Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 22:44 Mikil slagsíða er á skipinu. EPA/Svein Ove Ekornesvag Áhöfn flutningaskipsins Hagland Captain sem varð vélarvana við strendur Noregs í kvöld hefur stokkið frá borði. Fyrstu stukku fimm í sjóinn og svo hinir fjórir en níu eru í áhöfn skipsins. Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. Mikil slagsíða er á flutningaskipinu.Það þótti öruggara að taka mennina um borð í þyrlur úr sjónum en af skipinu vegna mikillar ölduhæðar og vinds á svæðinu. Tveimur af þyrlunum sem notaðar voru til að flytja farþega og áhöfn, alls 1.373, af skemmtiferðaskipinu Viking Sky var flogið að Hagland Captain og náðu áhafnir þyrlanna mönnunum úr sjónum, samkvæmt NRK.Sjá einnig: Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæðurBúið er að flytja vel á annað hundrað farþega Viking Sky í land en þrír eru sagðir alvarlega slasaðir. Ein eldri kona og tveir menn munu hafa hlotið alvarleg beinbrot. Flestir farþeganna eru frá Bandaríkjunum. Til greina kemur að flytja alla farþega í land en það fer eftir því hvernig gengur að sigla skipinu í skjól. Veðurfræðingar í Noregi segja útlit fyrir að vindurinn muni snúa sér í vesturátt. Það gæti gert aðstæður erfiðari fyrir björgunaraðila. Áhöfn Viking Sky hefur þó tekist að koma þremur af vélum skipsins í gang og er skipinu siglt í suðvestur. Viking Sky er vinstra megin á kortinu og flutningaskipið hægra megin.Marine TrafficBBC hefur eftir einum farþega Viking Sky að skipið hafi byrjað að hristast um hádegið. Kýraugu hafi brotnað og sjór hafi flætt um borð. Þá segist hann vilja gleyma þyrluferðinni sem fyrst. Hún hafi ekki verið skemmtileg. Aftenposten segir að áhöfn skemmtiferðaskipsins hafi beðið í um 30 mínútur eftir því að akkerið náði festu á sjávarbotninum. Það hafi gerst á síðustu stundu. Sjómaðurinn Jan Erik Fiskerstrand segir það einungis hafa verið mínútuspursmál hvort að skipið strandaði eða ekki. Hér má sjá þegar Viking Sky varð fyrir stórri öldu í dag. Noregur Tengdar fréttir Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Áhöfn flutningaskipsins Hagland Captain sem varð vélarvana við strendur Noregs í kvöld hefur stokkið frá borði. Fyrstu stukku fimm í sjóinn og svo hinir fjórir en níu eru í áhöfn skipsins. Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. Mikil slagsíða er á flutningaskipinu.Það þótti öruggara að taka mennina um borð í þyrlur úr sjónum en af skipinu vegna mikillar ölduhæðar og vinds á svæðinu. Tveimur af þyrlunum sem notaðar voru til að flytja farþega og áhöfn, alls 1.373, af skemmtiferðaskipinu Viking Sky var flogið að Hagland Captain og náðu áhafnir þyrlanna mönnunum úr sjónum, samkvæmt NRK.Sjá einnig: Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæðurBúið er að flytja vel á annað hundrað farþega Viking Sky í land en þrír eru sagðir alvarlega slasaðir. Ein eldri kona og tveir menn munu hafa hlotið alvarleg beinbrot. Flestir farþeganna eru frá Bandaríkjunum. Til greina kemur að flytja alla farþega í land en það fer eftir því hvernig gengur að sigla skipinu í skjól. Veðurfræðingar í Noregi segja útlit fyrir að vindurinn muni snúa sér í vesturátt. Það gæti gert aðstæður erfiðari fyrir björgunaraðila. Áhöfn Viking Sky hefur þó tekist að koma þremur af vélum skipsins í gang og er skipinu siglt í suðvestur. Viking Sky er vinstra megin á kortinu og flutningaskipið hægra megin.Marine TrafficBBC hefur eftir einum farþega Viking Sky að skipið hafi byrjað að hristast um hádegið. Kýraugu hafi brotnað og sjór hafi flætt um borð. Þá segist hann vilja gleyma þyrluferðinni sem fyrst. Hún hafi ekki verið skemmtileg. Aftenposten segir að áhöfn skemmtiferðaskipsins hafi beðið í um 30 mínútur eftir því að akkerið náði festu á sjávarbotninum. Það hafi gerst á síðustu stundu. Sjómaðurinn Jan Erik Fiskerstrand segir það einungis hafa verið mínútuspursmál hvort að skipið strandaði eða ekki. Hér má sjá þegar Viking Sky varð fyrir stórri öldu í dag.
Noregur Tengdar fréttir Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32
Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16