Rarik þvingar Mýrdal í verkfall Einar Freyr Elínarson skrifar 23. mars 2019 17:07 Það er löngu kominn tími til þess að yfirstjórn Rarik komi í veg fyrir ítrekuð verkföll allra raftækja í Mýrdalshreppi, sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands. Þrátt fyrir að hér dvelji á hverjum tíma margar þúsundir ferðamanna þá þverskallast stofnanir við og neita að horfast í augu við gjörbreyttan veruleika. Í dag (22. mars) fór rafmagnið af kl. 04:00 í morgun. Þegar þetta er skrifað kl. 14:00 er rafmagnið ekki komið á. Fyrir sex dögum síðan var rafmagnslaust í Mýrdal í tæpan sólarhring. Það þarf ekki að fjölyrða um óþægindin sem þetta veldur íbúum svæðisins en vandræðin sem þetta skapar öllum þeim sem hér standa í fyrirtækjarekstri eru ómæld. Við sem hér höfum búið lengi þekkjum rafmagnsleysi en það sama verður ekki sagt um þær þúsundir ferðamanna sem hér dvelja. Rafmagnsleysi þýðir að víðast fer allt heitt vatn og eina lýsingin er með vasaljósum og kertum. Þetta veldur hótelum, gistiheimilum og öðrum þjónustuaðilum miklu fjártjóni og orðstír þeirra líður jafnframt fyrir þetta með slæmum umsögnum gesta sem eðlilega eru óánægðir. Að þessu sögðu vil ég sérstaklega taka fram að gagnrýni þessari er ekki beint til viðgerðarfólks og þeirra sem svara símanum í bilanavakt Rarik. Ég kann þeim þakkir fyrir dugnað og ómælda þolinmæði gagnvart íbúum sem eðlilega eru pirraðir yfir rafmagnsleysinu. Ég lýsi ábyrgð á þessu ófremdarástandi að fullu á hendur yfirstjórn Rarik. Þverskallast er við í hvert einasta skipti sem sveitarstjórn óskar eftir úrbótum og reynir að útskýra fyrir þeim að við búum við allt annan veruleika í dag en fyrir 20 árum. Okkur er svarað af yfirlæti og með útúrsnúningum. Þetta er afskaplega einfalt: • Það þarf að ljúka við að leggja línur í jörð. Það tekur skiljanlega tíma. • Þar til því er lokið þá verður að útvega hér varaafl sem knúið getur allt sveitarfélagið. Forstjóri Rarik svaraði áskorun um bætt afhendingaröryggi sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps sendi stjórn Rarik í september 2018 á þann hátt að varaafl sem til staðar er sé viðunandi. Það er alrangt og löngu tímabært að við þessu sé brugðist. Íbúar og fyrirtæki Mýrdalshrepps greiða jafn háa skatta og aðrir og þetta veldur sveitarfélaginu margra milljóna króna tapi. Við eigum rétt á því að brugðist sé við þessu viðvarandi ófremdarástandi.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Skoðun Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Það er löngu kominn tími til þess að yfirstjórn Rarik komi í veg fyrir ítrekuð verkföll allra raftækja í Mýrdalshreppi, sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands. Þrátt fyrir að hér dvelji á hverjum tíma margar þúsundir ferðamanna þá þverskallast stofnanir við og neita að horfast í augu við gjörbreyttan veruleika. Í dag (22. mars) fór rafmagnið af kl. 04:00 í morgun. Þegar þetta er skrifað kl. 14:00 er rafmagnið ekki komið á. Fyrir sex dögum síðan var rafmagnslaust í Mýrdal í tæpan sólarhring. Það þarf ekki að fjölyrða um óþægindin sem þetta veldur íbúum svæðisins en vandræðin sem þetta skapar öllum þeim sem hér standa í fyrirtækjarekstri eru ómæld. Við sem hér höfum búið lengi þekkjum rafmagnsleysi en það sama verður ekki sagt um þær þúsundir ferðamanna sem hér dvelja. Rafmagnsleysi þýðir að víðast fer allt heitt vatn og eina lýsingin er með vasaljósum og kertum. Þetta veldur hótelum, gistiheimilum og öðrum þjónustuaðilum miklu fjártjóni og orðstír þeirra líður jafnframt fyrir þetta með slæmum umsögnum gesta sem eðlilega eru óánægðir. Að þessu sögðu vil ég sérstaklega taka fram að gagnrýni þessari er ekki beint til viðgerðarfólks og þeirra sem svara símanum í bilanavakt Rarik. Ég kann þeim þakkir fyrir dugnað og ómælda þolinmæði gagnvart íbúum sem eðlilega eru pirraðir yfir rafmagnsleysinu. Ég lýsi ábyrgð á þessu ófremdarástandi að fullu á hendur yfirstjórn Rarik. Þverskallast er við í hvert einasta skipti sem sveitarstjórn óskar eftir úrbótum og reynir að útskýra fyrir þeim að við búum við allt annan veruleika í dag en fyrir 20 árum. Okkur er svarað af yfirlæti og með útúrsnúningum. Þetta er afskaplega einfalt: • Það þarf að ljúka við að leggja línur í jörð. Það tekur skiljanlega tíma. • Þar til því er lokið þá verður að útvega hér varaafl sem knúið getur allt sveitarfélagið. Forstjóri Rarik svaraði áskorun um bætt afhendingaröryggi sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps sendi stjórn Rarik í september 2018 á þann hátt að varaafl sem til staðar er sé viðunandi. Það er alrangt og löngu tímabært að við þessu sé brugðist. Íbúar og fyrirtæki Mýrdalshrepps greiða jafn háa skatta og aðrir og þetta veldur sveitarfélaginu margra milljóna króna tapi. Við eigum rétt á því að brugðist sé við þessu viðvarandi ófremdarástandi.Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar