Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 16:08 Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. „Ég horfi sérstaklega til heilbrigðisstofnana, til starfsfólks þar, til stóru kvennastéttanna sem hafa verið undir miklu álagi frá hruni og þessar köldu kveðju sem verið er að senda þeim,“ segir Oddný en samningar BSRB og BHM eru að losna. „Ríkisstjórnin hæstvirt sendir þeim tóninn í gegnum fjármálaáætlunina með því að gera ráð fyrir því að ef þær semji um laun sem gefi þeim meira en 3,8% launahækkun í aðra hönd þá verði stofnanirnar sem þær starfa hjá að bera þann kostnað eða ráðuneytið sem þær heyra undir til að fjármagna launahækkanirnar.“ Oddný spurði hvort það hefði verið reiknað út eða kortlagt hvað slíkur niðurskurður myndi þýða fyrir stofnanir ríkisins. Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, svaraði því að slík sviðsmynd hefði ekki verið teiknuð upp en bætti við að það yrði mögulega á meðal verkefna nefndar. Ríkið muni þó að sjálfsögðu standa við þá kjarasamninga sem verða gerðir og borga laun samkvæmt þeim. Hann sagði að sú stefna sem væri mörkuð væri að: „Í opinberum innkaupum og í opinberum launum þá eigi menn að leita hagræðis yfir tíma meðal annars með því að auka skilvirkni í veitingu opinberrar þjónustu með því að innleiða tæknilausnir sem mögulega geta líka leitt til aukins hagræðis og í því felst ekkert annað en nútímavæðing opinberrar þjónustu á meðan sumir vilja kannski hanga í gamalli.“ Oddný segir að það sé til skammar að setja fram aðhaldskröfu án þess að haga hugmynd um hvað hún muni þýða fyrir þá sem þurfi á þjónustu ríkisins að halda. „Geri þeir [ríkisstarfsmenn] góða samninga sem þeir væntanlega eru að vonast til þá þurfi stofnanirnar og ráðuneytið sem þeir vinna hjá að bera umframkostnaðinn sem fer yfir 3,8% og ég heyri það á máli háttvirts þingmanns að hann veit það ekkert frekar en ég, frekar en nokkur hér inni hversu hár sá reikningur verður og hvernig á aða taka hann af þjónustunni og hverjir þurfa að bera kostnaðinn og er ekki líklegt að það verði blanda af niðurskurði og álagi á ríkisstarfsmenn? Þessu svara stjórnarliðar bara ekki.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tók í sama streng og Oddný og sagði skilaboð ríkisstjórnarinnar til ríkisstarfsmanna vera skýr: „Ef þið farið fram á meiri launahækkanir en þetta þá verður ykkur sagt upp af því að ráðuneytum og stofnunum verður gert að hagræða sem því nemur.“ Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. „Ég horfi sérstaklega til heilbrigðisstofnana, til starfsfólks þar, til stóru kvennastéttanna sem hafa verið undir miklu álagi frá hruni og þessar köldu kveðju sem verið er að senda þeim,“ segir Oddný en samningar BSRB og BHM eru að losna. „Ríkisstjórnin hæstvirt sendir þeim tóninn í gegnum fjármálaáætlunina með því að gera ráð fyrir því að ef þær semji um laun sem gefi þeim meira en 3,8% launahækkun í aðra hönd þá verði stofnanirnar sem þær starfa hjá að bera þann kostnað eða ráðuneytið sem þær heyra undir til að fjármagna launahækkanirnar.“ Oddný spurði hvort það hefði verið reiknað út eða kortlagt hvað slíkur niðurskurður myndi þýða fyrir stofnanir ríkisins. Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, svaraði því að slík sviðsmynd hefði ekki verið teiknuð upp en bætti við að það yrði mögulega á meðal verkefna nefndar. Ríkið muni þó að sjálfsögðu standa við þá kjarasamninga sem verða gerðir og borga laun samkvæmt þeim. Hann sagði að sú stefna sem væri mörkuð væri að: „Í opinberum innkaupum og í opinberum launum þá eigi menn að leita hagræðis yfir tíma meðal annars með því að auka skilvirkni í veitingu opinberrar þjónustu með því að innleiða tæknilausnir sem mögulega geta líka leitt til aukins hagræðis og í því felst ekkert annað en nútímavæðing opinberrar þjónustu á meðan sumir vilja kannski hanga í gamalli.“ Oddný segir að það sé til skammar að setja fram aðhaldskröfu án þess að haga hugmynd um hvað hún muni þýða fyrir þá sem þurfi á þjónustu ríkisins að halda. „Geri þeir [ríkisstarfsmenn] góða samninga sem þeir væntanlega eru að vonast til þá þurfi stofnanirnar og ráðuneytið sem þeir vinna hjá að bera umframkostnaðinn sem fer yfir 3,8% og ég heyri það á máli háttvirts þingmanns að hann veit það ekkert frekar en ég, frekar en nokkur hér inni hversu hár sá reikningur verður og hvernig á aða taka hann af þjónustunni og hverjir þurfa að bera kostnaðinn og er ekki líklegt að það verði blanda af niðurskurði og álagi á ríkisstarfsmenn? Þessu svara stjórnarliðar bara ekki.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tók í sama streng og Oddný og sagði skilaboð ríkisstjórnarinnar til ríkisstarfsmanna vera skýr: „Ef þið farið fram á meiri launahækkanir en þetta þá verður ykkur sagt upp af því að ráðuneytum og stofnunum verður gert að hagræða sem því nemur.“
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent