Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 16:08 Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. „Ég horfi sérstaklega til heilbrigðisstofnana, til starfsfólks þar, til stóru kvennastéttanna sem hafa verið undir miklu álagi frá hruni og þessar köldu kveðju sem verið er að senda þeim,“ segir Oddný en samningar BSRB og BHM eru að losna. „Ríkisstjórnin hæstvirt sendir þeim tóninn í gegnum fjármálaáætlunina með því að gera ráð fyrir því að ef þær semji um laun sem gefi þeim meira en 3,8% launahækkun í aðra hönd þá verði stofnanirnar sem þær starfa hjá að bera þann kostnað eða ráðuneytið sem þær heyra undir til að fjármagna launahækkanirnar.“ Oddný spurði hvort það hefði verið reiknað út eða kortlagt hvað slíkur niðurskurður myndi þýða fyrir stofnanir ríkisins. Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, svaraði því að slík sviðsmynd hefði ekki verið teiknuð upp en bætti við að það yrði mögulega á meðal verkefna nefndar. Ríkið muni þó að sjálfsögðu standa við þá kjarasamninga sem verða gerðir og borga laun samkvæmt þeim. Hann sagði að sú stefna sem væri mörkuð væri að: „Í opinberum innkaupum og í opinberum launum þá eigi menn að leita hagræðis yfir tíma meðal annars með því að auka skilvirkni í veitingu opinberrar þjónustu með því að innleiða tæknilausnir sem mögulega geta líka leitt til aukins hagræðis og í því felst ekkert annað en nútímavæðing opinberrar þjónustu á meðan sumir vilja kannski hanga í gamalli.“ Oddný segir að það sé til skammar að setja fram aðhaldskröfu án þess að haga hugmynd um hvað hún muni þýða fyrir þá sem þurfi á þjónustu ríkisins að halda. „Geri þeir [ríkisstarfsmenn] góða samninga sem þeir væntanlega eru að vonast til þá þurfi stofnanirnar og ráðuneytið sem þeir vinna hjá að bera umframkostnaðinn sem fer yfir 3,8% og ég heyri það á máli háttvirts þingmanns að hann veit það ekkert frekar en ég, frekar en nokkur hér inni hversu hár sá reikningur verður og hvernig á aða taka hann af þjónustunni og hverjir þurfa að bera kostnaðinn og er ekki líklegt að það verði blanda af niðurskurði og álagi á ríkisstarfsmenn? Þessu svara stjórnarliðar bara ekki.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tók í sama streng og Oddný og sagði skilaboð ríkisstjórnarinnar til ríkisstarfsmanna vera skýr: „Ef þið farið fram á meiri launahækkanir en þetta þá verður ykkur sagt upp af því að ráðuneytum og stofnunum verður gert að hagræða sem því nemur.“ Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. „Ég horfi sérstaklega til heilbrigðisstofnana, til starfsfólks þar, til stóru kvennastéttanna sem hafa verið undir miklu álagi frá hruni og þessar köldu kveðju sem verið er að senda þeim,“ segir Oddný en samningar BSRB og BHM eru að losna. „Ríkisstjórnin hæstvirt sendir þeim tóninn í gegnum fjármálaáætlunina með því að gera ráð fyrir því að ef þær semji um laun sem gefi þeim meira en 3,8% launahækkun í aðra hönd þá verði stofnanirnar sem þær starfa hjá að bera þann kostnað eða ráðuneytið sem þær heyra undir til að fjármagna launahækkanirnar.“ Oddný spurði hvort það hefði verið reiknað út eða kortlagt hvað slíkur niðurskurður myndi þýða fyrir stofnanir ríkisins. Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, svaraði því að slík sviðsmynd hefði ekki verið teiknuð upp en bætti við að það yrði mögulega á meðal verkefna nefndar. Ríkið muni þó að sjálfsögðu standa við þá kjarasamninga sem verða gerðir og borga laun samkvæmt þeim. Hann sagði að sú stefna sem væri mörkuð væri að: „Í opinberum innkaupum og í opinberum launum þá eigi menn að leita hagræðis yfir tíma meðal annars með því að auka skilvirkni í veitingu opinberrar þjónustu með því að innleiða tæknilausnir sem mögulega geta líka leitt til aukins hagræðis og í því felst ekkert annað en nútímavæðing opinberrar þjónustu á meðan sumir vilja kannski hanga í gamalli.“ Oddný segir að það sé til skammar að setja fram aðhaldskröfu án þess að haga hugmynd um hvað hún muni þýða fyrir þá sem þurfi á þjónustu ríkisins að halda. „Geri þeir [ríkisstarfsmenn] góða samninga sem þeir væntanlega eru að vonast til þá þurfi stofnanirnar og ráðuneytið sem þeir vinna hjá að bera umframkostnaðinn sem fer yfir 3,8% og ég heyri það á máli háttvirts þingmanns að hann veit það ekkert frekar en ég, frekar en nokkur hér inni hversu hár sá reikningur verður og hvernig á aða taka hann af þjónustunni og hverjir þurfa að bera kostnaðinn og er ekki líklegt að það verði blanda af niðurskurði og álagi á ríkisstarfsmenn? Þessu svara stjórnarliðar bara ekki.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tók í sama streng og Oddný og sagði skilaboð ríkisstjórnarinnar til ríkisstarfsmanna vera skýr: „Ef þið farið fram á meiri launahækkanir en þetta þá verður ykkur sagt upp af því að ráðuneytum og stofnunum verður gert að hagræða sem því nemur.“
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira