„Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2019 08:34 Bára Halldórsdóttir er langt frá því að vera sannfærð um gildi hinna nýju upplýsinga fyrir málið. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna og sendi á fjölmiðla, er ekki sannfærð um að nýjar upplýsingar, sem Miðflokksmenn hafa boðað í málinu, hafi neitt gildi. „Einu nýju gögnin sem koma til greina hafa ekkert nýtt fram að færa en ég þekki það hvers konar einbera þvælu þetta fólk er fært um,“ segir Bára í færslu á Facebook og brást við áliti sem siðanefnd Alþingis skilaði forsætisnefnd en meirihluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli þingmanna Miðflokksins og fyrverandi þingmanna Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. Í yfirlýsingu sem Miðflokkurinn sendi frá sér í gærkvöldi sögðu þingmennirnir að það væri fráleitt að birta álit áður en frestur til að skila andmælum rynni út. „Nýjar og veigamiklar“ upplýsingar, eins og Miðflokksmenn komast sjálfir að orði í yfirlýsingunni, lægju fyrir og því væri mat siðanefndarinnar byggt á röngum forsendum. Bára segist hvorki vera líkamlega né andlega á besta stað til glíma við „þessar endalausu smjörklípur“ eins og Bára segir í færslu sinni. Hún spyr þá jafnframt: „Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna? Er þessu fólki algerlega ómögulegt að taka ábyrgð á sínum gjörðum?“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. 27. janúar 2019 19:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna og sendi á fjölmiðla, er ekki sannfærð um að nýjar upplýsingar, sem Miðflokksmenn hafa boðað í málinu, hafi neitt gildi. „Einu nýju gögnin sem koma til greina hafa ekkert nýtt fram að færa en ég þekki það hvers konar einbera þvælu þetta fólk er fært um,“ segir Bára í færslu á Facebook og brást við áliti sem siðanefnd Alþingis skilaði forsætisnefnd en meirihluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli þingmanna Miðflokksins og fyrverandi þingmanna Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. Í yfirlýsingu sem Miðflokkurinn sendi frá sér í gærkvöldi sögðu þingmennirnir að það væri fráleitt að birta álit áður en frestur til að skila andmælum rynni út. „Nýjar og veigamiklar“ upplýsingar, eins og Miðflokksmenn komast sjálfir að orði í yfirlýsingunni, lægju fyrir og því væri mat siðanefndarinnar byggt á röngum forsendum. Bára segist hvorki vera líkamlega né andlega á besta stað til glíma við „þessar endalausu smjörklípur“ eins og Bára segir í færslu sinni. Hún spyr þá jafnframt: „Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna? Er þessu fólki algerlega ómögulegt að taka ábyrgð á sínum gjörðum?“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. 27. janúar 2019 19:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14
Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44
Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. 27. janúar 2019 19:45