Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2019 13:02 Önnur vélanna á Keflavíkurflugvelli í gær. vísir/vilhelm Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin er til tryggingar greiðslu á heildarskuldum WOW sem taldar eru vera á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hefur kyrrsett eina af Airbus flugvélum WOW til að tryggja greiðslur á lendingargjöldum og öðrum vangoldnum gjöldum flugfélagsins við félagið. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir flugvélina í eigu Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón segir kyrrsetninguna byggja á 136. grein loftferðarlaga. „Sem heimilar sem sagt Isavia sem starfrækir flugvöllinn og flugleiðsöguþjónustu að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Þetta er sams konar heimild og flugvallarekendur á Bretlandi og á Ítalíu hafa,” segir Guðjón. Flugvélin sé kyrrsett til tryggingar greiðslu heildarskulda WOW air við Isavia. Flugvélin sem Isavia hefur kyrrsett er TF-GPA. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að Isavia geti einungis haldið þessari tilteknu flugvél vegna skulda sem stofnað var til vegna hennar. „Við kyrrsetjum flugvél tiltekins félags. Þannig að það er í rauninni ekki sú krafa að það sé eitthvert ákveðið flugfar heldur flugfar á vegum félagsins. Í þessu tilviki var það þessi flugvél,” segir Guðjón. Isavia gefi ekki upp heildarskuld einstakra félaga við Isavia. En því hefur verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Þannig vill til að það er önnur flugvél á vellinum sem einnig er í eigu sama félags, sem er ekki kyrrsett. Við höfum í rauninni það verkefni að tryggja öryggi þeirrar flugvélar. Að hún verði ekki fyrir tjóni. Hún er á vellinum og eigandinn hefur verið upplýstur annars vegar um kyrrsettu flugvélina og hins vegar um hina sem er á vellinum,” segir Guðjón. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. Hæstaréttarlögmennirnir Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson voru skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air í gær og hófu þegar störf og tóku yfir stjórn þrotabúsins. Sveinn Andri segir þá munu hafa í nógu að snúast. Meðal annars þarf að meta eignir og koma þeim í verð. WOW átti ekki flugvélar en eitt helsta verðmæti félagsins er sennilega í lendingartímum á flugvöllum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin er til tryggingar greiðslu á heildarskuldum WOW sem taldar eru vera á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hefur kyrrsett eina af Airbus flugvélum WOW til að tryggja greiðslur á lendingargjöldum og öðrum vangoldnum gjöldum flugfélagsins við félagið. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir flugvélina í eigu Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón segir kyrrsetninguna byggja á 136. grein loftferðarlaga. „Sem heimilar sem sagt Isavia sem starfrækir flugvöllinn og flugleiðsöguþjónustu að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Þetta er sams konar heimild og flugvallarekendur á Bretlandi og á Ítalíu hafa,” segir Guðjón. Flugvélin sé kyrrsett til tryggingar greiðslu heildarskulda WOW air við Isavia. Flugvélin sem Isavia hefur kyrrsett er TF-GPA. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að Isavia geti einungis haldið þessari tilteknu flugvél vegna skulda sem stofnað var til vegna hennar. „Við kyrrsetjum flugvél tiltekins félags. Þannig að það er í rauninni ekki sú krafa að það sé eitthvert ákveðið flugfar heldur flugfar á vegum félagsins. Í þessu tilviki var það þessi flugvél,” segir Guðjón. Isavia gefi ekki upp heildarskuld einstakra félaga við Isavia. En því hefur verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Þannig vill til að það er önnur flugvél á vellinum sem einnig er í eigu sama félags, sem er ekki kyrrsett. Við höfum í rauninni það verkefni að tryggja öryggi þeirrar flugvélar. Að hún verði ekki fyrir tjóni. Hún er á vellinum og eigandinn hefur verið upplýstur annars vegar um kyrrsettu flugvélina og hins vegar um hina sem er á vellinum,” segir Guðjón. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. Hæstaréttarlögmennirnir Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson voru skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air í gær og hófu þegar störf og tóku yfir stjórn þrotabúsins. Sveinn Andri segir þá munu hafa í nógu að snúast. Meðal annars þarf að meta eignir og koma þeim í verð. WOW átti ekki flugvélar en eitt helsta verðmæti félagsins er sennilega í lendingartímum á flugvöllum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00
80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33