Verkfallsboðunin ákall um að SA komi með raunhæft tilboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 12. mars 2019 16:17 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Vísir/Stöð 2 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Að óbreyttu leggja hópbifreiðafyrirtæki á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði niður störf þann 22. mars næstkomandi. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu stéttarfélagsins VR sem lauk í hádeginu. 52,25% samþykktu verkfallsaðgerðirnar en 45,33 voru á móti. Þá tóku um 2,42% félagsmanna ekki afstöðu. „Það er mjög dapurlegt til þess að hugsa að við skulum vera með tilboð í höndunum sem nær ekki einu sinni því svigrúmi sem Seðlabankinn telur vera til skiptanna til launahækkana í hagkerfinu. Það sýnir í rauninni hversu staðan er erfið fyrir okkur að fá ekki meiri áheyrn en þetta. En með þessari niðurstöðu þá skora ég á okkar viðsemjendur að koma að borðinu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, ætla að vera í samfloti í verkfallsaðgerðum sínum.FBL/EyþórSterkari saman Aðspurður hvort VR eigi enn samleið með Eflingu í ljósi þess að afstaða félagsmanna VR til verkfalla er ekki eins eindregin og félagsmanna Eflingar svarar Ragnar því til að saman séu félögin sterkari. „Þessi þrýstingur sem við erum að mynda með þessum aðgerðum er fyrst og fremst til að knýja okkar viðsemjendur að borðinu. Þetta er ákall um að nú verði menn að fara að setjast niður og klára þessa kjarasamninga og Samtök atvinnulífsins verða fyrst og fremst að koma með einhver tilboð sem við getum farið að vinna með,“ segir Ragnar. Ragnar segist alveg eins hafa átt von á þeirri niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem nú liggur fyrir. Hann geri sér grein fyrir því að félagsmenn VR séu ólíkir félagsmönnum Eflingar. „Þannig að það var alveg viðbúið að það myndi standa aðeins tæpar hjá okkur en að sama skapi þá sýnir þetta hvernig lýðræðið virkar hjá VR. Við förum ekki með neitt í atkvæðagreiðslu öðruvísi en að vilja fá einhverja leiðsögn. Við erum ekki að gera þetta til að fá einhverja fyrir fram gegna niðurstöðu. Þetta er niðurstaðan og auðvitað þurfum við líka að taka tillit til þeirra sem tóku afstöðu gegn því í okkar vinnu,“ segir Ragnar sem bendir á að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem fram undan er. Ragnar segir að það sé lýðræðisleg niðurstaða félagsmanna sem telji. „Ég bendi líka á að þátttakan í þessum kosningum var yfir 60% sem er fáheyrt innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Ragnar sem tekur því fagnandi að félagsmennirnir komi sinni skoðun á framfæri. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vonar að viðsemjendur komi með myndarlegra tilboð en verið hefur að borðinu til að ekki þurfi að koma til verkfalla sem hefur verið boðað til og samþykkt í atkvæðagreiðslu. Að óbreyttu leggja hópbifreiðafyrirtæki á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði niður störf þann 22. mars næstkomandi. Verkfallsboðun hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var samþykkt í atkvæðagreiðslu stéttarfélagsins VR sem lauk í hádeginu. 52,25% samþykktu verkfallsaðgerðirnar en 45,33 voru á móti. Þá tóku um 2,42% félagsmanna ekki afstöðu. „Það er mjög dapurlegt til þess að hugsa að við skulum vera með tilboð í höndunum sem nær ekki einu sinni því svigrúmi sem Seðlabankinn telur vera til skiptanna til launahækkana í hagkerfinu. Það sýnir í rauninni hversu staðan er erfið fyrir okkur að fá ekki meiri áheyrn en þetta. En með þessari niðurstöðu þá skora ég á okkar viðsemjendur að koma að borðinu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, ætla að vera í samfloti í verkfallsaðgerðum sínum.FBL/EyþórSterkari saman Aðspurður hvort VR eigi enn samleið með Eflingu í ljósi þess að afstaða félagsmanna VR til verkfalla er ekki eins eindregin og félagsmanna Eflingar svarar Ragnar því til að saman séu félögin sterkari. „Þessi þrýstingur sem við erum að mynda með þessum aðgerðum er fyrst og fremst til að knýja okkar viðsemjendur að borðinu. Þetta er ákall um að nú verði menn að fara að setjast niður og klára þessa kjarasamninga og Samtök atvinnulífsins verða fyrst og fremst að koma með einhver tilboð sem við getum farið að vinna með,“ segir Ragnar. Ragnar segist alveg eins hafa átt von á þeirri niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem nú liggur fyrir. Hann geri sér grein fyrir því að félagsmenn VR séu ólíkir félagsmönnum Eflingar. „Þannig að það var alveg viðbúið að það myndi standa aðeins tæpar hjá okkur en að sama skapi þá sýnir þetta hvernig lýðræðið virkar hjá VR. Við förum ekki með neitt í atkvæðagreiðslu öðruvísi en að vilja fá einhverja leiðsögn. Við erum ekki að gera þetta til að fá einhverja fyrir fram gegna niðurstöðu. Þetta er niðurstaðan og auðvitað þurfum við líka að taka tillit til þeirra sem tóku afstöðu gegn því í okkar vinnu,“ segir Ragnar sem bendir á að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem fram undan er. Ragnar segir að það sé lýðræðisleg niðurstaða félagsmanna sem telji. „Ég bendi líka á að þátttakan í þessum kosningum var yfir 60% sem er fáheyrt innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Ragnar sem tekur því fagnandi að félagsmennirnir komi sinni skoðun á framfæri.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00
Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44