Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 16:16 Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár. Vísir/EPA Þingmenn beggja flokka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að krefjast þess af dómsmálaráðuneytinu að það birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, í dag. Talið er að rannsókn Mueller, sem hann tók við í maí árið 2017, ljúki á næstu vikum. Politico greindi frá því í dag að einn nánasti samstarfsmaður hans, saksóknarinnar Andrew Weissman, láti brátt af störfum fyrir embættið. Það sé til marks um að rannsóknin sé á lokametrunum. Samkvæmt lögum um sérstaka rannsakendur á Mueller að skila dómsmálaráðuneytinu trúnaðarskýrslu um rannsóknina og þær ákvarðanir sem hann tók, bæði um hvers vegna ákveðið var að ákæra tiltekna einstaklinga og hvers vegna aðrir voru ekki ákærðir. Það er hins vegar í höndum dómsmálaráðherrans hvort skýrslan verður gerð opinber að hluta eða í heild. Trump forseti skipaði nýlega William Barr sem dómsmálaráðherra. Hann hefur sagst ætla að vera eins gegnsær með rannsóknina og lög leyfa honum. Mögulegt er því að hann myndi ekki birta skýrsluna í heild, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða þeirra sem ekki voru ákærðir en voru rannsakaðir. Atkvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni í dag er talin tilraun demókrata, sem eru með meirihluta í deildinni, til þess að setja þrýsting á ráðherrann um að birta skýrsluna þegar að því kemur. New York Times segir að repúblikanar í deildinni hafi sagt ályktunina tilgangslausa en að þeir hafi ekki viljað greiða atkvæði gegn henni. Þannig var ályktunin samþykkt með 420 atkvæðum gegn engu. Hún felur í sér að ráðuneytið veiti bæði þinginu og almenningi aðgang að skýrslunni þegar hún verður tilbúin. Ályktunin er ekki lagalega bindandi fyrir dómsmálaráðherrann. Ólíklegt er talið að sambærileg ályktun verði borin upp í öldungadeildinni þar sem repúblikanar fara með meirihluta. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Þingmenn beggja flokka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að krefjast þess af dómsmálaráðuneytinu að það birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, í dag. Talið er að rannsókn Mueller, sem hann tók við í maí árið 2017, ljúki á næstu vikum. Politico greindi frá því í dag að einn nánasti samstarfsmaður hans, saksóknarinnar Andrew Weissman, láti brátt af störfum fyrir embættið. Það sé til marks um að rannsóknin sé á lokametrunum. Samkvæmt lögum um sérstaka rannsakendur á Mueller að skila dómsmálaráðuneytinu trúnaðarskýrslu um rannsóknina og þær ákvarðanir sem hann tók, bæði um hvers vegna ákveðið var að ákæra tiltekna einstaklinga og hvers vegna aðrir voru ekki ákærðir. Það er hins vegar í höndum dómsmálaráðherrans hvort skýrslan verður gerð opinber að hluta eða í heild. Trump forseti skipaði nýlega William Barr sem dómsmálaráðherra. Hann hefur sagst ætla að vera eins gegnsær með rannsóknina og lög leyfa honum. Mögulegt er því að hann myndi ekki birta skýrsluna í heild, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða þeirra sem ekki voru ákærðir en voru rannsakaðir. Atkvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni í dag er talin tilraun demókrata, sem eru með meirihluta í deildinni, til þess að setja þrýsting á ráðherrann um að birta skýrsluna þegar að því kemur. New York Times segir að repúblikanar í deildinni hafi sagt ályktunina tilgangslausa en að þeir hafi ekki viljað greiða atkvæði gegn henni. Þannig var ályktunin samþykkt með 420 atkvæðum gegn engu. Hún felur í sér að ráðuneytið veiti bæði þinginu og almenningi aðgang að skýrslunni þegar hún verður tilbúin. Ályktunin er ekki lagalega bindandi fyrir dómsmálaráðherrann. Ólíklegt er talið að sambærileg ályktun verði borin upp í öldungadeildinni þar sem repúblikanar fara með meirihluta.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira