„Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2019 10:05 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. Verið sé að útfæra verkföll með öðrum hætti en sátt hafi verið um undanfarin ár og áratugi innan verkalýðshreyfingarinnar. SA munu kæra aðgerðirnar til Félagsdóms síðar í dag eða á morgun. „Ég hef sagt að þetta marki að mörgu leyti skörp og illverjandi skil frá framkvæmd verkfalla undanfarin ár og áratugi. Þetta snýst í eðli sínu um það að við þurfum að velta fyrir okkur hvort það sé hægt að vera í vinnu og þiggja laun og vera í verkfalli á sama tíma. Ég hygg að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að það gengur þvert á skilning margra að mæta til vinnu og þiggja laun en sinna ekki ákveðnum verkþáttum og vera þannig í sinni einföldustu í verkfalli en engu að síður í vinnunni og þiggja laun fyrir. Þetta þykir mér skjóta skökku við og ég held að margir geti tekið undir það með okkur,“ sagði Halldór Benjamín þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði mikilvægt að leikreglurnar væru skýrar og að skýrt væri hvernig bæri að túlka vinnulöggjöfin sem væri komin til ára sinna. Þess vegna væri mikilvægt að leita leiðsagnar Félagsdóms í málinu. „Það sjá allir í hendi sér að hér er verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar og við þetta verður ekki unað með góðu móti. Sökum þessa eiga Samtök atvinnulífsins enga aðra leið en að skjóta þessu til Félagsdóms,“ sagði Halldór Benjamín. Viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 Félagsmenn Eflingar samþykktu verkföll með miklum meirihluta Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk um hádegi í dag. 10. mars 2019 16:05 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. Verið sé að útfæra verkföll með öðrum hætti en sátt hafi verið um undanfarin ár og áratugi innan verkalýðshreyfingarinnar. SA munu kæra aðgerðirnar til Félagsdóms síðar í dag eða á morgun. „Ég hef sagt að þetta marki að mörgu leyti skörp og illverjandi skil frá framkvæmd verkfalla undanfarin ár og áratugi. Þetta snýst í eðli sínu um það að við þurfum að velta fyrir okkur hvort það sé hægt að vera í vinnu og þiggja laun og vera í verkfalli á sama tíma. Ég hygg að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að það gengur þvert á skilning margra að mæta til vinnu og þiggja laun en sinna ekki ákveðnum verkþáttum og vera þannig í sinni einföldustu í verkfalli en engu að síður í vinnunni og þiggja laun fyrir. Þetta þykir mér skjóta skökku við og ég held að margir geti tekið undir það með okkur,“ sagði Halldór Benjamín þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði mikilvægt að leikreglurnar væru skýrar og að skýrt væri hvernig bæri að túlka vinnulöggjöfin sem væri komin til ára sinna. Þess vegna væri mikilvægt að leita leiðsagnar Félagsdóms í málinu. „Það sjá allir í hendi sér að hér er verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar og við þetta verður ekki unað með góðu móti. Sökum þessa eiga Samtök atvinnulífsins enga aðra leið en að skjóta þessu til Félagsdóms,“ sagði Halldór Benjamín. Viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 Félagsmenn Eflingar samþykktu verkföll með miklum meirihluta Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk um hádegi í dag. 10. mars 2019 16:05 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49
Félagsmenn Eflingar samþykktu verkföll með miklum meirihluta Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk um hádegi í dag. 10. mars 2019 16:05
Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent