Framkvæmdastjóri Kadeco verið á framlengingu í tvö ár Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Eitt meginhlutverk Kadeco var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Fréttablaðið/Heiða Tímabundin ráðning framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) frá því í ágúst 2017 hefur nokkrum sinnum verið framlengd af stjórn félagsins. Starfið var aldrei auglýst og ráðningin tímabundin enda hafði staðið til að leggja Kadeco niður. Tæpum tveimur árum síðar ríkir enn ákveðin óvissa um framtíðarstarfsemi félagsins og engin ákvörðun verið tekin um stöðu framkvæmdastjórans. Marta Jónsdóttir var ráðin tímabundið framkvæmdastjóri Kadeco í ágúst 2017 án auglýsingar þegar fyrirrennari hennar, Kjartan Þór Eiríksson, neyddist til að segja starfinu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Meginverkefni félagsins var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Félagið er í eigu ríkisins. Stjórn þess er pólitískt skipuð. Í júní 2017 hafði Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, boðað að Kadeco yrði lagt niður í núverandi mynd þegar ný stjórn tók við. Nokkrum vikum síðar sagði Kjartan af sér og Marta, sem var lögfræðingur félagsins, tók tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni . Í svari við fyrirspurn blaðsins segir fjármálaráðuneytið að kaflaskil hafi orðið í starfsemi félagsins 2017 þegar þessu meginverkefni þess var að ljúka. Síðan hefur stjórn unnið að endurskipulagningu, einföldun reksturs og efnahags félagsins auk þess að ganga frá fjárhagslegu uppgjöri við ríkissjóð. Þá hefur stjórn verið falið að vinna tillögur að næstu skrefum. Óljóst er hver þau verða. „Ríkið vinnur nú að mótun framtíðarfyrirkomulags í samvinnu við sveitarfélögin og Isavia. Ef aðilar ná saman, kemur til greina að Kadedco verði vettvangur fyrir samstarfið.” Í svarinu er vísað til þess að stjórn beri ábyrgð á ráðningu framkvæmdastjóra sem starfi í umboði stjórnar. „Ráðningin hefur verið framlengd nokkrum sinnum og lýkur núverandi tímabili í júní nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um stöðu framkvæmdastjóra eftir það.“ Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi Sjá meira
Tímabundin ráðning framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) frá því í ágúst 2017 hefur nokkrum sinnum verið framlengd af stjórn félagsins. Starfið var aldrei auglýst og ráðningin tímabundin enda hafði staðið til að leggja Kadeco niður. Tæpum tveimur árum síðar ríkir enn ákveðin óvissa um framtíðarstarfsemi félagsins og engin ákvörðun verið tekin um stöðu framkvæmdastjórans. Marta Jónsdóttir var ráðin tímabundið framkvæmdastjóri Kadeco í ágúst 2017 án auglýsingar þegar fyrirrennari hennar, Kjartan Þór Eiríksson, neyddist til að segja starfinu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Meginverkefni félagsins var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Félagið er í eigu ríkisins. Stjórn þess er pólitískt skipuð. Í júní 2017 hafði Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, boðað að Kadeco yrði lagt niður í núverandi mynd þegar ný stjórn tók við. Nokkrum vikum síðar sagði Kjartan af sér og Marta, sem var lögfræðingur félagsins, tók tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni . Í svari við fyrirspurn blaðsins segir fjármálaráðuneytið að kaflaskil hafi orðið í starfsemi félagsins 2017 þegar þessu meginverkefni þess var að ljúka. Síðan hefur stjórn unnið að endurskipulagningu, einföldun reksturs og efnahags félagsins auk þess að ganga frá fjárhagslegu uppgjöri við ríkissjóð. Þá hefur stjórn verið falið að vinna tillögur að næstu skrefum. Óljóst er hver þau verða. „Ríkið vinnur nú að mótun framtíðarfyrirkomulags í samvinnu við sveitarfélögin og Isavia. Ef aðilar ná saman, kemur til greina að Kadedco verði vettvangur fyrir samstarfið.” Í svarinu er vísað til þess að stjórn beri ábyrgð á ráðningu framkvæmdastjóra sem starfi í umboði stjórnar. „Ráðningin hefur verið framlengd nokkrum sinnum og lýkur núverandi tímabili í júní nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um stöðu framkvæmdastjóra eftir það.“
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent