Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Heimir Már Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. mars 2019 10:49 Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. Bjarni var nýkominn af fundi með ráðherrum vegna tíðindanna sem bárust í morgunsárið af WOW air þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég held við skulum bara aðeins halda ró okkar varðandi það hversu mikið áfall þetta er fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður og allt efnahagslífið hefur auðvitað notið mjög góðs af þessari starfsemi, þeim mikla fjölda ferðamanna sem hefur komið hingað til lands á undanförnum árum. Það dregur eitthvað úr því.“ Bjarni segir ljóst að margir muni lenda á atvinnuleysisskrá en væntir þess að það verði einungis til skamms tímaÞurfi að koma til móts við nýjan veruleika „Ég myndi ekki segja að þetta væri alvarlegt áfall en þetta er samt breyting sem við þurfum að leggja mat á og við gætum þurft að gera ráðstafanir til að koma til móts við þennan nýja veruleika.“ Bjarni segir að fall flugfélagsins sé mikil vonbrigði. „Þetta er ákveðið áfall. Við erum hins vegar með mjög mikinn viðnámsþrótt. Við stöndum sterkt og getum vel tekist á við þetta. Þetta eru vonbrigði vegna þess að það eiga margir starfsmenn á íslandi mikið undir því að þetta hefði farið öðruvísi og verða þannig fyrir áhrifum og margar fjölskyldur sem eiga þar í hlut. Við erum með viðbragðsáætlun til að koma til móts við stöðu farþeganna. Vonandi greiðist hratt úr því.“
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. Bjarni var nýkominn af fundi með ráðherrum vegna tíðindanna sem bárust í morgunsárið af WOW air þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég held við skulum bara aðeins halda ró okkar varðandi það hversu mikið áfall þetta er fyrir ríkissjóð. Ríkissjóður og allt efnahagslífið hefur auðvitað notið mjög góðs af þessari starfsemi, þeim mikla fjölda ferðamanna sem hefur komið hingað til lands á undanförnum árum. Það dregur eitthvað úr því.“ Bjarni segir ljóst að margir muni lenda á atvinnuleysisskrá en væntir þess að það verði einungis til skamms tímaÞurfi að koma til móts við nýjan veruleika „Ég myndi ekki segja að þetta væri alvarlegt áfall en þetta er samt breyting sem við þurfum að leggja mat á og við gætum þurft að gera ráðstafanir til að koma til móts við þennan nýja veruleika.“ Bjarni segir að fall flugfélagsins sé mikil vonbrigði. „Þetta er ákveðið áfall. Við erum hins vegar með mjög mikinn viðnámsþrótt. Við stöndum sterkt og getum vel tekist á við þetta. Þetta eru vonbrigði vegna þess að það eiga margir starfsmenn á íslandi mikið undir því að þetta hefði farið öðruvísi og verða þannig fyrir áhrifum og margar fjölskyldur sem eiga þar í hlut. Við erum með viðbragðsáætlun til að koma til móts við stöðu farþeganna. Vonandi greiðist hratt úr því.“
Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08