Börnin sem hafa ekki rödd Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 14. mars 2019 07:45 Fljótlega kemur frumvarp um kynrænt sjálfræði á dagskrá Alþingis. Í drögunum sem birtust á samráðsgátt stjórnvalda var upphaflegt ákvæði um bann við óafturkræfum skurðaðgerðum á kynfærum barna látið fjúka, en í stað þess á að skipa samráðshóp um efnið. Þetta eru mikil vonbrigði, enda þýðir þetta að langt er að bíða þar til löngu tímabærar breytingar nást fram. Á meðan fremjum við mannréttindabrot á litlum börnum. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þegar málefni intersex fólks eru rædd, þá erum við að tala um alvöru börn og alvöru fjölskyldur. Á Íslandi dagsins í dag eru fullkomlega heilbrigð smábörn látin ganga í gegnum oft endurteknar aðgerðir á kynfærum með öllum þeim sársauka, óvissu og áhættu sem þeim fylgja. Þetta eru lítil börn sem hafa ekki rödd í samfélaginu og engar forsendur til þess að ákveða hvað er gert við þau og hvað ekki. Ég á þriggja ára dóttur. Bara það að fara í einfalda læknisskoðun finnst henni erfitt og það veldur henni vanlíðan. Ég útskýri alltaf fyrir henni að það sé nauðsynlegt, vegna þess að það er það sem foreldrar gera. Við útskýrum fyrir börnunum okkar að þau inngrip sem þau þurfa að þola séu mikilvæg og að þeim muni líða betur á eftir. Börnin okkar treysta okkur og við treystum því jafnframt að börnin okkar séu ekki látin þjást að óþörfu. Lítil börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, t.d. óræð ytri kynfæri, eru látin ganga í gegnum ónauðsynlegar skurðaðgerðir hér á landi. Þau þjást að óþörfu. Eins og fram hefur komið í skýrslu Amnesty International um stöðu intersex fólks á Íslandi er stór hluti þessara aðgerða fyrst og fremst gerður á grundvelli félagslegra hugmynda um það hvernig líkamar eiga að líta út. Inngripin snúast m.ö.o. ekki um líkamlegt heilbrigði, heldur að láta börn passa inn í kynjakassa samfélagsins. Tekin er ákvörðun um það hvoru kyninu barnið á að tilheyra og líkama þess síðan breytt til samræmis við það, löngu áður en barnið sjálft getur haft nokkuð um málið að segja. Þetta er gert þrátt fyrir að flest intersex fólk sé fullkomlega heilbrigt. Þegar intersex fólk glímir við heilsufarsvandamál sem krefjast læknisfræðilegra inngripa er á sama tíma gjarnan gripið til róttækra inngripa sem ekki er hægt að rökstyðja á grundvelli heilsufars. Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. Á meðan íslensk stjórnvöld draga lappirnar í málefnum fólks með ódæmigerð kyneinkenni samþykkti Evrópuþingið þingsályktun á dögunum þar sem ónauðsynleg inngrip í líkama intersex fólks eru fordæmd. Þeim tilmælum var jafnframt beint til aðildarríkja Evrópusambandsins að smíða lög til verndar þessum hópi. Frumvarp um kynrænt sjálfræði, eins og það lítur út núna, tryggir rétt fullorðinna til líkamlegrar friðhelgi en því miður ekki hinn sama rétt barna. Barna sem ekki geta tjáð sig um þau inngrip sem þau sæta. Ef stjórnvöld vilja endilega efna til víðtæks samráðs um löggjöf til verndar intersex fólki blasir við að best væri að banna öll óþörf og óafturkræf inngrip í líkama barna á meðan samráðinu stendur. Það er það minnsta sem við getum gert. Intersex fólk er fólk sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni en þessi breytileiki getur verið af ýmsum toga. Við bendum foreldrum intersex barna eða foreldrum sem telja sig eiga intersex barn á að alltaf er hægt að hafa samband við Intersex Ísland og Samtökin ´78 og leita ráðgjafar. Þið eruð ekki ein. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fljótlega kemur frumvarp um kynrænt sjálfræði á dagskrá Alþingis. Í drögunum sem birtust á samráðsgátt stjórnvalda var upphaflegt ákvæði um bann við óafturkræfum skurðaðgerðum á kynfærum barna látið fjúka, en í stað þess á að skipa samráðshóp um efnið. Þetta eru mikil vonbrigði, enda þýðir þetta að langt er að bíða þar til löngu tímabærar breytingar nást fram. Á meðan fremjum við mannréttindabrot á litlum börnum. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að þegar málefni intersex fólks eru rædd, þá erum við að tala um alvöru börn og alvöru fjölskyldur. Á Íslandi dagsins í dag eru fullkomlega heilbrigð smábörn látin ganga í gegnum oft endurteknar aðgerðir á kynfærum með öllum þeim sársauka, óvissu og áhættu sem þeim fylgja. Þetta eru lítil börn sem hafa ekki rödd í samfélaginu og engar forsendur til þess að ákveða hvað er gert við þau og hvað ekki. Ég á þriggja ára dóttur. Bara það að fara í einfalda læknisskoðun finnst henni erfitt og það veldur henni vanlíðan. Ég útskýri alltaf fyrir henni að það sé nauðsynlegt, vegna þess að það er það sem foreldrar gera. Við útskýrum fyrir börnunum okkar að þau inngrip sem þau þurfa að þola séu mikilvæg og að þeim muni líða betur á eftir. Börnin okkar treysta okkur og við treystum því jafnframt að börnin okkar séu ekki látin þjást að óþörfu. Lítil börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, t.d. óræð ytri kynfæri, eru látin ganga í gegnum ónauðsynlegar skurðaðgerðir hér á landi. Þau þjást að óþörfu. Eins og fram hefur komið í skýrslu Amnesty International um stöðu intersex fólks á Íslandi er stór hluti þessara aðgerða fyrst og fremst gerður á grundvelli félagslegra hugmynda um það hvernig líkamar eiga að líta út. Inngripin snúast m.ö.o. ekki um líkamlegt heilbrigði, heldur að láta börn passa inn í kynjakassa samfélagsins. Tekin er ákvörðun um það hvoru kyninu barnið á að tilheyra og líkama þess síðan breytt til samræmis við það, löngu áður en barnið sjálft getur haft nokkuð um málið að segja. Þetta er gert þrátt fyrir að flest intersex fólk sé fullkomlega heilbrigt. Þegar intersex fólk glímir við heilsufarsvandamál sem krefjast læknisfræðilegra inngripa er á sama tíma gjarnan gripið til róttækra inngripa sem ekki er hægt að rökstyðja á grundvelli heilsufars. Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. Á meðan íslensk stjórnvöld draga lappirnar í málefnum fólks með ódæmigerð kyneinkenni samþykkti Evrópuþingið þingsályktun á dögunum þar sem ónauðsynleg inngrip í líkama intersex fólks eru fordæmd. Þeim tilmælum var jafnframt beint til aðildarríkja Evrópusambandsins að smíða lög til verndar þessum hópi. Frumvarp um kynrænt sjálfræði, eins og það lítur út núna, tryggir rétt fullorðinna til líkamlegrar friðhelgi en því miður ekki hinn sama rétt barna. Barna sem ekki geta tjáð sig um þau inngrip sem þau sæta. Ef stjórnvöld vilja endilega efna til víðtæks samráðs um löggjöf til verndar intersex fólki blasir við að best væri að banna öll óþörf og óafturkræf inngrip í líkama barna á meðan samráðinu stendur. Það er það minnsta sem við getum gert. Intersex fólk er fólk sem fæðist með ódæmigerð kyneinkenni en þessi breytileiki getur verið af ýmsum toga. Við bendum foreldrum intersex barna eða foreldrum sem telja sig eiga intersex barn á að alltaf er hægt að hafa samband við Intersex Ísland og Samtökin ´78 og leita ráðgjafar. Þið eruð ekki ein. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun