Veittu dópuðum ökumanni eftirför úr Skeifunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2019 07:38 Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og jók hraðann þegar lögreglumenn ætluðu að stöðva hann. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti í nótt ökumanni bifreiðar eftirför úr Skeifunni og niður í Fossvog. Maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Í dagbók lögreglu segir að lögreglumenn hafi ætlað að stöðva ökumanninn í Skeifunni en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og jók hraðann. Manninum var því veitt eftirför, sem lauk í Fossvogi. Þar komst ökumaðurinn úr bifreiðinni en var handtekinn síðar. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu slíkra efna. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Önnur verkefni lögreglu í gær og í nótt voru af ýmsum toga. Klukkan 19:27 var tilkynnt um innbrot í miðborg Reykjavíkur. Þar hafði maður brotið rúðu í hurð, farið inn og stolið áfengisflöskum. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu. Þá var maður handtekinn í miðbænum klukkan 20 í gærkvöldi grunaður um bruggun áfengis. Maðurinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku en áfengið og bruggtæki voru gerð upptæk. Tilkynnt var um innbrot í Kópavogi á níunda tímanum. Sá sem þar var að verki hafði farið inn um glugga en ekki er vitað hverju var stolið. Skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var maður í annarlegu ástandi handtekinn á bílastæði við sjúkrastofnun í Fossvogi þar sem hann var búinn að brjóta rúður í þremur bifreiðum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Um klukkutíma síðar var tilkynnt um bílveltu á mörkum Laugardals og Árbæjar. Engin slys urðu á fólki en tveir menn voru handteknir grunaðir um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá höfðu þeir aldrei öðlast ökuréttindi. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu. Lögreglumál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti í nótt ökumanni bifreiðar eftirför úr Skeifunni og niður í Fossvog. Maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Í dagbók lögreglu segir að lögreglumenn hafi ætlað að stöðva ökumanninn í Skeifunni en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og jók hraðann. Manninum var því veitt eftirför, sem lauk í Fossvogi. Þar komst ökumaðurinn úr bifreiðinni en var handtekinn síðar. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu slíkra efna. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Önnur verkefni lögreglu í gær og í nótt voru af ýmsum toga. Klukkan 19:27 var tilkynnt um innbrot í miðborg Reykjavíkur. Þar hafði maður brotið rúðu í hurð, farið inn og stolið áfengisflöskum. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu. Þá var maður handtekinn í miðbænum klukkan 20 í gærkvöldi grunaður um bruggun áfengis. Maðurinn var látinn laus að lokinni skýrslutöku en áfengið og bruggtæki voru gerð upptæk. Tilkynnt var um innbrot í Kópavogi á níunda tímanum. Sá sem þar var að verki hafði farið inn um glugga en ekki er vitað hverju var stolið. Skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var maður í annarlegu ástandi handtekinn á bílastæði við sjúkrastofnun í Fossvogi þar sem hann var búinn að brjóta rúður í þremur bifreiðum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Um klukkutíma síðar var tilkynnt um bílveltu á mörkum Laugardals og Árbæjar. Engin slys urðu á fólki en tveir menn voru handteknir grunaðir um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá höfðu þeir aldrei öðlast ökuréttindi. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu.
Lögreglumál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira