
Náttúrulegt ónæmi
„Líkt öðru búfé, eru íslensk lömb ekki laus við bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eða sem geta þróað slíkt ónæmi og dreift í aðrar bakteríur,“ sagði í yfirlýsingu Matvælastofnunar. Þar sagði jafnframt að ekki væri vitað hvernig ónæmar E. coli bakteríur bárust í lömbin, eða hvort ónæmið myndaðist í lömbunum.
Það samtal sem við höfum freistað þess að eiga um sýklalyfjaónæmi og innflutning á ferskum matvælum hefur fyrir löngu verið afvegaleitt með ýkjum, öfgum, hræðsluáróðri og lítilsvirðingu gagnvart vísindalegri þekkingu. Þetta á bæði við um þá sem berjast fyrir rýmri heimildum til innflutnings, og þeirra sem tala gegn þeim. Í skotgröfunum verða hin margvíslegu blæbrigði málaflokksins útvötnuð og einsleit.
Bakteríur eru hinir raunverulegu húsbændur á þessari plánetu. Við erum boðflennurnar í hnattrænu kjörlendi þeirra. Einfrumungar voru með fyrstu lífverum á Jörðinni og í dag er heildar lífmassi baktería meiri en samanlagður lífmassi allra plantna og dýra. Þær hafa jafnframt hertekið líkama okkar en þeir hafa að geyma mun fleiri bakteríur en líkamsfrumur.
Bakteríur eru hreinlega betri en við í að lifa. Líffræði baktería gefur þeim þróunarlegt forskot. Þær skipta sér á ógnarhraða og stökkbreytingar sem veita forskot, eins og ónæmi fyrir sýklalyfi, getur með auðveldum hætti orðið ráðandi í tilteknu umhverfi. Svo klárar eru bakteríurnar að sýklalyfjaónæmið kom á undan sýklalyfjunum, enda hefur ónæmi fundist í allt að 30 þúsund ára gömlum sýnum.
Með öflugu eftirliti og samvinnu þvert á landamæri er hægt að halda sýklalyfjaónæmi – hinni miklu heilsufarsógn okkar tíma – í skefjum. En því verður aldrei útrýmt og að líkindum mun okkur í besta falli takast að fresta hinu óumflýjanlega. Vandamálið er hins vegar ekki óyfirstíganlegt. Það hefur aldrei haft góðar afleiðingar í för með sér að smætta flókin mál niður í einfalt tvenndarkerfi; já eða nei, með eða á móti.
Í tilfelli sýklalyfjaónæmis eru afleiðingar af slíkri nálgun bæði þær að djúpstæður og nauðsynlegur skilningur á málaflokknum verður æ sjaldgæfari, og þær að við verðum enn verr í stakk búin en áður til að takast á við raunverulegt neyðarástand þegar það kemur upp.
Skoðun

Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar
Kristín Þórarinsdóttir skrifar

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar

Mun mannkynið lifa af gervigreindina?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ríkisstofnun rassskellt
Björn Ólafsson skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur
Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar

Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar
Gísli Stefánsson skrifar

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu
Birgir Dýrfjörð skrifar

Leiðréttingin leiðrétt
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

Hvað skiptir okkur mestu máli?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar

Mikilvægt skref til sáttar
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Staðið með þjóðinni
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Við vitum alveg upphafið
Guðný Níelsen skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Varalitur á skattagrísinum
Helgi Brynjarsson skrifar

Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf
Magnús Magnússon skrifar

Hingað og ekki lengra
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga
Hannes Örn Blandon skrifar

Þegar líða fer að jólum
Ísak Hilmarsson skrifar

Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum
Bergþóra Góa Kvaran skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar
Sveinn Ægir Birgisson skrifar

Meistaragráða í lífsreynslu
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Stjórnvöld, Óskar á heima hér!
Þóra Andrésdóttir skrifar

Dvel þú í draumahöll
Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar

Níðingsverk
Jón Daníelsson skrifar