Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 22:44 Flugvélarnar hafa ekki verið kyrrsettar í Kanada en yfirvöld þar segja málið í skoðun. AP/Darryl Dyck Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja enga ástæðu til að kyrrsetja 737 MAX 8 og 9 flugvélar bandaríska fyrirtækisins Boeing. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. Þar að auki hafi flugmálayfirvöld annarra ríkja ekki geta sýnt fram á neitt slíkt til að réttlæta það að flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim. Þó er tekið fram að leiði rannsókn á flugslysinu í Eþíópíu í ljós ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar muni FAA grípa umsvifalaust til aðgerða.UPDATED #FAA Statement regarding @Boeing 737 MAX. pic.twitter.com/HxObBr7qRf — The FAA (@FAANews) March 12, 2019 AP fréttaveitan segir FAA vera undir miklum þrýstingi heima fyrir. Stjórnmálamenn, samtök hagsmunaaðila og fagaðilar hafi kallað eftir því að flugvélarnar verði kyrrsettar. Flugvél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak um helgina. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak. Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, sem bannaði allt flug umræddra flugvéla í lofthelgi Evrópu í dag, tók fram í tilkynningu að enn væri of snemmt að draga ályktanir um orsakir flugslyssins í Eþíópíu. Icelandair tilkynnti einnig í dag að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að Bretar bönnuðu flugvélarnar í lofthelgi Bretlands. Flightradar24 currently shows there are 85 Boeing 737 MAX aircraft airborne around the globe. Mostly over the USA.#Boeing #737MAX pic.twitter.com/LBfp1IzAo2— CivMilAir ✈ (@CivMilAir) March 12, 2019 Boeing Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja enga ástæðu til að kyrrsetja 737 MAX 8 og 9 flugvélar bandaríska fyrirtækisins Boeing. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. Þar að auki hafi flugmálayfirvöld annarra ríkja ekki geta sýnt fram á neitt slíkt til að réttlæta það að flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim. Þó er tekið fram að leiði rannsókn á flugslysinu í Eþíópíu í ljós ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar muni FAA grípa umsvifalaust til aðgerða.UPDATED #FAA Statement regarding @Boeing 737 MAX. pic.twitter.com/HxObBr7qRf — The FAA (@FAANews) March 12, 2019 AP fréttaveitan segir FAA vera undir miklum þrýstingi heima fyrir. Stjórnmálamenn, samtök hagsmunaaðila og fagaðilar hafi kallað eftir því að flugvélarnar verði kyrrsettar. Flugvél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak um helgina. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak. Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, sem bannaði allt flug umræddra flugvéla í lofthelgi Evrópu í dag, tók fram í tilkynningu að enn væri of snemmt að draga ályktanir um orsakir flugslyssins í Eþíópíu. Icelandair tilkynnti einnig í dag að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að Bretar bönnuðu flugvélarnar í lofthelgi Bretlands. Flightradar24 currently shows there are 85 Boeing 737 MAX aircraft airborne around the globe. Mostly over the USA.#Boeing #737MAX pic.twitter.com/LBfp1IzAo2— CivMilAir ✈ (@CivMilAir) March 12, 2019
Boeing Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira