Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 22:44 Mikil slagsíða er á skipinu. EPA/Svein Ove Ekornesvag Áhöfn flutningaskipsins Hagland Captain sem varð vélarvana við strendur Noregs í kvöld hefur stokkið frá borði. Fyrstu stukku fimm í sjóinn og svo hinir fjórir en níu eru í áhöfn skipsins. Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. Mikil slagsíða er á flutningaskipinu.Það þótti öruggara að taka mennina um borð í þyrlur úr sjónum en af skipinu vegna mikillar ölduhæðar og vinds á svæðinu. Tveimur af þyrlunum sem notaðar voru til að flytja farþega og áhöfn, alls 1.373, af skemmtiferðaskipinu Viking Sky var flogið að Hagland Captain og náðu áhafnir þyrlanna mönnunum úr sjónum, samkvæmt NRK.Sjá einnig: Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæðurBúið er að flytja vel á annað hundrað farþega Viking Sky í land en þrír eru sagðir alvarlega slasaðir. Ein eldri kona og tveir menn munu hafa hlotið alvarleg beinbrot. Flestir farþeganna eru frá Bandaríkjunum. Til greina kemur að flytja alla farþega í land en það fer eftir því hvernig gengur að sigla skipinu í skjól. Veðurfræðingar í Noregi segja útlit fyrir að vindurinn muni snúa sér í vesturátt. Það gæti gert aðstæður erfiðari fyrir björgunaraðila. Áhöfn Viking Sky hefur þó tekist að koma þremur af vélum skipsins í gang og er skipinu siglt í suðvestur. Viking Sky er vinstra megin á kortinu og flutningaskipið hægra megin.Marine TrafficBBC hefur eftir einum farþega Viking Sky að skipið hafi byrjað að hristast um hádegið. Kýraugu hafi brotnað og sjór hafi flætt um borð. Þá segist hann vilja gleyma þyrluferðinni sem fyrst. Hún hafi ekki verið skemmtileg. Aftenposten segir að áhöfn skemmtiferðaskipsins hafi beðið í um 30 mínútur eftir því að akkerið náði festu á sjávarbotninum. Það hafi gerst á síðustu stundu. Sjómaðurinn Jan Erik Fiskerstrand segir það einungis hafa verið mínútuspursmál hvort að skipið strandaði eða ekki. Hér má sjá þegar Viking Sky varð fyrir stórri öldu í dag. Noregur Tengdar fréttir Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Áhöfn flutningaskipsins Hagland Captain sem varð vélarvana við strendur Noregs í kvöld hefur stokkið frá borði. Fyrstu stukku fimm í sjóinn og svo hinir fjórir en níu eru í áhöfn skipsins. Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. Mikil slagsíða er á flutningaskipinu.Það þótti öruggara að taka mennina um borð í þyrlur úr sjónum en af skipinu vegna mikillar ölduhæðar og vinds á svæðinu. Tveimur af þyrlunum sem notaðar voru til að flytja farþega og áhöfn, alls 1.373, af skemmtiferðaskipinu Viking Sky var flogið að Hagland Captain og náðu áhafnir þyrlanna mönnunum úr sjónum, samkvæmt NRK.Sjá einnig: Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæðurBúið er að flytja vel á annað hundrað farþega Viking Sky í land en þrír eru sagðir alvarlega slasaðir. Ein eldri kona og tveir menn munu hafa hlotið alvarleg beinbrot. Flestir farþeganna eru frá Bandaríkjunum. Til greina kemur að flytja alla farþega í land en það fer eftir því hvernig gengur að sigla skipinu í skjól. Veðurfræðingar í Noregi segja útlit fyrir að vindurinn muni snúa sér í vesturátt. Það gæti gert aðstæður erfiðari fyrir björgunaraðila. Áhöfn Viking Sky hefur þó tekist að koma þremur af vélum skipsins í gang og er skipinu siglt í suðvestur. Viking Sky er vinstra megin á kortinu og flutningaskipið hægra megin.Marine TrafficBBC hefur eftir einum farþega Viking Sky að skipið hafi byrjað að hristast um hádegið. Kýraugu hafi brotnað og sjór hafi flætt um borð. Þá segist hann vilja gleyma þyrluferðinni sem fyrst. Hún hafi ekki verið skemmtileg. Aftenposten segir að áhöfn skemmtiferðaskipsins hafi beðið í um 30 mínútur eftir því að akkerið náði festu á sjávarbotninum. Það hafi gerst á síðustu stundu. Sjómaðurinn Jan Erik Fiskerstrand segir það einungis hafa verið mínútuspursmál hvort að skipið strandaði eða ekki. Hér má sjá þegar Viking Sky varð fyrir stórri öldu í dag.
Noregur Tengdar fréttir Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32
Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16