Höfnunin varð til heilla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2019 06:30 „Maður verður að horfa á það jákvæða,“ segir Benedikt sem hefur sótt um í listdansskóla í útlöndum. Fréttablaðið/Valli Hann Benedikt Gylfason stefnir ótrauður á að leggja klassískan ballett fyrir sig, enda fékk hann góða umsögn frá fulltrúum dómnefndar í ballettsólókeppninni Stora Daldansen í Svíþjóð nýverið. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann sér inn þátttökurétt í ballettkeppni í Grasse í Frakklandi í október á þessu ári, og að auki býðst honum vikudvöl við ballettakademíuna í München í Þýskalandi Benedikt nýtir dagana vel, er bæði í Listdansskóla Íslands og í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hann er á fyrsta ári og syngur líka í hinum virta kór skólans. Hann er sextán ára og kveðst hafa byrjað í ballett þegar hann var tólf ára. „Reyndar var ég eitt ár í ballett hjá Eddu Scheving þegar ég var sex ára en hætti og fór dálítið að leika og líka syngja, meðal annars í Drengjakór Reykjavíkur og í Sönglist. Lærði líka á píanó í mörg ár. Var svolítið í kringum leikhúsin, það var það sem ég hafði áhuga á. Þegar ég sá auglýstar prufur fyrir aðalhlutverkið í söngleiknum Billy Elliot sótti ég um og var valinn einn af þeim sex sem komu til greina. Við æfðum dans allt sumarið áður en æfingar á söngleiknum hófust. En svo fékk ég ekki hlutverkið. Það var auðvitað erfitt að fá neitun en ég bjó svo vel að þessum æfingum að ég fékk rosa áhuga á klassískum ballet og skráði mig í Listdansskóla Íslands í ágúst 2014 og hef verið þar síðan,“ lýsir Benedikt og heldur áfram: Benedikt dansar La Fille Mal Gardée í sólókeppninni í Svíþjóð. „Við erum líka í nútímadansi í Listdansskólanum og spuna, þannig að námið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Svo hef ég verið að semja bæði klassíska tónlist og popp-tónlist í nokkur ár.“ Síðasta haust byrjaði Benedikt í opnu brautinni í MH og fær námið í Listdansskólanum metið þar. „Ég er í fullu námi í menntaskólanum en er samt að sækja um listdansskóla í útlöndum næsta vetur, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Er búinn að fara í prufur hjá San Francisco ballettinum og Listaháskólanum í Ósló, í Antwerpen og fleiri stöðum.“ Benedikt hefur sótt sumarnámskeið við nokkra af bestu ballettskólum heims svo sem skóla Parísaróperunnar og San Francisco ballettsins. Hann kveðst fara aftur til San Francisco í sumar á fullum skólastyrk og ekki þurfa að greiða námskeiðsgjöld. Nú telur hann það mikla gæfu að hafa ekki fengið hlutverkið í Billy Elliot þó svo höfnunin hafi tekið á, á þeim tíma. „Maður verður að horfa á það jákvæða. Kunna að nýta tækifærin sem manni eru gefin og gera það besta úr hlutunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Sjá meira
Hann Benedikt Gylfason stefnir ótrauður á að leggja klassískan ballett fyrir sig, enda fékk hann góða umsögn frá fulltrúum dómnefndar í ballettsólókeppninni Stora Daldansen í Svíþjóð nýverið. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann sér inn þátttökurétt í ballettkeppni í Grasse í Frakklandi í október á þessu ári, og að auki býðst honum vikudvöl við ballettakademíuna í München í Þýskalandi Benedikt nýtir dagana vel, er bæði í Listdansskóla Íslands og í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hann er á fyrsta ári og syngur líka í hinum virta kór skólans. Hann er sextán ára og kveðst hafa byrjað í ballett þegar hann var tólf ára. „Reyndar var ég eitt ár í ballett hjá Eddu Scheving þegar ég var sex ára en hætti og fór dálítið að leika og líka syngja, meðal annars í Drengjakór Reykjavíkur og í Sönglist. Lærði líka á píanó í mörg ár. Var svolítið í kringum leikhúsin, það var það sem ég hafði áhuga á. Þegar ég sá auglýstar prufur fyrir aðalhlutverkið í söngleiknum Billy Elliot sótti ég um og var valinn einn af þeim sex sem komu til greina. Við æfðum dans allt sumarið áður en æfingar á söngleiknum hófust. En svo fékk ég ekki hlutverkið. Það var auðvitað erfitt að fá neitun en ég bjó svo vel að þessum æfingum að ég fékk rosa áhuga á klassískum ballet og skráði mig í Listdansskóla Íslands í ágúst 2014 og hef verið þar síðan,“ lýsir Benedikt og heldur áfram: Benedikt dansar La Fille Mal Gardée í sólókeppninni í Svíþjóð. „Við erum líka í nútímadansi í Listdansskólanum og spuna, þannig að námið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Svo hef ég verið að semja bæði klassíska tónlist og popp-tónlist í nokkur ár.“ Síðasta haust byrjaði Benedikt í opnu brautinni í MH og fær námið í Listdansskólanum metið þar. „Ég er í fullu námi í menntaskólanum en er samt að sækja um listdansskóla í útlöndum næsta vetur, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Er búinn að fara í prufur hjá San Francisco ballettinum og Listaháskólanum í Ósló, í Antwerpen og fleiri stöðum.“ Benedikt hefur sótt sumarnámskeið við nokkra af bestu ballettskólum heims svo sem skóla Parísaróperunnar og San Francisco ballettsins. Hann kveðst fara aftur til San Francisco í sumar á fullum skólastyrk og ekki þurfa að greiða námskeiðsgjöld. Nú telur hann það mikla gæfu að hafa ekki fengið hlutverkið í Billy Elliot þó svo höfnunin hafi tekið á, á þeim tíma. „Maður verður að horfa á það jákvæða. Kunna að nýta tækifærin sem manni eru gefin og gera það besta úr hlutunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Sjá meira