Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Sighvatur Jónsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. mars 2019 13:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir það vera eina markmið félagsins að ná samningum áður en næstu verkföll hefjast á fimmtudag. Hann segir viðræðurnar vera leysanlegar og hrósar stjórnvöldum fyrir jákvæðari nálgun en áður. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot hafa verið framin víðar en hún bjóst við og þau hafi verið grófari. Næsti sáttafundur í deilunni er á mánudag. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að verkföllin í gær hafi verið söguleg. VR félagar fóru síðast í verkfall fyrir 31 ári. Eigendur fyrirtækja og stjórnendur hafi komist í gegnum sólarhringinn með herkjum en mun þyngra verði þegar aðgerðirnar ná yfir tvo og þrjá daga, en tveggja daga verkfall er boðað á fimmtudag. „Auðvitað var eitthvað um orðaskipti og eitthvað slíkt en heilt yfir held ég að þetta hafi bara gengið eins vel og hægt er.” Ragnar Þór segir að verkfallsbrot verði tilkynnt og félagið muni leita réttar síns hvað þau varðar. Næsti sáttafundur er boðaður á mánudagsmorgun og gert er ráð fyrir að hann standi til klukkan fjögur. Samningsaðilar sátu langan fund hjá ríkissáttasemjara fram á kvöld á fimmtudag. „Mér finnst hljóðið í mönnum töluvert mikið betra heldur en hefur verið og við ætlum að fara í þessar viðræður og klára þær. Það er dagskipun okkar í VR að ná samningi áður en næsti aðgerðapakki skellur á.“ Ragnar Þór segir þó að staðan sé alvarleg og verkföll alltaf neyðarúrræði. „Ég tel þetta vera leysanlegt og mér finnst persónulega ekki vera það langt á milli. Sérstaklega ef við erum að horfa á þríhliða samkomulag við stjórnvöld. Við höfum unnið þar gríðarlega mikla vinnu í húsnæðismálum og margt sem að er farið að nálgast þar og ég skynja miklu meiri samningsvilja og mér finnst stjórnvöld vera að nálgast þetta af mun meiri jákvæðni heldur en áður,“ segir Ragnar Þór. Hann segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn og vongóður um að lending náist í málinu, þar til annað komi í ljós. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkfallsbrot hafi verið framin víða í gær. „Kannski má segja líka að þau hafi verið grófari og auðvitað á sumum stöðum var bara algjörlega opinskár og einbeittur brotavilji eins og á City Park Hotels þar sem það var ekki einu sinni reynt að fela að verkfallsbrot væru í gangi.“ Hún segir að annarsstaðar hafi verkfallsvörðum til að mynda ekki verið hleypt inn á hótel til þess að sinna verkfallsvörslu. Þeir hafi þá þurft að hafa töluvert fyrir því að sannfæra yfirmenn um að það væri réttur varðanna að fylgjast með framgangi verkfallanna. „Þetta var náttúrulega frekar ömurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Formaður VR segir það vera eina markmið félagsins að ná samningum áður en næstu verkföll hefjast á fimmtudag. Hann segir viðræðurnar vera leysanlegar og hrósar stjórnvöldum fyrir jákvæðari nálgun en áður. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot hafa verið framin víðar en hún bjóst við og þau hafi verið grófari. Næsti sáttafundur í deilunni er á mánudag. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að verkföllin í gær hafi verið söguleg. VR félagar fóru síðast í verkfall fyrir 31 ári. Eigendur fyrirtækja og stjórnendur hafi komist í gegnum sólarhringinn með herkjum en mun þyngra verði þegar aðgerðirnar ná yfir tvo og þrjá daga, en tveggja daga verkfall er boðað á fimmtudag. „Auðvitað var eitthvað um orðaskipti og eitthvað slíkt en heilt yfir held ég að þetta hafi bara gengið eins vel og hægt er.” Ragnar Þór segir að verkfallsbrot verði tilkynnt og félagið muni leita réttar síns hvað þau varðar. Næsti sáttafundur er boðaður á mánudagsmorgun og gert er ráð fyrir að hann standi til klukkan fjögur. Samningsaðilar sátu langan fund hjá ríkissáttasemjara fram á kvöld á fimmtudag. „Mér finnst hljóðið í mönnum töluvert mikið betra heldur en hefur verið og við ætlum að fara í þessar viðræður og klára þær. Það er dagskipun okkar í VR að ná samningi áður en næsti aðgerðapakki skellur á.“ Ragnar Þór segir þó að staðan sé alvarleg og verkföll alltaf neyðarúrræði. „Ég tel þetta vera leysanlegt og mér finnst persónulega ekki vera það langt á milli. Sérstaklega ef við erum að horfa á þríhliða samkomulag við stjórnvöld. Við höfum unnið þar gríðarlega mikla vinnu í húsnæðismálum og margt sem að er farið að nálgast þar og ég skynja miklu meiri samningsvilja og mér finnst stjórnvöld vera að nálgast þetta af mun meiri jákvæðni heldur en áður,“ segir Ragnar Þór. Hann segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn og vongóður um að lending náist í málinu, þar til annað komi í ljós. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkfallsbrot hafi verið framin víða í gær. „Kannski má segja líka að þau hafi verið grófari og auðvitað á sumum stöðum var bara algjörlega opinskár og einbeittur brotavilji eins og á City Park Hotels þar sem það var ekki einu sinni reynt að fela að verkfallsbrot væru í gangi.“ Hún segir að annarsstaðar hafi verkfallsvörðum til að mynda ekki verið hleypt inn á hótel til þess að sinna verkfallsvörslu. Þeir hafi þá þurft að hafa töluvert fyrir því að sannfæra yfirmenn um að það væri réttur varðanna að fylgjast með framgangi verkfallanna. „Þetta var náttúrulega frekar ömurlegt að verða vitni að þessu,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent