„Frestunaráráttan hjá Samtökum atvinnulífsins er að verða óbærileg. Fyrsta átyllan til að forðast umræður við okkur um launaliðinn voru hugmyndir þeirra um vinnutímabreytingar,“ segir Sólveig og spyr
Nú er það WOW Air. Hvað næst?Samtök atvinnulífsins biðluðu til verkalýðsforingja í gær að fresta verkföllum sem fyrirhuguð eru á miðnætti í kvöld og standa til miðnættis á föstudag í ljósi viðkvæmrar stöðu í efnahagslífinu með vísan til söðu WOW air og ferðaþjónustunnar.
Sáttafundi deiluaðila var frestað í gær eftir tæpa klukkustund vegna WOW air og þá var fundi sem haldinn var á mánudag jafnframt frestað af sömu ástæðu.