Stóra verkefnið að „bjarga háönn ferðaþjónustunnar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 12:36 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að allir sem eigi í hlut þurfi að vinna saman að því að draga úr áfallinu. Vísir/Vilhelm Stóra verkefnið sem framundan er felst í því að bjarga háönn ferðaþjónustunnar sem Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hefjist í byrjun sumars og standi fram í september. Stjórnvöld verði að skoða hvort það sé eitthvað sem þau geti gert til að draga úr því áfalli sem endalok WOW air gæti þýtt fyrir ferðaþjónustufyrirtækin í landinu. Þetta segir Jóhannes sem var gestur í Bítinu í morgun til að ræða um stöðuna í ferðaþjónustugeiranum eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að WOW air væri hætt starfsemi. Jóhannes segir að árstíðasveiflan sé ennþá mjög mikil í ferðaþjónustunni. Fyrirtækin lifi í raun allt árið um kring á þeim tekjum sem þau afla sér yfir sumarmánuðina. „Afkoma ferðaþjónustunnar á árinu og afkoma fyrirtækjanna - hvernig þeim gengur að lifa af árið og hvernig þau verða undirbúin fyrir næsta ár - veltur þá á því hvort það tekst að bjarga háönninni eins og hægt er þannig að við missum ekki hér fjöldann niður um það mikið sem þessar svörtustu spár hafa verið að sýna,“ segir Jóhannes sem telur að það sé gerlegt en það muni þó ekki verða að veruleika nema með sameiginlegu átaki allra sem eiga í hlut. Jóhannes segir að útlitið hafi verið dökkt um skeið og því hafi það ekki komið honum neitt mikið á óvart að svona hafi farið að lokum fyrir WOW air. Hann segir að nú sé þó komin niðurstaða í málið og brýnt að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. „Við vitum það að nú þegar eru fjölmörg fyrirtæki farin að fá fyrirspurnir frá sínum viðskiptavinum um hvað þetta þýði og nú náttúrulega skiptir öllu máli að hve miklu leyti, önnur flugfélög Icelandair og önnur flugfélög sem hingað fljúga, munu stíga inn í þetta rými sem myndast á markaðnum. Það þarf að koma strandaglópum til síns heima.“ Jóhannes segir Icelandair hafa stigið myndarlega inn í málið en bætir við að ríkisstjórnin þurfi að skoða hvort það sé eitthvað sem hún geti gert til að koma ferðaþjónustunni aftur í rétt horf sem allra fyrst svo áfallið verði sem minnst. Bítið Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Stóra verkefnið sem framundan er felst í því að bjarga háönn ferðaþjónustunnar sem Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hefjist í byrjun sumars og standi fram í september. Stjórnvöld verði að skoða hvort það sé eitthvað sem þau geti gert til að draga úr því áfalli sem endalok WOW air gæti þýtt fyrir ferðaþjónustufyrirtækin í landinu. Þetta segir Jóhannes sem var gestur í Bítinu í morgun til að ræða um stöðuna í ferðaþjónustugeiranum eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að WOW air væri hætt starfsemi. Jóhannes segir að árstíðasveiflan sé ennþá mjög mikil í ferðaþjónustunni. Fyrirtækin lifi í raun allt árið um kring á þeim tekjum sem þau afla sér yfir sumarmánuðina. „Afkoma ferðaþjónustunnar á árinu og afkoma fyrirtækjanna - hvernig þeim gengur að lifa af árið og hvernig þau verða undirbúin fyrir næsta ár - veltur þá á því hvort það tekst að bjarga háönninni eins og hægt er þannig að við missum ekki hér fjöldann niður um það mikið sem þessar svörtustu spár hafa verið að sýna,“ segir Jóhannes sem telur að það sé gerlegt en það muni þó ekki verða að veruleika nema með sameiginlegu átaki allra sem eiga í hlut. Jóhannes segir að útlitið hafi verið dökkt um skeið og því hafi það ekki komið honum neitt mikið á óvart að svona hafi farið að lokum fyrir WOW air. Hann segir að nú sé þó komin niðurstaða í málið og brýnt að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin. „Við vitum það að nú þegar eru fjölmörg fyrirtæki farin að fá fyrirspurnir frá sínum viðskiptavinum um hvað þetta þýði og nú náttúrulega skiptir öllu máli að hve miklu leyti, önnur flugfélög Icelandair og önnur flugfélög sem hingað fljúga, munu stíga inn í þetta rými sem myndast á markaðnum. Það þarf að koma strandaglópum til síns heima.“ Jóhannes segir Icelandair hafa stigið myndarlega inn í málið en bætir við að ríkisstjórnin þurfi að skoða hvort það sé eitthvað sem hún geti gert til að koma ferðaþjónustunni aftur í rétt horf sem allra fyrst svo áfallið verði sem minnst.
Bítið Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08