Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 11:00 Adolf Ingi Erlingsson hefur starfað sem leiðsögumaður eftir að hann sagði skilið við fjölmiðlana. VÍSIR/ANTON BRINK Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins fallnar að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. Fyrir vikið séu þau neydd til að greiða gjald í göngin, í stað þess að aka gjaldfrjálsan tíu mínútna krók í gegnum Víkurskarð, að mati leiðsögumannsins Adolfs Inga Erlingssonar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samskiptum við Vísi að stofnunin hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Merkingarnar séu engu að síður í samræmi við reglur í þessum efnum. Adolf Ingi ræddi merkingarnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segist þurfa reglulega að eiga leið um Eyjafjörð við störf sín og að það hvarfli ekki að honum að aka um Vaðlaheiðargöng, nema hann sé tilneyddur.Sjá einnig: Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri„Mér dettur ekki í hug að nota göngin nema það sé eitthvað að veðri og færð,“ segir Adolf Ingi og bætir við: „Þetta er ekki það mikil stytting.“ Þegar færðin sé ágætin áætlar Adolf að hún sé um 10 mínútur, sé ekið um Víkurskarð. Hann telur að sama skapi að merkingarnar í kringum Vaðlaheiðargöng séu til þess eins fallnar að „blekkja fólk sem þekkir ekki til“ til að aka í gegnum göngin - með tilheyrandi gjaldgreiðslu.Vesturmunni Vaðlaheiðarganga.VÍSIR/TRYGGVI.Adolf segir aðkomuna að göngunum, úr báðum áttum, vera villandi. Skiltið austan við göngin segir að leiðin til Akureyrar sé í gegnum göngin en að á skiltinu sem beinir vegfarendum í átt að Víkurskarði standi aðeins „Víkurskarð.“ „Þetta segir erlendum ökumönnum, og þeim sem ekki þekkja þarna til, nákvæmlega ekki neitt,“ segir Adolfi Ingi sem vill að Víkurskarðsskiltið beini ökumönnum einnig til Akureyrar. Hann segir það sama vera upp á teningnum við vesturenda ganganna. Þar sé skilti sem „á stendur skýrt „Egilisstaðir, Mývatn og Húsavík“ og beinir þér í gegnum göngina,“ lýsir Adolf. Á skiltinu sem beinir ökumönnum að Víkurskarði standi hins vegar aðeins Grenivík og Svalbarðseyri. „Ég efast um að útlendingar séu almennt mjög vel upplýstir um það að leiðin um Svalbarðseyri og Grenivík leiði þig til Húsavíkur, Mývatns og Egilsstaða,“ segir Adolf Ingi. Þetta sé því til þess fallið að blekkja fólk til að fara í gegnum göngin. Þessu sé hins vegar ekki eins farið við Hvalfjarðargöng. Þar séu skilti sem beini fólki til Akureyrar, bæði í gegnum göngin og um Hvalfjörð, en með misjöfnum vegalengdum.„Mér finnst ekki hlutverk Vegagerðarinnar að plata grunlaust fólk til að fara í göngin. Mér finnst þetta lykta af því að Vegagerðin kói með framkvæmdaraðilum að ná sem flestum inn,“ segir Adolf Ingi.Í samræmi við kerfi Í samskiptum við Vísi segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, að stofnunin hafi fengið veður af sams konar gagnrýni - þ.e. að leiðin um Víkurskarð sé ekki betur kynnt. Merkingarnar við Vaðlaheiðargöng séu þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Engu að síður séu undantekningar á því þar sem vísað er á tvær leiðir. „Við munum skoða það betur en merkingar voru hannaðar fyrir útboð þarna fyrir um áratug,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Spjall Adolfs Inga við stjórnendur Bítisins má heyra í spilaranum hér að ofan. Akureyri Bítið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins fallnar að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. Fyrir vikið séu þau neydd til að greiða gjald í göngin, í stað þess að aka gjaldfrjálsan tíu mínútna krók í gegnum Víkurskarð, að mati leiðsögumannsins Adolfs Inga Erlingssonar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samskiptum við Vísi að stofnunin hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Merkingarnar séu engu að síður í samræmi við reglur í þessum efnum. Adolf Ingi ræddi merkingarnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segist þurfa reglulega að eiga leið um Eyjafjörð við störf sín og að það hvarfli ekki að honum að aka um Vaðlaheiðargöng, nema hann sé tilneyddur.Sjá einnig: Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri„Mér dettur ekki í hug að nota göngin nema það sé eitthvað að veðri og færð,“ segir Adolf Ingi og bætir við: „Þetta er ekki það mikil stytting.“ Þegar færðin sé ágætin áætlar Adolf að hún sé um 10 mínútur, sé ekið um Víkurskarð. Hann telur að sama skapi að merkingarnar í kringum Vaðlaheiðargöng séu til þess eins fallnar að „blekkja fólk sem þekkir ekki til“ til að aka í gegnum göngin - með tilheyrandi gjaldgreiðslu.Vesturmunni Vaðlaheiðarganga.VÍSIR/TRYGGVI.Adolf segir aðkomuna að göngunum, úr báðum áttum, vera villandi. Skiltið austan við göngin segir að leiðin til Akureyrar sé í gegnum göngin en að á skiltinu sem beinir vegfarendum í átt að Víkurskarði standi aðeins „Víkurskarð.“ „Þetta segir erlendum ökumönnum, og þeim sem ekki þekkja þarna til, nákvæmlega ekki neitt,“ segir Adolfi Ingi sem vill að Víkurskarðsskiltið beini ökumönnum einnig til Akureyrar. Hann segir það sama vera upp á teningnum við vesturenda ganganna. Þar sé skilti sem „á stendur skýrt „Egilisstaðir, Mývatn og Húsavík“ og beinir þér í gegnum göngina,“ lýsir Adolf. Á skiltinu sem beinir ökumönnum að Víkurskarði standi hins vegar aðeins Grenivík og Svalbarðseyri. „Ég efast um að útlendingar séu almennt mjög vel upplýstir um það að leiðin um Svalbarðseyri og Grenivík leiði þig til Húsavíkur, Mývatns og Egilsstaða,“ segir Adolf Ingi. Þetta sé því til þess fallið að blekkja fólk til að fara í gegnum göngin. Þessu sé hins vegar ekki eins farið við Hvalfjarðargöng. Þar séu skilti sem beini fólki til Akureyrar, bæði í gegnum göngin og um Hvalfjörð, en með misjöfnum vegalengdum.„Mér finnst ekki hlutverk Vegagerðarinnar að plata grunlaust fólk til að fara í göngin. Mér finnst þetta lykta af því að Vegagerðin kói með framkvæmdaraðilum að ná sem flestum inn,“ segir Adolf Ingi.Í samræmi við kerfi Í samskiptum við Vísi segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, að stofnunin hafi fengið veður af sams konar gagnrýni - þ.e. að leiðin um Víkurskarð sé ekki betur kynnt. Merkingarnar við Vaðlaheiðargöng séu þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Engu að síður séu undantekningar á því þar sem vísað er á tvær leiðir. „Við munum skoða það betur en merkingar voru hannaðar fyrir útboð þarna fyrir um áratug,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Spjall Adolfs Inga við stjórnendur Bítisins má heyra í spilaranum hér að ofan.
Akureyri Bítið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15
Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15