Lengi sagt við konur að þær þurfi bara að mennta sig Snæbjört Pálsdóttir skrifar 11. mars 2019 16:30 Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir konur lengi hafa staðið sig betur en karlar í háskóla. Það virðist þó litlu skipta þegar komi að ráðningu forstjóra í einkageiranum. Víða var haldið upp á aþjóðabaráttudag kvenna þann 8. mars síðastliðinn. Viðburður var haldinn í kauphöllinni í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtökum atvinnulífsins. Sigyn Jónsdóttir, formaður ungra athafnakvenna, hringdi bjöllunni í kauphöllinni inn fyrir jafnrétti kynjanna. Jafnframt var hálfgert kvennaverkfall þar sem um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og eigandi Pressunnar hnaut um þá staðreynd að á meðan hundruð þerna lögðu niður störf skáluðu konur í kauphöllinni. Hann heldur því fram að þar hafi einvörðungu verið konur sem telja að jafnrétti felist helst í því að fá að sitja í stjórnum stórra félaga. „Þannig er jafnréttisbarátta ekki alltaf um jafnrétti heldur líka um að tryggja forréttindi,“ segir Sigurður G. í færslunni. Þessu hafnar Rakel Sveinsdóttir formaður FKA, félags kvenna í atvinnulífinu, alfarið. Hún var viðmælandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Jafnréttisbarátta helst alltaf í hendur sem svona ein stór mynd og það er aldrei rétt að fara að höggva í eða etja konum saman sem eru að berjast á einhverjum vígstöðvum. Við þurfum enn þá að hafa töluvert fyrir hlutunum.“ Hún bendir jafnframt á að jafnréttisbaráttan á sér stað á mörgum stigum og þarf að haldast í hendur til að hægt sé að brjóta glerþakið og tryggja aukið réttlæti. Óeðlilegt er að konur séu fyrst og fremst á lágmarkslaunum. Þá sé einnig óeðlilegt hversu mikið hallar á konur í fjármálageiranum þá sérstaklega í einkageiranum.Konur framkvæmdastjórar í 20% tilvika Samkvæmt tölum Hagstofunnar má sjá að heldur hallar á hlut kvenna þegar kemur að starfi framkvæmdarstjóra fyrirtækja en konur gegna starfinu ekki nema í rétt rúmlega 20% tilvika.Úr bæklingnum Konur og karlar á Íslandi 2019. Gefinn út af Hagstofu Íslands, Jafnréttisstofu og forsætisráðuneytinu.Þá bendir Rakel einnig á að þrátt fyrir að fleiri konur en karlar útskrifist úr háskóla sé það ekki að skila sér út í atvinnulífið. „Okkur hefur nú verið sagt í mörg ár að eina sem við konurnar þurfum að gera sé að mennta okkur og afla okkur reynslu, við höfum nú gert það í ekki bara mörg ár heldur áratugi verið að skora hærra en karlmenn úr háskólum en það bara dugir ekki til.“ Samkvæmt tölum Hagstofunnar var rúmur helmingur kvenna 25-64 ára með háskólamenntun árið 2018, samanborið við rúmlega þriðjung karla á sama aldri. Þrátt fyrir það voru meðalatvinnutekjur kvenna þó einungis 72% af meðalatvinnutekjum karla með sömu menntun. Bítið Jafnréttismál Skóla - og menntamál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. 8. mars 2019 13:08 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir konur lengi hafa staðið sig betur en karlar í háskóla. Það virðist þó litlu skipta þegar komi að ráðningu forstjóra í einkageiranum. Víða var haldið upp á aþjóðabaráttudag kvenna þann 8. mars síðastliðinn. Viðburður var haldinn í kauphöllinni í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtökum atvinnulífsins. Sigyn Jónsdóttir, formaður ungra athafnakvenna, hringdi bjöllunni í kauphöllinni inn fyrir jafnrétti kynjanna. Jafnframt var hálfgert kvennaverkfall þar sem um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og eigandi Pressunnar hnaut um þá staðreynd að á meðan hundruð þerna lögðu niður störf skáluðu konur í kauphöllinni. Hann heldur því fram að þar hafi einvörðungu verið konur sem telja að jafnrétti felist helst í því að fá að sitja í stjórnum stórra félaga. „Þannig er jafnréttisbarátta ekki alltaf um jafnrétti heldur líka um að tryggja forréttindi,“ segir Sigurður G. í færslunni. Þessu hafnar Rakel Sveinsdóttir formaður FKA, félags kvenna í atvinnulífinu, alfarið. Hún var viðmælandi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Jafnréttisbarátta helst alltaf í hendur sem svona ein stór mynd og það er aldrei rétt að fara að höggva í eða etja konum saman sem eru að berjast á einhverjum vígstöðvum. Við þurfum enn þá að hafa töluvert fyrir hlutunum.“ Hún bendir jafnframt á að jafnréttisbaráttan á sér stað á mörgum stigum og þarf að haldast í hendur til að hægt sé að brjóta glerþakið og tryggja aukið réttlæti. Óeðlilegt er að konur séu fyrst og fremst á lágmarkslaunum. Þá sé einnig óeðlilegt hversu mikið hallar á konur í fjármálageiranum þá sérstaklega í einkageiranum.Konur framkvæmdastjórar í 20% tilvika Samkvæmt tölum Hagstofunnar má sjá að heldur hallar á hlut kvenna þegar kemur að starfi framkvæmdarstjóra fyrirtækja en konur gegna starfinu ekki nema í rétt rúmlega 20% tilvika.Úr bæklingnum Konur og karlar á Íslandi 2019. Gefinn út af Hagstofu Íslands, Jafnréttisstofu og forsætisráðuneytinu.Þá bendir Rakel einnig á að þrátt fyrir að fleiri konur en karlar útskrifist úr háskóla sé það ekki að skila sér út í atvinnulífið. „Okkur hefur nú verið sagt í mörg ár að eina sem við konurnar þurfum að gera sé að mennta okkur og afla okkur reynslu, við höfum nú gert það í ekki bara mörg ár heldur áratugi verið að skora hærra en karlmenn úr háskólum en það bara dugir ekki til.“ Samkvæmt tölum Hagstofunnar var rúmur helmingur kvenna 25-64 ára með háskólamenntun árið 2018, samanborið við rúmlega þriðjung karla á sama aldri. Þrátt fyrir það voru meðalatvinnutekjur kvenna þó einungis 72% af meðalatvinnutekjum karla með sömu menntun.
Bítið Jafnréttismál Skóla - og menntamál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. 8. mars 2019 13:08 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. 8. mars 2019 13:08
"Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06