WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 09:42 Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir flugöryggi hafa aldrei verið ógnað vegna stöðu WOW air og flugfélagið hafi staðið sig afar vel í þeirri erfiðu stöðu sem það ver. Segir forstjórinn að WOW hafi sýnt af sér ábyrga stöðu með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu. „Þeir skiluðu sjálfir inn leyfinu þegar þeir sáu að þeir myndu ekki ná fjármögnun sem þeir höfðu sett sér það að markmiði að ná,“ segir Þórólfur. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu hafa verið í nánu samstarfi við WOW air í langan tíma. Þórólfur segir Samgöngustofu hafa ávallt gætt þess að flugöryggi væri sinnt og að starfsmenn Samgöngustofu hafi aldrei farið nærri því að grípa til aðgerða á því tímabili sem WOW air hefur verið í rekstrarvandræðum. Hann segir innan við þúsund manns hafa átt bókað far með sex vélum sem ekki fóru frá Ameríku í morgun og svipaður fjöldi farþega hafi átt bókað far með sjö vélum WOW air sem eiga að fara frá Íslandi í dag. Ekki séu allir farþegar í sömu stöðu, sumir séu í bráðavanda, aðrir ekki. Það liggi ekki ljóst fyrir á þessum tímapunkti hversu margir eru í bráðavanda, en eftir því sem tíminn líður mun fjöldi þeirra fjara út því þeir fá far með öðrum flugfélögum. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, er með viðbragðsáætlun þegar illa fer hjá flugfélögum en þá grípa önnur flugfélög inn í og bjóða farþegum björgunarfargjöld og hagstæðari leiðir til að vinna úr málum sínum. Þórólfur segist vita til þess að það sé strax aukið álag hjá flugrekendum sem fljúga á sömu staði og WOW air. Flugfarþegar verði í fæstum tilvikum fyrir tjóni því langflestir hafi greitt fyrir miðana með kreditkorti. Hann bendir flugfarþegum sem áttu bókað með WOW að vera í sambandi við sinn þjónustuaðila. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir flugöryggi hafa aldrei verið ógnað vegna stöðu WOW air og flugfélagið hafi staðið sig afar vel í þeirri erfiðu stöðu sem það ver. Segir forstjórinn að WOW hafi sýnt af sér ábyrga stöðu með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu. „Þeir skiluðu sjálfir inn leyfinu þegar þeir sáu að þeir myndu ekki ná fjármögnun sem þeir höfðu sett sér það að markmiði að ná,“ segir Þórólfur. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu hafa verið í nánu samstarfi við WOW air í langan tíma. Þórólfur segir Samgöngustofu hafa ávallt gætt þess að flugöryggi væri sinnt og að starfsmenn Samgöngustofu hafi aldrei farið nærri því að grípa til aðgerða á því tímabili sem WOW air hefur verið í rekstrarvandræðum. Hann segir innan við þúsund manns hafa átt bókað far með sex vélum sem ekki fóru frá Ameríku í morgun og svipaður fjöldi farþega hafi átt bókað far með sjö vélum WOW air sem eiga að fara frá Íslandi í dag. Ekki séu allir farþegar í sömu stöðu, sumir séu í bráðavanda, aðrir ekki. Það liggi ekki ljóst fyrir á þessum tímapunkti hversu margir eru í bráðavanda, en eftir því sem tíminn líður mun fjöldi þeirra fjara út því þeir fá far með öðrum flugfélögum. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, er með viðbragðsáætlun þegar illa fer hjá flugfélögum en þá grípa önnur flugfélög inn í og bjóða farþegum björgunarfargjöld og hagstæðari leiðir til að vinna úr málum sínum. Þórólfur segist vita til þess að það sé strax aukið álag hjá flugrekendum sem fljúga á sömu staði og WOW air. Flugfarþegar verði í fæstum tilvikum fyrir tjóni því langflestir hafi greitt fyrir miðana með kreditkorti. Hann bendir flugfarþegum sem áttu bókað með WOW að vera í sambandi við sinn þjónustuaðila.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira