Charlottesville-morðinginn játar sig sekan um hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 13:51 Blóm til minningar um Heather Heyer sem lést af völdum nýnasista í Charlottesville þegar ár var liðið frá dauða hennar. Vísir/EPA Nýnasisti á þrítugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks í Charlottesville í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að kona lést játaði sig sekan um hatursglæpi þegar mál hans var tekið fyrir í gær. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Ódæðið framdi maðurinn, sem er 21 árs gamall, undir lok uppþota sem áttu sér stað í borginni þegar hópar hvítra þjóðernissinna og hægri öfgamanna efndu til samkomu þar í ágúst árið 2017. Til átaka hafði komið á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra á götum borgarinnar. Maðurinn ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í þröngri götu. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og fjöldi annarra særðust þegar þau urðu fyrir bíl mannsins. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekið inn í hópinn af ótta um öryggi sitt. Kviðdómur í ríkisdómstól í Virginíu sakfelldi manninn um morð og líkamsárásir og mælti með að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember. Alríkisyfirvöld ákærðu hann einnig fyrir hatursglæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi játað sök í 29 af 30 ákæruliðum til að komast hjá dauðarefsingu. Játaði hann sig meðal annars sekan um að hafa valdið dauða Heyer og sárum hinna.New York Times segir að við hverju brotanna liggi lífstíðarfangelsi. William Barr, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu að brot mannsins væru „innanlandshryðjuverk“.Tilgangslaust að krefjast dauðarefsingar Susan Bro, móðir Heyer, segist sammála ákvörðun yfirvalda um að krefjast ekki dauðarefsingar yfir morðingja dóttur hennar. „Það er enginn tilgangur með því að drepa hann. Það færir Heather ekki til baka,“ segir hún. Refsing yfir manninnum í báðum málum verður ákvörðuð í júlí. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú fjölmennasta í Bandaríkjunum í áratugi og ofbeldið sem fylgdi henni sló bandarísku þjóðina óhug. Donald Trump Bandaríkjaforseti var harðlega gagnrýndur þegar hann þráaðist fyrst lengi við að fordæma hægriöfgamenninna sérstaklega og síðar þegar hann lagði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælendur þeirra að jöfnu. Sagði forsetinn að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Nýnasisti á þrítugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks í Charlottesville í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að kona lést játaði sig sekan um hatursglæpi þegar mál hans var tekið fyrir í gær. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Ódæðið framdi maðurinn, sem er 21 árs gamall, undir lok uppþota sem áttu sér stað í borginni þegar hópar hvítra þjóðernissinna og hægri öfgamanna efndu til samkomu þar í ágúst árið 2017. Til átaka hafði komið á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra á götum borgarinnar. Maðurinn ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í þröngri götu. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og fjöldi annarra særðust þegar þau urðu fyrir bíl mannsins. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekið inn í hópinn af ótta um öryggi sitt. Kviðdómur í ríkisdómstól í Virginíu sakfelldi manninn um morð og líkamsárásir og mælti með að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember. Alríkisyfirvöld ákærðu hann einnig fyrir hatursglæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi játað sök í 29 af 30 ákæruliðum til að komast hjá dauðarefsingu. Játaði hann sig meðal annars sekan um að hafa valdið dauða Heyer og sárum hinna.New York Times segir að við hverju brotanna liggi lífstíðarfangelsi. William Barr, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu að brot mannsins væru „innanlandshryðjuverk“.Tilgangslaust að krefjast dauðarefsingar Susan Bro, móðir Heyer, segist sammála ákvörðun yfirvalda um að krefjast ekki dauðarefsingar yfir morðingja dóttur hennar. „Það er enginn tilgangur með því að drepa hann. Það færir Heather ekki til baka,“ segir hún. Refsing yfir manninnum í báðum málum verður ákvörðuð í júlí. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú fjölmennasta í Bandaríkjunum í áratugi og ofbeldið sem fylgdi henni sló bandarísku þjóðina óhug. Donald Trump Bandaríkjaforseti var harðlega gagnrýndur þegar hann þráaðist fyrst lengi við að fordæma hægriöfgamenninna sérstaklega og síðar þegar hann lagði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælendur þeirra að jöfnu. Sagði forsetinn að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53
Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04