Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2019 07:30 Það er þá satt sem þú hefur bent á – maður drekkur meira áfengi þegar það er svona auðvelt að kaupa það,“ sagði maðurinn minn um daginn. Við höfum nú dvalið í Kaliforníu þar sem áfengi er selt víða í verslunum. Mér varð hugsað til þessara orða nú þegar áfengisfrumvarpið er til umræðu í ellefta sinn á Ölþingi okkar Íslendinga. Rökstuðningur flutningsmanna frumvarpsins um að einkavæða áfengissölu og að leyfa áfengisauglýsingar er alls ekki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér eru nokkur af þeim atriðum sem Ölþingismenn nefndu: íslenskir bjórframleiðendur þurfa að græða meira; aðgengi er svo mikið að við getum alveg eins aukið það meira; fyrst sumir brjóta áfengislögin þá skulum við bara afnema þau; leggjum áherslu á áfengisforvarnir næstu fimm árin því áfengisvandinn mun aukast með frumvarpinu; „áfengismenningin“ þarf að komast á hærra plan; svo skulum við ekki hafa vit fyrir öðrum, og síðast en ekki síst; þá mun fræðsla til almennings leysa öll vandamál. Ef frumvarpsmenn hefðu lesið sér til þá vissu þeir að fræðsla dugar skammt í áfengisforvörnum og að það eru einmitt aðgerðir stjórnvalda eins og að takmarka aðgengi og sýnileika sem skila mestum árangri. Er þetta ekki komið gott eða þurfum við að setja áfengisfrumvarpsbann á Ölþingi? Sjálf get ég þulið upp neikvæðar afleiðingar áfengisneyslu en samt drekk ég meira en skynsemin segir mér. Ég skammast mín fyrir að segja það en svona getur maður verið ófullkominn. Ég leyfi mér samt að segja þetta því ég veit að ég er ekki ein um að fara ekki alltaf eftir því sem ég veit að er mér fyrir bestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Það er þá satt sem þú hefur bent á – maður drekkur meira áfengi þegar það er svona auðvelt að kaupa það,“ sagði maðurinn minn um daginn. Við höfum nú dvalið í Kaliforníu þar sem áfengi er selt víða í verslunum. Mér varð hugsað til þessara orða nú þegar áfengisfrumvarpið er til umræðu í ellefta sinn á Ölþingi okkar Íslendinga. Rökstuðningur flutningsmanna frumvarpsins um að einkavæða áfengissölu og að leyfa áfengisauglýsingar er alls ekki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér eru nokkur af þeim atriðum sem Ölþingismenn nefndu: íslenskir bjórframleiðendur þurfa að græða meira; aðgengi er svo mikið að við getum alveg eins aukið það meira; fyrst sumir brjóta áfengislögin þá skulum við bara afnema þau; leggjum áherslu á áfengisforvarnir næstu fimm árin því áfengisvandinn mun aukast með frumvarpinu; „áfengismenningin“ þarf að komast á hærra plan; svo skulum við ekki hafa vit fyrir öðrum, og síðast en ekki síst; þá mun fræðsla til almennings leysa öll vandamál. Ef frumvarpsmenn hefðu lesið sér til þá vissu þeir að fræðsla dugar skammt í áfengisforvörnum og að það eru einmitt aðgerðir stjórnvalda eins og að takmarka aðgengi og sýnileika sem skila mestum árangri. Er þetta ekki komið gott eða þurfum við að setja áfengisfrumvarpsbann á Ölþingi? Sjálf get ég þulið upp neikvæðar afleiðingar áfengisneyslu en samt drekk ég meira en skynsemin segir mér. Ég skammast mín fyrir að segja það en svona getur maður verið ófullkominn. Ég leyfi mér samt að segja þetta því ég veit að ég er ekki ein um að fara ekki alltaf eftir því sem ég veit að er mér fyrir bestu.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun