Flokki gegn vegtollum vex ásmegin í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2019 08:15 Af heimasíðu Borgarahreyfingar gegn veggjöldum í Noregi. Mynd/Folkeaksjonen NEI til mer bompenger. Stjórnmálaflokkur sem berst gegn vegtollum í Noregi gæti komist í oddaaðstöðu í borgarstjórn Björgvinjar í sveitarstjórnarkosningum í haust, miðað við nýja fylgiskönnun. Veggjaldaandstæðingar mælast með sjö prósenta fylgi og kæmu að fimm borgarfulltrúum í næst stærstu borg landsins, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir VG og Bergens Tidende. Borgarahreyfingin gegn meiri veggjöldum, eða „Folkeaksjonen NEI til mer bompenger“ var stofnuð í Stafangri fyrir fimm árum og náði þá strax inn þremur borgarfulltrúum í kosningunum 2015. Núna undirbýr flokkurinn framboð í fjölda fylkja og borga í Noregi í komandi fylkis- og sveitarstjórnarkosningum þann 9. september og hótar að bjóða fram í þingkosningum á næsta ári. Í stefnuyfirlýsingu flokksins segir að hann berjist fyrir því að afnema veggjöld sem fjármögnunarleið. Innviðir séu samfélagslegt verkefni og því sé það á ábyrgð hins opinbera og lögbundið hlutverk þess að fjármagna vegagerð. Flokkurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mótmælaaðgerðum í borgum Noregs undir kjörorðunum „Nú er nóg komið“. Stærsta dagblað Noregs, VG, skýrði frá aðgerðum síðastliðið sumar undir fyrirsögninni „Vegtollauppreisn um allt land“, sagði fjölskyldur mótmæla auknum heimilisútgjöldum, sem næmu tugþúsundum króna á ári, en þá lokuðu andstæðingar meðal annars umferðaræðum í Stafangri. Alþingi Hvalfjarðargöng Noregur Samgöngur Vaðlaheiðargöng Vegtollar Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29. janúar 2019 19:30 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Stjórnmálaflokkur sem berst gegn vegtollum í Noregi gæti komist í oddaaðstöðu í borgarstjórn Björgvinjar í sveitarstjórnarkosningum í haust, miðað við nýja fylgiskönnun. Veggjaldaandstæðingar mælast með sjö prósenta fylgi og kæmu að fimm borgarfulltrúum í næst stærstu borg landsins, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir VG og Bergens Tidende. Borgarahreyfingin gegn meiri veggjöldum, eða „Folkeaksjonen NEI til mer bompenger“ var stofnuð í Stafangri fyrir fimm árum og náði þá strax inn þremur borgarfulltrúum í kosningunum 2015. Núna undirbýr flokkurinn framboð í fjölda fylkja og borga í Noregi í komandi fylkis- og sveitarstjórnarkosningum þann 9. september og hótar að bjóða fram í þingkosningum á næsta ári. Í stefnuyfirlýsingu flokksins segir að hann berjist fyrir því að afnema veggjöld sem fjármögnunarleið. Innviðir séu samfélagslegt verkefni og því sé það á ábyrgð hins opinbera og lögbundið hlutverk þess að fjármagna vegagerð. Flokkurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mótmælaaðgerðum í borgum Noregs undir kjörorðunum „Nú er nóg komið“. Stærsta dagblað Noregs, VG, skýrði frá aðgerðum síðastliðið sumar undir fyrirsögninni „Vegtollauppreisn um allt land“, sagði fjölskyldur mótmæla auknum heimilisútgjöldum, sem næmu tugþúsundum króna á ári, en þá lokuðu andstæðingar meðal annars umferðaræðum í Stafangri.
Alþingi Hvalfjarðargöng Noregur Samgöngur Vaðlaheiðargöng Vegtollar Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29. janúar 2019 19:30 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30
Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04
Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30
Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00
Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29. janúar 2019 19:30
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15
Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. 5. febrúar 2019 17:42
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30