Rússarannsóknin heldur áfram enn um sinn Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 15:30 Rick Gates hefur nú unnið með saksóknurum í rúmt ár. Vísir/EPA Embætti sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins óskaði eftir því í dag að frestað verði að ákveða refsingu fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann vinni enn með saksóknurum. Líklegt hefur verið talið að rannsóknin væri á lokasprettinum en beiðnin þykir benda til þess að endalok hennar séu enn ekki í sjónmáli. Í greinargerð sem saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa, skiluðu svæðisdómstól í Washington-borg óskaðu þeir eftir því við dómara að hann frestaði að ákveða refsingu Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Trump, til 14. maí. „Gates heldur áfram að vinna með áframhaldandi rannsóknum og í samræmi við það telja aðilar ekki viðeigandi að hefja ákvörðun refsing á þessari stundu,“ segir í greinargerðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gates játaði sig sekan um að hafa logið að rannsakendum og átt aðild að samsæri gegn Bandaríkjastjórn í febrúar í fyrra. Hann hefur veitt saksóknurum upplýsingar um fyrrverandi yfirmann sinn, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort var dæmdur í rúmlega sjö ára fangelsi fyrir ýmis brot í vikunni.Politico segir að greinargerð saksóknara bendi til þess að Gates gæti verið að vinna með saksóknurum í New York sem rannsaka innsetningarnefnd Trump. Gates tók þátt í að skipuleggja innsetningarhátíðina þrátt fyrir að Manafort hefði látið af störfum sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016. Bandarískir fjölmiðlar hafa gert að því skóna undanfarið að rannsókn Mueller væri við það að ljúka. Fresturinn í máli Gates gæti bent til þess að enn sé nokkuð í að saksóknararnir hafi gengið frá öllum lausum endum í rannsókn sinni sem beinist einnig að því hvort að Trump forseti hafi hindrað framgang réttvísinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Hluta dómsins fær Paul Manafort að afplána samhliða öðru fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Saksóknarar í New York hafa lagt fram fleiri ákærur á hendur honum. 13. mars 2019 16:18 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Stefnan er sögð benda til þess að saksóknararnir rannsaki möguleg fjársvik, peningaþvætti og rangan vitnisburð. 5. febrúar 2019 07:34 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Embætti sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins óskaði eftir því í dag að frestað verði að ákveða refsingu fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann vinni enn með saksóknurum. Líklegt hefur verið talið að rannsóknin væri á lokasprettinum en beiðnin þykir benda til þess að endalok hennar séu enn ekki í sjónmáli. Í greinargerð sem saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa, skiluðu svæðisdómstól í Washington-borg óskaðu þeir eftir því við dómara að hann frestaði að ákveða refsingu Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Trump, til 14. maí. „Gates heldur áfram að vinna með áframhaldandi rannsóknum og í samræmi við það telja aðilar ekki viðeigandi að hefja ákvörðun refsing á þessari stundu,“ segir í greinargerðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gates játaði sig sekan um að hafa logið að rannsakendum og átt aðild að samsæri gegn Bandaríkjastjórn í febrúar í fyrra. Hann hefur veitt saksóknurum upplýsingar um fyrrverandi yfirmann sinn, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort var dæmdur í rúmlega sjö ára fangelsi fyrir ýmis brot í vikunni.Politico segir að greinargerð saksóknara bendi til þess að Gates gæti verið að vinna með saksóknurum í New York sem rannsaka innsetningarnefnd Trump. Gates tók þátt í að skipuleggja innsetningarhátíðina þrátt fyrir að Manafort hefði látið af störfum sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016. Bandarískir fjölmiðlar hafa gert að því skóna undanfarið að rannsókn Mueller væri við það að ljúka. Fresturinn í máli Gates gæti bent til þess að enn sé nokkuð í að saksóknararnir hafi gengið frá öllum lausum endum í rannsókn sinni sem beinist einnig að því hvort að Trump forseti hafi hindrað framgang réttvísinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Hluta dómsins fær Paul Manafort að afplána samhliða öðru fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Saksóknarar í New York hafa lagt fram fleiri ákærur á hendur honum. 13. mars 2019 16:18 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Stefnan er sögð benda til þess að saksóknararnir rannsaki möguleg fjársvik, peningaþvætti og rangan vitnisburð. 5. febrúar 2019 07:34 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Hluta dómsins fær Paul Manafort að afplána samhliða öðru fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Saksóknarar í New York hafa lagt fram fleiri ákærur á hendur honum. 13. mars 2019 16:18
Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00
Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Stefnan er sögð benda til þess að saksóknararnir rannsaki möguleg fjársvik, peningaþvætti og rangan vitnisburð. 5. febrúar 2019 07:34