Í umsókn söngvarans til skipulagsyfirvalda sagðist hann vera að búa til tjörn sem myndi þjóna fuglum og öðrum dýrum á svæðinu.
Í frétt Sky kemur fram að nágrannar Sheeran telji hins vegar ljóst að „tjörnin“ sé ætlað að gegna hlutverki sundlaugar enda sé nú búið að steypa fyrir tröppum ofan í tjörninni og koma fyrir byggju og smáhýsi.

Kenny og Carol Cattee, nágrannar Sheeran, hafa nú sent kvörtunarbréf til yfirvalda þar sem þeir segja framkvæmdina skaða umhverfið. Hafa þeir áhyggjur af því að framkvæmdin muni svo vinda upp á sig og leiða til frekari framkvæmda. Hjónin hafa áður kvartað til lögreglu vegna hávaða frá húsi Sheeran á síðasta ári.
Sheeran eða talsmenn hans hafa ekki viljað tjá sig um málið.
Sheeran mun halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli í ágúst á þessu ári.
