsel's report.— Sarah Sanders (@PressSec) March 22, 2019 34 verið ákærðir, þar á meðal sex ráðgjafar og bandamenn Trump Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa áður lýst því yfir að þeir ætli að krefjast þess að skýrsla Mueller verði birt í heild sinni. Þeir muni nota valdheimildir sínar til að gefa út stefnur til að fylgja þeirri kröfu eftir. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sögðu nauðsynlegt að Barr birti skýrslun alla opinberlega í sameiginlegri yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í kvöld. Þrátt fyrir að skýrslunni hafi verið skilað er enn ekki ljóst hvort efni hennar verður gert opinbert og þá að hversu miklu leyti. Það er í höndum ráðherrans. Trump skipaði Barr í embætti dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári. Í skýrslunni á Mueller að gera grein fyrir ákvörðunum sínum um hverjir voru ákærðir, hverjir voru rannsakaðir en ekki ákærðir og hvers vegna. Rannsóknin á tilraunum rússneskra stjórnvalda til afskipta af forsetakosningnum vestanhafs og mögulegu samráði við framboð Trump hófst hjá alríkislögreglunni FBI árið 2016. Eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í maí árið 2017 var Mueller skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins og falin stjórn á rannsókninni. Alls hefur rannsókn Mueller leitt til þess að 34 einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal sex fyrrverandi bandamenn og ráðgjafar Trump. Þeirra á meðal eru kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri, þjóðaröryggisráðgjafi, persónulegur lögmaður og utanríkisráðgjafi framboðs hans. Trump hefur gagnrýnt rannsóknina linnulaust frá því að hún hófst og hefur sakað alríkislögregluna og dómsmálaráðuneytið um nornaveiðar gegn sér. Ítrekað hefur hann fullyrt að ekkert samráð hafi átt sér stað við útsendara Rússa. Engu að síður sagði forsetinn á dögunum að það væri honum ekki á móti skapi ef efni skýrslu Mueller yrði gert opinbert. Ólíklegt hefur verið talið að Trump verði ákærður fyrir glæp, óháð því hverjar niðurstöðu Mueller eru. Lögfræðiálit dómsmálaráðuneytisins hefur verið það að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Barr dómsmálaráðherra er sagður aðhyllast þá skoðun. Bandaríkjaþing gæti engu að síður kært Trump fyrir embættisbrot. Einfaldan meirihluta þarf til að kæra forseta í fulltrúadeildinni þar sem demókratar hafa meirihluta. Aukinn meirihluta þarf hins vegar í öldungadeildinni sem tekur afstöðu til sektar eða sýknu. Bill Clinton var síðastur Bandaríkjaforseta til að vera kærður fyrir embættisbrot í þinginu, þá fyrir meinsæri og hindrun á framgangi réttvísinnar. Hann var sýknaður árið 1999. Líklegt er þannig talið að demókratar muni nota upplýsingar úr Mueller-skýrslunni til að hefja eigin rannsóknir á Trump og ríkisstjórn hans í krafti rannsóknarheimilda þingnefnda sem þeir stýra í fulltrúadeildinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira