Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 11:13 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. Vísir/Stefán Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, gerir ráð fyrir að fyrirhuguð kæra til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu fjölmiðlanefndar verði samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélagsins í næstu viku og lögð fram í beinu framhaldi. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. grein laga um fjölmiðla sem snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Fleiri mál eru til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Hjálmar segir að það hafi aldrei verið ætlun löggjafans að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka blaðamenn haga störfum sínum. Nefndin sé þannig komin langt út fyrir valdsvið sitt en siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sinnt hlutverkinu í meira en fimmtíu ár.Stjórn Blaðamannafélagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í mánuðinum. Hjálmar segir stjórnina ekki geta lagt nafn félagsins við starfsemi fjölmiðlanefndar. Hjálmar segir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra, hafi fengið afrit af öllum samskiptum Blaðamannafélagsins og fjölmiðlanefndar. Hjálmar hefur ráðfært sig við lögmann Blaðamannfélagsins. „Það er alveg klárt mál að okkar mati að fjölmiðlanefnd er að fara út fyrir valdsvið sitt samkvæmt lögum um fjölmiðla og umboðsmaður Alþingis er rétti aðilinn til að fara yfir það.“ Hann segir að það sé afar mikilvægt að fjölmiðlanefnd haldi sig innan síns valdsviðs.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, í síðustu viku en hún hefur ekki getað tjáð um málið hingað til sökum þess að hún hefur beðið eftir gögnum frá fjölmiðlanefnd. Ráðherra býst þó við að geta varpað ljósi á málið seinna í dag. Alþingi Fjölmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, gerir ráð fyrir að fyrirhuguð kæra til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu fjölmiðlanefndar verði samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélagsins í næstu viku og lögð fram í beinu framhaldi. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. grein laga um fjölmiðla sem snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Fleiri mál eru til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Hjálmar segir að það hafi aldrei verið ætlun löggjafans að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka blaðamenn haga störfum sínum. Nefndin sé þannig komin langt út fyrir valdsvið sitt en siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sinnt hlutverkinu í meira en fimmtíu ár.Stjórn Blaðamannafélagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í mánuðinum. Hjálmar segir stjórnina ekki geta lagt nafn félagsins við starfsemi fjölmiðlanefndar. Hjálmar segir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra, hafi fengið afrit af öllum samskiptum Blaðamannafélagsins og fjölmiðlanefndar. Hjálmar hefur ráðfært sig við lögmann Blaðamannfélagsins. „Það er alveg klárt mál að okkar mati að fjölmiðlanefnd er að fara út fyrir valdsvið sitt samkvæmt lögum um fjölmiðla og umboðsmaður Alþingis er rétti aðilinn til að fara yfir það.“ Hann segir að það sé afar mikilvægt að fjölmiðlanefnd haldi sig innan síns valdsviðs.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, í síðustu viku en hún hefur ekki getað tjáð um málið hingað til sökum þess að hún hefur beðið eftir gögnum frá fjölmiðlanefnd. Ráðherra býst þó við að geta varpað ljósi á málið seinna í dag.
Alþingi Fjölmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42