Geimförunum Christina Koch frá Bandaríkjunum, Alexey Ovchinin frá Rússlandi og Nick Hague frá Bandaríkjunum verður skotið á loft til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í kvöld. Þeim verður skotið á loft frá Baikonour í Kasakstan klukkan 19:15 og verður notast við hina rússnesku Soyuz eldflaug.
Þeim Ovchinin og Hague var skotið á loft frá Baikonour í október en það geimskot misheppnaðist og þurftu þeir að framkvæma neyðarlendingu úr 35 kílómetra hæð. Ovchinin er nú á leið í geiminn í þriðja sinn.
Fylgjast má með geimskotinu hér að neðan.
Til stendur að framkvæma tvær geimgöngur í mánuðinum. Seinni gangan fer fram þann 29. mars og verður það í fyrsta sinn sem tvær konur fara saman í geimgöngu. Það verða þær Anne McClain og Christina Koch.
