Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Sighvatur Jónsson skrifar 24. mars 2019 12:15 Um borð í nýja Herjólfi. Mynd/Andrés Sigurðsson Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. Vegagerðin upplýsti í gær að óvíst er hvenær nýr Herjólfur verður afhentur vegna ágreinings við skipasmíðastöðina í Póllandi um lokauppgjör. Skipasmíðastöðin gerir kröfu um viðbótargreiðslu sem Vegagerðin hefur hafnað. Vonir stóðu til að ný ferja kæmist í gagnið um mánaðamótin þegar nýtt rekstrarfélag Eyjamanna, Herjólfur ohf., tekur við rekstri hennar.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinFerðamönnum fjölgi á þessum árstíma Magnús Bragason hjá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja segir að Eyjamenn hlakki mikið til að fá nýjan Herjólf. „Frá og með næstu mánaðamótum viljum við fara að sjá skipið því þá verður mikil aukning á erlendum gestum. Og þá sérstaklega viljum við að Landeyjahöfn fari að opna.“ Magnús er ósáttur við hversu hægt gengur að dýpka Landeyjahöfn fyrir núverandi Herjólf. „Okkur finnst það ganga allt of hægt og það er verið að nota til þess verkfæri sem eru allt of afkastalítil. Okkur blæðir fyrir þegar hlutirnir eru gerðir svona illa.“ Framkvæmdastjóri Björgunar hefur svarað gagnrýni Eyjamanna þannig að afkastageta fyrirtækisins sé í samræmi við forsendur í tilboðsgögnum Vegagerðarinnar.Heimamenn taka við rekstri Herjólfs 30. mars næstkomandi og þá verða sjö ferðir daglega milli lands og Eyja.Vísir/EinarGamli Herjólfur áfram í Eyjum Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa bent á mikilvægi þess að nota gamla Herjólf áfram þegar sá nýi kemur. Magnús Bragason segir að þá daga sem mikið er bókað í nýju ferjuna í sumar mætti nota gamla skipið til viðbótar við farþegaflutninga. Einnig megi nýta gamla Herjólf áfram til vöruflutninga um Þorlákshöfn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að gamla skipið verði áfram í Eyjum, í að minnsta kosti eitt ár eftir að nýr Herjólfur kemur. Íris segir að seinkun á afhendingu Herjólfs hafi ekki áhrif á það að heimamenn taki við rekstrinum næsta laugardag. Þá sigli Herjólfur eftir nýrri áætlun, sjö ferðir á dag. Vissulega séu Eyjamenn þó ósáttir við tafir á afhendingu nýju ferjunnar. Magnús Bragason líkir biðinni eftir nýjum Herjólfi við jólin. „Við erum eins og börn sem bíða eftir að fá að opna pakkana um jólin. Í upphafi sögðu foreldrarnir að það yrði eftir mat, síðan eftir eftirréttinn og nú er það orðið um miðnætti.“ Magnús segir að Eyjamenn reyni að vera þolinmóðir. „En þetta er að verða óþolandi.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. Vegagerðin upplýsti í gær að óvíst er hvenær nýr Herjólfur verður afhentur vegna ágreinings við skipasmíðastöðina í Póllandi um lokauppgjör. Skipasmíðastöðin gerir kröfu um viðbótargreiðslu sem Vegagerðin hefur hafnað. Vonir stóðu til að ný ferja kæmist í gagnið um mánaðamótin þegar nýtt rekstrarfélag Eyjamanna, Herjólfur ohf., tekur við rekstri hennar.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinFerðamönnum fjölgi á þessum árstíma Magnús Bragason hjá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja segir að Eyjamenn hlakki mikið til að fá nýjan Herjólf. „Frá og með næstu mánaðamótum viljum við fara að sjá skipið því þá verður mikil aukning á erlendum gestum. Og þá sérstaklega viljum við að Landeyjahöfn fari að opna.“ Magnús er ósáttur við hversu hægt gengur að dýpka Landeyjahöfn fyrir núverandi Herjólf. „Okkur finnst það ganga allt of hægt og það er verið að nota til þess verkfæri sem eru allt of afkastalítil. Okkur blæðir fyrir þegar hlutirnir eru gerðir svona illa.“ Framkvæmdastjóri Björgunar hefur svarað gagnrýni Eyjamanna þannig að afkastageta fyrirtækisins sé í samræmi við forsendur í tilboðsgögnum Vegagerðarinnar.Heimamenn taka við rekstri Herjólfs 30. mars næstkomandi og þá verða sjö ferðir daglega milli lands og Eyja.Vísir/EinarGamli Herjólfur áfram í Eyjum Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa bent á mikilvægi þess að nota gamla Herjólf áfram þegar sá nýi kemur. Magnús Bragason segir að þá daga sem mikið er bókað í nýju ferjuna í sumar mætti nota gamla skipið til viðbótar við farþegaflutninga. Einnig megi nýta gamla Herjólf áfram til vöruflutninga um Þorlákshöfn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að gamla skipið verði áfram í Eyjum, í að minnsta kosti eitt ár eftir að nýr Herjólfur kemur. Íris segir að seinkun á afhendingu Herjólfs hafi ekki áhrif á það að heimamenn taki við rekstrinum næsta laugardag. Þá sigli Herjólfur eftir nýrri áætlun, sjö ferðir á dag. Vissulega séu Eyjamenn þó ósáttir við tafir á afhendingu nýju ferjunnar. Magnús Bragason líkir biðinni eftir nýjum Herjólfi við jólin. „Við erum eins og börn sem bíða eftir að fá að opna pakkana um jólin. Í upphafi sögðu foreldrarnir að það yrði eftir mat, síðan eftir eftirréttinn og nú er það orðið um miðnætti.“ Magnús segir að Eyjamenn reyni að vera þolinmóðir. „En þetta er að verða óþolandi.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira