Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2019 23:45 Robert Mueller og Donald Trump. Vísir/GETTY/AP Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er lokið, tæpum tveimur árum eftir að hann tók við henni. Fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjórar hans og hópur Rússa eru á meðal á fjórða tug einstaklinga sem Mueller ákærði í rannsókninni. Dómsmálaráðuneytið staðfesti í kvöld að Mueller hefði skilað trúnaðarskýrslu um rannsókn sína í dag. William Barr, dómsmálaráðherra, segist jafnvel ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður hans um helgina. Talsmaður embættis sérstaka rannsakandans segir að hann láti af störfum á næstu dögum. Það fellur í skaut Barr að ákveða hvort og hversu mikið af skýrslunni verður gert opinbert. Trump forseti hefur ítrekað lýst Rússarannsókninni svonefndu sem nornaveiðum. Hún beinist að því hvort að framboð hans fyrir forsetakosningarnar árið 2016 hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á úrslit þeirra. Einnig rannsakaði Mueller hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. Brottrekstur Comey var ástæða þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni sem hófst þegar árið 2016. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir embættismanni dómsmálaráðuneytisins að Mueller ætli sér ekki að ákæra fleiri og því virðist Trump forseti vera óhultur fyrir saksókn af hálfu sérstaka rannsakandans. Hér á eftir fer listi yfir þá helstu sem Mueller hefur ákært undanfarna tuttugu og tvo mánuði. Listinn byggir á samantekt Vox.Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta.Getty/Andrew HarrerPaul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump Manafort var ákærður í tuttugu og fimm liðum í tveimur málum, þar á meðal fyrir skattsvik, peningaþvætti, bankasvik og að hafa ekki greint stjórnvöldum frá því að hann starfaði sem útsendari erlends ríkis. Brot hans tengjast ekki meintu samráði við Rússa með beinum hætti heldur störfum hans sem málafylgjumaður fyrir fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu. Manafort hefur verið dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi og gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu í New York-ríki.Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri Trump Gates var viðskiptafélagi Manafort og hélt áfram störfum fyrir framboðið eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun í Úkraínu. Gates vann með saksóknurum og gerði sátt þar sem hann játaði sig sekan um að ljúga að alríkislögreglunni.George Papadopoulous, utanríkisráðgjafi framboðsins Papdopoulos var lítt þekktur áður en hann var ásamt Manafort og Gates sá fyrsti sem var ákærður í rannsókn Mueller. Hann játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneska einstaklinga.Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.AP/Carolyn KasterMichael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við sendiherra Rússa og hefur unnið með saksóknurum. Hann var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump en hrökklaðist frá eftir aðeins um mánuð í starfi.Þrettán Rússar og þrjú rússnesk fyrirtækiRannsókn Mueller beindist einnig að tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Hann afhjúpaði áróðursherferð Rússa sem var rekin í gegnum fyrirtæki eins og Internetrannsóknastofnunina sem nefnd hafa verið „rússneska tröllaverksmiðjan“. Starfsmenn hennar dældu út áróðri sem var ætlað að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi.Tólf rússneskir leyniþjónustumenn. Þeir voru ákærðir fyrir glæpi sem tengjast því þegar brotist var inn í tölvupósta Demókrataflokksins og þeim lekið árið 2016.Michael Cohen hefur unnið með saksóknurum. Hann lýsti Trump sem svikahrappi og rasista þegar hann kom fyrir þingnefnd á dögunum.AP/Manuel Balce CenetaMichael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump Saksóknarar Mueller ákærðu Cohen ekki sjálfir heldur vísuðu máli hans til saksóknara í New York-ríki. Hann játaði sig sekan um átta brot í ágúst í fyrra, þar á meðal skatt- og bankasvik, auk kosningalagabrota sem hann fullyrðir að hafi verið að skipan Trump. Cohen hefur unnið með saksóknurum en á að hefja afplánun þriggja ára fangelsisdóm á næstu vikum. Eftir að hafa um árabil verið maðurinn sem lét vandamál Trump hverfa hefur Cohen snúist harkalega gegn forsetanum. Í vitnisburði hjá þingnefnd í febrúar lýsti hann Trump sem rasista og svikahrappi.Roger Stone, formlegur og óformlegur ráðgjafi Trump Einn skrautlegasti bandamaður Trump sem blandaðist í rannsóknina er Roger Stone, pólitískur klækjarefur Repúblikanaflokksins til áratuga. Mueller ákærði hann fyrir að ljúga að bandarískri þingnefnd um tilraunir hans til að komast í samband við uppljóstranavefinn Wikileaks sem lak tölvupóstum demókrata. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitnis. Stone, sem vann meðal annars fyrir endurkjörnefnd Richards Nixon og er með húðflúr af forsetanum fyrrverandi á herðunum, hefur neitað allri sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er lokið, tæpum tveimur árum eftir að hann tók við henni. Fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjórar hans og hópur Rússa eru á meðal á fjórða tug einstaklinga sem Mueller ákærði í rannsókninni. Dómsmálaráðuneytið staðfesti í kvöld að Mueller hefði skilað trúnaðarskýrslu um rannsókn sína í dag. William Barr, dómsmálaráðherra, segist jafnvel ætla að kynna þingmönnum helstu niðurstöður hans um helgina. Talsmaður embættis sérstaka rannsakandans segir að hann láti af störfum á næstu dögum. Það fellur í skaut Barr að ákveða hvort og hversu mikið af skýrslunni verður gert opinbert. Trump forseti hefur ítrekað lýst Rússarannsókninni svonefndu sem nornaveiðum. Hún beinist að því hvort að framboð hans fyrir forsetakosningarnar árið 2016 hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á úrslit þeirra. Einnig rannsakaði Mueller hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. Brottrekstur Comey var ástæða þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni sem hófst þegar árið 2016. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir embættismanni dómsmálaráðuneytisins að Mueller ætli sér ekki að ákæra fleiri og því virðist Trump forseti vera óhultur fyrir saksókn af hálfu sérstaka rannsakandans. Hér á eftir fer listi yfir þá helstu sem Mueller hefur ákært undanfarna tuttugu og tvo mánuði. Listinn byggir á samantekt Vox.Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trumps Bandaríkjaforseta.Getty/Andrew HarrerPaul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump Manafort var ákærður í tuttugu og fimm liðum í tveimur málum, þar á meðal fyrir skattsvik, peningaþvætti, bankasvik og að hafa ekki greint stjórnvöldum frá því að hann starfaði sem útsendari erlends ríkis. Brot hans tengjast ekki meintu samráði við Rússa með beinum hætti heldur störfum hans sem málafylgjumaður fyrir fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu. Manafort hefur verið dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi og gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu í New York-ríki.Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri Trump Gates var viðskiptafélagi Manafort og hélt áfram störfum fyrir framboðið eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun í Úkraínu. Gates vann með saksóknurum og gerði sátt þar sem hann játaði sig sekan um að ljúga að alríkislögreglunni.George Papadopoulous, utanríkisráðgjafi framboðsins Papdopoulos var lítt þekktur áður en hann var ásamt Manafort og Gates sá fyrsti sem var ákærður í rannsókn Mueller. Hann játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við rússneska einstaklinga.Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.AP/Carolyn KasterMichael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við sendiherra Rússa og hefur unnið með saksóknurum. Hann var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump en hrökklaðist frá eftir aðeins um mánuð í starfi.Þrettán Rússar og þrjú rússnesk fyrirtækiRannsókn Mueller beindist einnig að tilraunum rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Hann afhjúpaði áróðursherferð Rússa sem var rekin í gegnum fyrirtæki eins og Internetrannsóknastofnunina sem nefnd hafa verið „rússneska tröllaverksmiðjan“. Starfsmenn hennar dældu út áróðri sem var ætlað að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi.Tólf rússneskir leyniþjónustumenn. Þeir voru ákærðir fyrir glæpi sem tengjast því þegar brotist var inn í tölvupósta Demókrataflokksins og þeim lekið árið 2016.Michael Cohen hefur unnið með saksóknurum. Hann lýsti Trump sem svikahrappi og rasista þegar hann kom fyrir þingnefnd á dögunum.AP/Manuel Balce CenetaMichael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump Saksóknarar Mueller ákærðu Cohen ekki sjálfir heldur vísuðu máli hans til saksóknara í New York-ríki. Hann játaði sig sekan um átta brot í ágúst í fyrra, þar á meðal skatt- og bankasvik, auk kosningalagabrota sem hann fullyrðir að hafi verið að skipan Trump. Cohen hefur unnið með saksóknurum en á að hefja afplánun þriggja ára fangelsisdóm á næstu vikum. Eftir að hafa um árabil verið maðurinn sem lét vandamál Trump hverfa hefur Cohen snúist harkalega gegn forsetanum. Í vitnisburði hjá þingnefnd í febrúar lýsti hann Trump sem rasista og svikahrappi.Roger Stone, formlegur og óformlegur ráðgjafi Trump Einn skrautlegasti bandamaður Trump sem blandaðist í rannsóknina er Roger Stone, pólitískur klækjarefur Repúblikanaflokksins til áratuga. Mueller ákærði hann fyrir að ljúga að bandarískri þingnefnd um tilraunir hans til að komast í samband við uppljóstranavefinn Wikileaks sem lak tölvupóstum demókrata. Þá er hann sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitnis. Stone, sem vann meðal annars fyrir endurkjörnefnd Richards Nixon og er með húðflúr af forsetanum fyrrverandi á herðunum, hefur neitað allri sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04