Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 22:44 Flugvélarnar hafa ekki verið kyrrsettar í Kanada en yfirvöld þar segja málið í skoðun. AP/Darryl Dyck Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja enga ástæðu til að kyrrsetja 737 MAX 8 og 9 flugvélar bandaríska fyrirtækisins Boeing. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. Þar að auki hafi flugmálayfirvöld annarra ríkja ekki geta sýnt fram á neitt slíkt til að réttlæta það að flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim. Þó er tekið fram að leiði rannsókn á flugslysinu í Eþíópíu í ljós ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar muni FAA grípa umsvifalaust til aðgerða.UPDATED #FAA Statement regarding @Boeing 737 MAX. pic.twitter.com/HxObBr7qRf — The FAA (@FAANews) March 12, 2019 AP fréttaveitan segir FAA vera undir miklum þrýstingi heima fyrir. Stjórnmálamenn, samtök hagsmunaaðila og fagaðilar hafi kallað eftir því að flugvélarnar verði kyrrsettar. Flugvél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak um helgina. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak. Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, sem bannaði allt flug umræddra flugvéla í lofthelgi Evrópu í dag, tók fram í tilkynningu að enn væri of snemmt að draga ályktanir um orsakir flugslyssins í Eþíópíu. Icelandair tilkynnti einnig í dag að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að Bretar bönnuðu flugvélarnar í lofthelgi Bretlands. Flightradar24 currently shows there are 85 Boeing 737 MAX aircraft airborne around the globe. Mostly over the USA.#Boeing #737MAX pic.twitter.com/LBfp1IzAo2— CivMilAir ✈ (@CivMilAir) March 12, 2019 Boeing Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja enga ástæðu til að kyrrsetja 737 MAX 8 og 9 flugvélar bandaríska fyrirtækisins Boeing. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. Þar að auki hafi flugmálayfirvöld annarra ríkja ekki geta sýnt fram á neitt slíkt til að réttlæta það að flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim. Þó er tekið fram að leiði rannsókn á flugslysinu í Eþíópíu í ljós ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar muni FAA grípa umsvifalaust til aðgerða.UPDATED #FAA Statement regarding @Boeing 737 MAX. pic.twitter.com/HxObBr7qRf — The FAA (@FAANews) March 12, 2019 AP fréttaveitan segir FAA vera undir miklum þrýstingi heima fyrir. Stjórnmálamenn, samtök hagsmunaaðila og fagaðilar hafi kallað eftir því að flugvélarnar verði kyrrsettar. Flugvél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak um helgina. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak. Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, sem bannaði allt flug umræddra flugvéla í lofthelgi Evrópu í dag, tók fram í tilkynningu að enn væri of snemmt að draga ályktanir um orsakir flugslyssins í Eþíópíu. Icelandair tilkynnti einnig í dag að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að Bretar bönnuðu flugvélarnar í lofthelgi Bretlands. Flightradar24 currently shows there are 85 Boeing 737 MAX aircraft airborne around the globe. Mostly over the USA.#Boeing #737MAX pic.twitter.com/LBfp1IzAo2— CivMilAir ✈ (@CivMilAir) March 12, 2019
Boeing Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira