Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 14. mars 2019 13:44 Donald Trump hlýtur kynningu frá landamæraeftirliti Bandaríkjanna um eiturlyfjasmygl á landamærunum. Getty/Al Drago Bandaríkjaþing mun að öllum líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó. Verði tillagan samþykkt er líklegt að Trump beiti neitunarvaldi í fyrsta skipti frá því hann tók við embætti. Fulltrúadeildin, þar sem Demókratar eru með meirihluta, hafa þegar samþykkt að fella úr gildi neyðarástandið. Atkvæði verða greidd um tillöguna í öldungadeildinni síðar í dag. Fimm öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir ætli að greiða atkvæði með ályktuninni. Forsetinn hefur hótað því að beita neitunarvaldi sínu verði ályktunin samþykkt. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum 15. febrúar eftir að Bandaríkjaþing neitaði honum fjármagni í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Neyðarástandinu var ætlað að gera forsetanum kleift að ráðstafa fjármunum í múrinn án samþykkis þingsins. Þingið getur ógilt neitunarvald forseta en til þess þarf tvo þriðju hluta atkvæða í báðum deildum þingsins. Afar ólíklegt er að slíkur meirihluti sé til staðar í öldungadeildinni þar sem Repúblikanar eru með meirihluta. Standi neyðarástandið áfram mun Trump geta notað fjármagn sem ætlað er hernaðarmálum og tekið þaðan allt að 8 milljarða Bandaríkjadala. Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa kært neyðaryfirlýsinguna til dómstóla sem eiga enn eftir að taka afstöðu til þess hvort það samræmist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10 Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Tillögur Trump-stjórnarinnar fyrir fjárlög næsta árs voru lagðar fyrir Bandaríkjaþing í dag. Forsetinn krefst mikillar hækkunar fjárveitinga til landamæranna að Mexíkó. 11. mars 2019 13:07 Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. mars 2019 11:00 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Bandaríkjaþing mun að öllum líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó. Verði tillagan samþykkt er líklegt að Trump beiti neitunarvaldi í fyrsta skipti frá því hann tók við embætti. Fulltrúadeildin, þar sem Demókratar eru með meirihluta, hafa þegar samþykkt að fella úr gildi neyðarástandið. Atkvæði verða greidd um tillöguna í öldungadeildinni síðar í dag. Fimm öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir ætli að greiða atkvæði með ályktuninni. Forsetinn hefur hótað því að beita neitunarvaldi sínu verði ályktunin samþykkt. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum 15. febrúar eftir að Bandaríkjaþing neitaði honum fjármagni í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Neyðarástandinu var ætlað að gera forsetanum kleift að ráðstafa fjármunum í múrinn án samþykkis þingsins. Þingið getur ógilt neitunarvald forseta en til þess þarf tvo þriðju hluta atkvæða í báðum deildum þingsins. Afar ólíklegt er að slíkur meirihluti sé til staðar í öldungadeildinni þar sem Repúblikanar eru með meirihluta. Standi neyðarástandið áfram mun Trump geta notað fjármagn sem ætlað er hernaðarmálum og tekið þaðan allt að 8 milljarða Bandaríkjadala. Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa kært neyðaryfirlýsinguna til dómstóla sem eiga enn eftir að taka afstöðu til þess hvort það samræmist stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10 Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Tillögur Trump-stjórnarinnar fyrir fjárlög næsta árs voru lagðar fyrir Bandaríkjaþing í dag. Forsetinn krefst mikillar hækkunar fjárveitinga til landamæranna að Mexíkó. 11. mars 2019 13:07 Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. mars 2019 11:00 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. 3. mars 2019 22:10
Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Tillögur Trump-stjórnarinnar fyrir fjárlög næsta árs voru lagðar fyrir Bandaríkjaþing í dag. Forsetinn krefst mikillar hækkunar fjárveitinga til landamæranna að Mexíkó. 11. mars 2019 13:07
Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. mars 2019 11:00