Innlent

Lagðist fyrir framan bíl á Miklubraut

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu.
Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu. vísir/vilhelm
Síðdegis í gær var lögreglu tilkynnt um konu sem hafði lagst fyrir framan bifreið á Miklubraut í Reykjavík.

Þegar lögreglu bar að garði var vegfarandi búinn að færa konuna af akbrautinni en hún var í annarlegu ástandi og framvísaði ætluðum fíkniefnum þegar lögregla ræddi við hana. Henni var að loknum viðræðum ekið á heilbrigðisstofnun þar sem hún ætlaði að leita sér aðstoðar.

Bifreið var stöðvuð í Hafnarfirði í nótt Bifreið stöðvuð í Hafnarfirði eftir að lögreglumenn veittu því eftirtekt að ökumaðurinn hafði kveikt á bláum ljósum líkum þeim sem lögreglan notar við neyðarakstur.

Þá ók hann greitt og var eins og hann væri að reyna að stöðva bíl sem á undan var ekið. Þegar lögreglumenn ætluðu að hafa afskipti af ökumanninum jók hann hraða bifreiðar sinnar og reyndi að aka burt.

Eftir að lögregla náði í skottið á honum svaraði hann því til að ökumaður hins bílsins hefði svínað fyrir sig og að hann hafi því ákveðið að kveikja á ljósunum til að hræða hann. Ljósabúnaður mannsins var haldlagður og skýrsla rituð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×