Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 16:08 Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. „Ég horfi sérstaklega til heilbrigðisstofnana, til starfsfólks þar, til stóru kvennastéttanna sem hafa verið undir miklu álagi frá hruni og þessar köldu kveðju sem verið er að senda þeim,“ segir Oddný en samningar BSRB og BHM eru að losna. „Ríkisstjórnin hæstvirt sendir þeim tóninn í gegnum fjármálaáætlunina með því að gera ráð fyrir því að ef þær semji um laun sem gefi þeim meira en 3,8% launahækkun í aðra hönd þá verði stofnanirnar sem þær starfa hjá að bera þann kostnað eða ráðuneytið sem þær heyra undir til að fjármagna launahækkanirnar.“ Oddný spurði hvort það hefði verið reiknað út eða kortlagt hvað slíkur niðurskurður myndi þýða fyrir stofnanir ríkisins. Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, svaraði því að slík sviðsmynd hefði ekki verið teiknuð upp en bætti við að það yrði mögulega á meðal verkefna nefndar. Ríkið muni þó að sjálfsögðu standa við þá kjarasamninga sem verða gerðir og borga laun samkvæmt þeim. Hann sagði að sú stefna sem væri mörkuð væri að: „Í opinberum innkaupum og í opinberum launum þá eigi menn að leita hagræðis yfir tíma meðal annars með því að auka skilvirkni í veitingu opinberrar þjónustu með því að innleiða tæknilausnir sem mögulega geta líka leitt til aukins hagræðis og í því felst ekkert annað en nútímavæðing opinberrar þjónustu á meðan sumir vilja kannski hanga í gamalli.“ Oddný segir að það sé til skammar að setja fram aðhaldskröfu án þess að haga hugmynd um hvað hún muni þýða fyrir þá sem þurfi á þjónustu ríkisins að halda. „Geri þeir [ríkisstarfsmenn] góða samninga sem þeir væntanlega eru að vonast til þá þurfi stofnanirnar og ráðuneytið sem þeir vinna hjá að bera umframkostnaðinn sem fer yfir 3,8% og ég heyri það á máli háttvirts þingmanns að hann veit það ekkert frekar en ég, frekar en nokkur hér inni hversu hár sá reikningur verður og hvernig á aða taka hann af þjónustunni og hverjir þurfa að bera kostnaðinn og er ekki líklegt að það verði blanda af niðurskurði og álagi á ríkisstarfsmenn? Þessu svara stjórnarliðar bara ekki.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tók í sama streng og Oddný og sagði skilaboð ríkisstjórnarinnar til ríkisstarfsmanna vera skýr: „Ef þið farið fram á meiri launahækkanir en þetta þá verður ykkur sagt upp af því að ráðuneytum og stofnunum verður gert að hagræða sem því nemur.“ Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. „Ég horfi sérstaklega til heilbrigðisstofnana, til starfsfólks þar, til stóru kvennastéttanna sem hafa verið undir miklu álagi frá hruni og þessar köldu kveðju sem verið er að senda þeim,“ segir Oddný en samningar BSRB og BHM eru að losna. „Ríkisstjórnin hæstvirt sendir þeim tóninn í gegnum fjármálaáætlunina með því að gera ráð fyrir því að ef þær semji um laun sem gefi þeim meira en 3,8% launahækkun í aðra hönd þá verði stofnanirnar sem þær starfa hjá að bera þann kostnað eða ráðuneytið sem þær heyra undir til að fjármagna launahækkanirnar.“ Oddný spurði hvort það hefði verið reiknað út eða kortlagt hvað slíkur niðurskurður myndi þýða fyrir stofnanir ríkisins. Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, svaraði því að slík sviðsmynd hefði ekki verið teiknuð upp en bætti við að það yrði mögulega á meðal verkefna nefndar. Ríkið muni þó að sjálfsögðu standa við þá kjarasamninga sem verða gerðir og borga laun samkvæmt þeim. Hann sagði að sú stefna sem væri mörkuð væri að: „Í opinberum innkaupum og í opinberum launum þá eigi menn að leita hagræðis yfir tíma meðal annars með því að auka skilvirkni í veitingu opinberrar þjónustu með því að innleiða tæknilausnir sem mögulega geta líka leitt til aukins hagræðis og í því felst ekkert annað en nútímavæðing opinberrar þjónustu á meðan sumir vilja kannski hanga í gamalli.“ Oddný segir að það sé til skammar að setja fram aðhaldskröfu án þess að haga hugmynd um hvað hún muni þýða fyrir þá sem þurfi á þjónustu ríkisins að halda. „Geri þeir [ríkisstarfsmenn] góða samninga sem þeir væntanlega eru að vonast til þá þurfi stofnanirnar og ráðuneytið sem þeir vinna hjá að bera umframkostnaðinn sem fer yfir 3,8% og ég heyri það á máli háttvirts þingmanns að hann veit það ekkert frekar en ég, frekar en nokkur hér inni hversu hár sá reikningur verður og hvernig á aða taka hann af þjónustunni og hverjir þurfa að bera kostnaðinn og er ekki líklegt að það verði blanda af niðurskurði og álagi á ríkisstarfsmenn? Þessu svara stjórnarliðar bara ekki.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tók í sama streng og Oddný og sagði skilaboð ríkisstjórnarinnar til ríkisstarfsmanna vera skýr: „Ef þið farið fram á meiri launahækkanir en þetta þá verður ykkur sagt upp af því að ráðuneytum og stofnunum verður gert að hagræða sem því nemur.“
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira