Viðmælendaþjálfun RÚV og FKA Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:30 Nýverið undirrituðu RÚV og FKA tímamótasamning sem felur í sér að næstu þrjú árin verða árlega valdar 10 konur í viðmælendaþjálfun sem fara mun fram í húsakynnum RÚV. FKA mun fá leiðbeinanda til verksins, mögulega frá öðrum fjölmiðli, en markmið samningsins er að fjölga konum í hópi viðmælenda íslenskra fjölmiðla. Samningurinn er gerður að fyrirmynd BBC en aðdraganda hans má rekja til ársins 2014 þegar FKA fékk til sín Ingibjörgu Þórðardóttur, þáverandi ritstjóra hjá BBC en nú stjórnanda hjá CNN, sem gest á fjölmiðladegi FKA. Ingibjörg sagði þá frá því hvernig BBC hefði unnið að því að fjölga konum sem viðmælendum með þjálfun. Árið 2017 fékk FKA síðan til sín Mary Hockaday frá BBC sem gest sem sagði þá frá því hvar helstu þjálfunarverkefni væru stödd og hversu mikið hefði áunnist með því að fjölga konum sem viðmælendur. Áhuginn á verkefninu er mikill en við sem höfum lengi starfað á fjölmiðlum vitum að það eru mun fleiri einstaklingar sem hafa áhuga á að koma sjálfum sér á framfæri í fjölmiðlum, í samanburði við þá sem eiga í raun erindi þangað. Viðmælendaþjálfunin mun hins vegar snúast um síðarnefnda hópinn og þann hóp mun FKA skilgreina með því að fá upplýsingar frá fjölmiðlafólki í hvaða geirum eða sérsviðum fjölmiðlum vantar að finna fleiri konur. Þessi háttur á vali er eitt af lykilatriðum BBC enda líklegasta leiðin til að tryggja að konurnar sem hljóta þjálfunina verði í kjölfarið sýnilegar í fréttum. Þar sýna tölur að enn hallar á konur. Ég vil því hvetja fyrirtæki, stofnanir og aðra til að nýta tækifærið og tefla konum oftar fram sem talsmönnum í fjölmiðlum. Það eitt og sér er tækifæri í sjálfu sér því áhugi fjölmiðla er til staðar og fyrir löngu úrelt að benda alltaf á sama „karlinn“ fyrir öll viðtöl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Nýverið undirrituðu RÚV og FKA tímamótasamning sem felur í sér að næstu þrjú árin verða árlega valdar 10 konur í viðmælendaþjálfun sem fara mun fram í húsakynnum RÚV. FKA mun fá leiðbeinanda til verksins, mögulega frá öðrum fjölmiðli, en markmið samningsins er að fjölga konum í hópi viðmælenda íslenskra fjölmiðla. Samningurinn er gerður að fyrirmynd BBC en aðdraganda hans má rekja til ársins 2014 þegar FKA fékk til sín Ingibjörgu Þórðardóttur, þáverandi ritstjóra hjá BBC en nú stjórnanda hjá CNN, sem gest á fjölmiðladegi FKA. Ingibjörg sagði þá frá því hvernig BBC hefði unnið að því að fjölga konum sem viðmælendum með þjálfun. Árið 2017 fékk FKA síðan til sín Mary Hockaday frá BBC sem gest sem sagði þá frá því hvar helstu þjálfunarverkefni væru stödd og hversu mikið hefði áunnist með því að fjölga konum sem viðmælendur. Áhuginn á verkefninu er mikill en við sem höfum lengi starfað á fjölmiðlum vitum að það eru mun fleiri einstaklingar sem hafa áhuga á að koma sjálfum sér á framfæri í fjölmiðlum, í samanburði við þá sem eiga í raun erindi þangað. Viðmælendaþjálfunin mun hins vegar snúast um síðarnefnda hópinn og þann hóp mun FKA skilgreina með því að fá upplýsingar frá fjölmiðlafólki í hvaða geirum eða sérsviðum fjölmiðlum vantar að finna fleiri konur. Þessi háttur á vali er eitt af lykilatriðum BBC enda líklegasta leiðin til að tryggja að konurnar sem hljóta þjálfunina verði í kjölfarið sýnilegar í fréttum. Þar sýna tölur að enn hallar á konur. Ég vil því hvetja fyrirtæki, stofnanir og aðra til að nýta tækifærið og tefla konum oftar fram sem talsmönnum í fjölmiðlum. Það eitt og sér er tækifæri í sjálfu sér því áhugi fjölmiðla er til staðar og fyrir löngu úrelt að benda alltaf á sama „karlinn“ fyrir öll viðtöl.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar