Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 15:30 Klukkunni var flýtt um klukkustund í Bandaríkjunum um helgina. Vísir/EPA Flytjendum þingmáls um hætta að færa klukkuna á vorin og haustin í Bandaríkjunum barst óvæntur liðsauki í morgun þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi sínum við að taka upp sumartíma allt árið um kring. Klukkan í Bandaríkjunum var færð fram um eina klukkustund á aðfaranótt sunnudags en þau eru eitt fjölda ríkja heims þar sem klukkunni er breytt tvisvar á ári. Markmið svonefnds sumartíma er að hámarka fjölda birtustunda á vinnutíma. Klukkubreytingin hefur hins vegar sætt gagnrýni víða, meðal annars á þeim forsendum að breytingin komi niður á framleiðni og jafnvel heilsu fólks. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana frá Flórída hafa lagt fram frumvarp á Bandaríkjaþingi um að taka upp sumartíma allt árið. Klukkunni yrði þannig flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. Mögulega var Trump einn þeirra sem klukkubreytingin um helgina fór illa í því í morgun tísti hann um málið. „Það er allt í lagi fyrir mér að gera sumartímann varanlegan!“ tísti forsetinn.Making Daylight Saving Time permanent is O.K. with me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 11, 2019 Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa þegar samþykkt að hætta að breyta klukkunni tvisvar á ári, þar á meðal Flórída, að sögn Politico. Þar var ákveðið að hafa sumartíma allt árið í fyrra. Það er þveröfug þróun við Ísland þar sem tillaga liggur fyrir um að seinka klukkunni um klukkustund til að fjölga birtustundum að morgni. „Sólskinsverndarfrumvarpið mun gera Flórídabúum og gestum kleift að njóta fallega ríkisins okkar jafnvel seinna á daginn og mun koma ferðamannaiðnaði Flórída sem á enn eitt metárið að baki til góða,“ sagði Rick Scott, annar þingmannanna sem lögðu fram frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið, í yfirlýsingu í síðustu viku. Skoðanir eru skiptar um ágæti þess að taka upp sumartíma allt árið. Marco Rubio, annar flutningsmanna frumvarpsins, bendir á skýrslu sem sagði að glæpatíðni lækkaði merkjanlega þegar birtan varir lengur á daginn eftir skiptin yfir í sumartíma. Þá nýtur hugmyndin stuðnings golfíþróttarinnar og grilliðnaðarins enda njóta vörur þeirra góðs af fleiri birtustundum eftir vinnu, að sögn Washington Post. Foreldrasamtök hafa þó lýst algerri andstöðu við að hafa sumartíma á veturna og vísa til þess að meira myrkur og kuldi á morgnana ógni öryggi barna sem ganga eða taka rútu í skólann. Bandaríkin Donald Trump Klukkan á Íslandi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Flytjendum þingmáls um hætta að færa klukkuna á vorin og haustin í Bandaríkjunum barst óvæntur liðsauki í morgun þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi sínum við að taka upp sumartíma allt árið um kring. Klukkan í Bandaríkjunum var færð fram um eina klukkustund á aðfaranótt sunnudags en þau eru eitt fjölda ríkja heims þar sem klukkunni er breytt tvisvar á ári. Markmið svonefnds sumartíma er að hámarka fjölda birtustunda á vinnutíma. Klukkubreytingin hefur hins vegar sætt gagnrýni víða, meðal annars á þeim forsendum að breytingin komi niður á framleiðni og jafnvel heilsu fólks. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana frá Flórída hafa lagt fram frumvarp á Bandaríkjaþingi um að taka upp sumartíma allt árið. Klukkunni yrði þannig flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. Mögulega var Trump einn þeirra sem klukkubreytingin um helgina fór illa í því í morgun tísti hann um málið. „Það er allt í lagi fyrir mér að gera sumartímann varanlegan!“ tísti forsetinn.Making Daylight Saving Time permanent is O.K. with me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 11, 2019 Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa þegar samþykkt að hætta að breyta klukkunni tvisvar á ári, þar á meðal Flórída, að sögn Politico. Þar var ákveðið að hafa sumartíma allt árið í fyrra. Það er þveröfug þróun við Ísland þar sem tillaga liggur fyrir um að seinka klukkunni um klukkustund til að fjölga birtustundum að morgni. „Sólskinsverndarfrumvarpið mun gera Flórídabúum og gestum kleift að njóta fallega ríkisins okkar jafnvel seinna á daginn og mun koma ferðamannaiðnaði Flórída sem á enn eitt metárið að baki til góða,“ sagði Rick Scott, annar þingmannanna sem lögðu fram frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið, í yfirlýsingu í síðustu viku. Skoðanir eru skiptar um ágæti þess að taka upp sumartíma allt árið. Marco Rubio, annar flutningsmanna frumvarpsins, bendir á skýrslu sem sagði að glæpatíðni lækkaði merkjanlega þegar birtan varir lengur á daginn eftir skiptin yfir í sumartíma. Þá nýtur hugmyndin stuðnings golfíþróttarinnar og grilliðnaðarins enda njóta vörur þeirra góðs af fleiri birtustundum eftir vinnu, að sögn Washington Post. Foreldrasamtök hafa þó lýst algerri andstöðu við að hafa sumartíma á veturna og vísa til þess að meira myrkur og kuldi á morgnana ógni öryggi barna sem ganga eða taka rútu í skólann.
Bandaríkin Donald Trump Klukkan á Íslandi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent